Heima er bezt - 01.12.1968, Page 19

Heima er bezt - 01.12.1968, Page 19
Blaáaá í nýútkomnum kókum Úr bókinni MAÐURINN FRÁ MOSKVU Eftir GREVILLE VVYNNE Varosliget-skemmtigarðurinn, Búdapest. Föl birta var á himni og mikil kyrrð ríkti. Þegar ég gekk niður skála- þrepin ásamt Ambrus, fann ég fyrir hættunni eins og sting. Ég var þvalur í lófum. Og ég vissi um ástæðuna. Hún var sú, að ungversku fulltrúarnir, sem ég hafði veitt undanfarnar tvær stundir, höfðu skyndilega yfir- gefið samkvæmið eins og samkvæmt skipun. Þeir höfðu gufað upp, svo að ég var einn með Ambrus. Hann var túlkur minn. Ég hafði margoft skynjað hættuna á und- anförnum 18 mánuðum, og af meiri ástæðum, en það, sem ég hafði óttazt, hafði ekki gerzt enn. Andartökin höfðu komið og liðið, og þetta var að líkindum enn eitt. Þegar við gengum niður þrepin, spurði Ambrus mig, hvar ég ætlaði að snæða kvöldverð, og ég sagðist ekki vita það, svo að hann benti mér á, að það væri viðkunn- anlegur, lítill staður í Buda með ítalskri dansmær. Hann sýndi boglínur með höndunum og hló ruddalega, og mér fannst, af því að ég var svo var um mig, að þetta væri klaufaleg tilraun til að dreifa athygli minni. En ég forðaði mér ekki. Ég gat í rauninni ekki forðað mér neitt. Ég sá vagnana mína í tæplega hundrað metra fjarlægð undir trjánum, og ég vissi, að ég kæmist aldrei þangað. Þetta voru fallegir sýningarvagnar, smiðaðir sam- kvæmt teikningu minni með vörusýningar fyrir augum. Þetta voru vélknúinn vagn og tengivagn, hvor með tveim klefum til sýningar á verkfærum og vélum. Það var hinn opinberi tilgangur með vögnunum. Hinn óopinberi tilgangur var að gefa mér enn eina átyllu til að fara til Rússlands til fundar við Oleg Penkovsky og, ef hægt væri, að flytja hann úr landi. London (ég á við þá, sem ég starfaði fyrir) var mik- ið áhugamál að bjarga Penkovsky. Útibúið hafði verið nógu stórt leynihólf, þar sem maður gat lagzt fyrir. Það hafði verið gert nótt eina, undir því yfirskyni, að ökuprófun færi fram á vögnunum, og þetta gerðu verkamenn, sem höfðu ekkert samband við verkfræð- ingana, er smíðað höfðu vagnana vegna sýninganna. Vagnarnir kostuðu meira en 35.000 sterlingspund. Lon- don hefði fúslega eytt tífaldri þeirri upphæð til að bjarga Penkovsky. Þetta var gott samkvæmi. Hótelstjórinn í Hotel Duna sá um mat og drykk, og ég sýndi vagnana og kynnti ensku fulltrúana fyrir Ungverjum. Ensku fyrirtækin voru ánægð með, að útbúnaður frá þeim skyldi sýndur í Budapest, og London var ánægð, af því að ef Búda- pestsýningin bæri árangur, yrði það skref í áttina til Sovétríkjanna. Allir, sem ég hafði boðið í samkvæmið, höfðu kom- ið. Þó var um eina undantekningu að ræða. Viðskipta- fulltrúi brezka sendiráðsins hafði sent eina af undirtyll- um sínum. Það var ekki gott, en ég var slíku vanur. Afstaða sendiráðanna um allan heim gagnvart sóðaleg- um þörfum viðskiptalífsins er brezkri kaupsýslu til trafaía. Ef stórar, opinberar nefndir létu vita um ferðir sínar með margra mánaða fyrirvara, var þeim yfirleitt fagnað hátíðlega en þó með nokkuð fornlegum blæ, en einstakir kaupsýslumenn, sem treystu eigin framtaki, gátu lent í mesta basli. En samkvæmið hefði ffetað geng- D D Ö O ið vel þrátt fyrir afskiptaleysi viðskiptafulltrúans. Við byrjuðum klukkan fimm, og í tvo tíma höfðu margir lítrar áfengis horfið í þágu hins góða málstaðar, en svo höfðu Ungverjarnir skyndilega gufað upp, þegar óð- um tók að kvölda og birtu að bregða. Énsku starfs- mennirnir stóðu enn hjá sýningardeildum sínum, og ég var einn með Ambrus við borðin, sem voru þakin flösk- um en auð að öðru leyti. Ég sneri mér að Ambrus fyrir neðan þrepin, en hann var horfinn. Ég sá hann handan akbrautarinnar. Fjórir menn höfðu birzt eins og fyrir áhrif töfra milli hans og mín. Þeir voru allir lágvaxnir og þreknir og hölluðu höttum sínum á sama hátt. Einn af þeim sagði rólega: „Herra Veen?“ Og ég svaraði: „Já, ég heiti það,“ en svo fylltist ég tilfinningunni um hættuna og kallaði til Ambrus, og hann kallaði á móti: „Þetta er í lagi, þeir tala góða ensku,“ og gekk leiðar sinnar. Þeir hefðu skot- ið mig, ef ég hefði tekið til fótanna. Bíll einn hafði staðnæmzt hjá okkur. Þetta var Moskvieh, smíðaður í Rússlandi. Annar bíll stóð við hliðið. Fæti var brugð- ið fyrir mig og gripið um handleggina á mér. Aftur- hurð fremri bílsins var lokið upp og mér hrundið inn í hann. Þegar ég féll inn í hann með höfuðið á undan, Heima er bezt a423

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.