Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 2
Við gluggann minn Ég hefi dvalizt um hríð á Borgarsjúkrahúsinu í Reykja- vík. í iðjuleysi sjúkrahússins, þegar maður er þreyttur á lestri, nennir ekki að skrifa, hefir engan til að tala við og kann ekki að föndra neitt í höndum, verður oft bezta dægrastyttingin að horfa út um gluggann, þótt útsýnið sé hið sama dag eftir dag, og láta þá hugann flakka út um heima og geima. Lengst í burtu er Esjan, þetta eftirlæti og stolt Reyk- víkinga. Hún sést raunar ekki nema ofan í miðjar hlíð- ar, einhver holt með húsabáknum skyggja á hana, og þar að auki hafa veðurguðimir hulið hana skýjabólstr- um og þokuslæðum flesta daga, svo að mér hafa flogið í hug orð Norðlendingsins, sem þreyttur var orðinn á lofdýrðinni um Esjuna, er hann leit eitt sinn út um giuggann í blindhríð: „Já, mikið ansvíti er Esjan falleg í dag.“ Ekki er ég svo illa innrættur, því að mér þykir Esjan fallegt fjall. Hún minnir mig á prúðbúna heima- sætu, ýmist með hendur í skauti, hreinar og hvítar, eða þá hún fæst við eitthvert knipplingadútl eða þesskyns fínerí, og bíður þess að skartklæddur biðill renni í hlað- ið. En ósköp þætti mér Kaldbakur, hrjúfur og herða- breiður taka niður fyrir sig, ef hann væri á þeim biðils- buxum. Honum væri nær að biðla til grannkonu sinnar Kerlingar, sem bæði „gustur geðs og gerðarþokki“ stendur af, þótt hún kunni ekki tízkulistir hofróðunnar Esju, enda mundi hún aldrei sitja með hendur í skauti eða „gutla við eitthvert grefils fitl“. Henni mundi hæfa betur að bjarga gildum heyfúlgum af Vitaðsgjafa eyfirzkra engja, eða vinna söluvoðarstranga eða dugg- arapeysur úr ull sinni, og fagna mundi hún biðli sínum, Kaldbaki, er kominn væri úr fangbrögðum við Hræ- svelg íshafsins með fullum húsum fóðurs og matar og vænum hjörðum lagprúðra sauða, síðjúgra kúa og mik- ilhyrndra nauta. Þó eru þær Esja og Kerling um margt skyldar, nema önnur unir við norðlenzkt heiði en um hina leikur sunnlenzkur útsynningur. En fleira ber fyrir augu. f holtinu fyrir ofan er mér sagt, að snillingurinn Askenazy sé að reisa stórhýsi. Einhverntíma hefði það þótt tíðindi að heimsfrægur tónmennta snillingur, sem lagt hefir heiminn að fótum sér reisti sér hús hér í fásinninu. Enn meiri furðu hefði það þótt gegna, að öldruðum föður hans, skuli af stjórn- völdum lands síns bannað að heimsækja son sinn um nokkurra daga skeið. Enn minnumst vér þeirra tíma, er vér, sem þá vorum ungir, trúðum því, að byltingin rússneska væri fæðingarhríðir nýs tíma. Aldar, sem færði mannkyninu frið, jafnrétti, mannúð og mildi, þótt fæðingin væri með harmkvælum. Enginn mundi þá hafa trúað því, að af henni mundi rísa heimsveldi meiri kúg- unar, meiri fyrirlitningar á vilja einstaklingsins og minni samúðar með þrautum og þjáningum en heim- urinn hefði áður kynnzt. Ferðaneitun Askenazys hins eldra er vafalaust meðal smámunanna af því, sem þar gerist, en hún sýnir oss samt skýrar en heilar bækur, hversu langt ofríki og mannfyrirlitning getur gengið, þar sem einræði drottnar. Er nokkur furða, þótt von- brigði þeirra, sem trúðu því, að kommúnistabyltingin færði heiminum frið og réttlæti séu sár. Trúlegt þykir mér, að margt af losi því og óöld, sem nú ríkir víða meðal æskulýðs eigi dýpstar rætur að rekja til þeirra vonbrigða. Ér þess að vænta að vonsviknum mönnum takizt uppeldi nýrrar kynslóðar? Maður líttu þér nær. í brekkunni skammt frá mér er skógarteigur, sem mér hefir orðið furðustarsýnt á. Hann er hvorki stór að hæð né flatarmáli, en hann er einkennilega höttóttur. Annars vegar er þéttur lundur þrýstinna barrviða, hæstu trén skipta mannhæðum, og þegar sólin skín, sker dumbgrænn litur þeirra sig mjög frá sinugráu umhverfinu. En við hlið þessa barrlundar eru birkikræklur, naumast meira en metri á hæð. Þarna eru hlið við hlið íslenzkt birki og sitkagreni vestan frá Alaska. Allur er reiturinn jafngamall, gróðursettur fyr- ir tveimur eða þremur tugum ára. Jarðvegur er illur, og um svæðið leika næðingar úr öllum áttum. Ekkert hefir verið gert trjánum til aðhlynningar, annað en friðun. En hvað má af þessu læra? Innflytjandinn, þótt hann sé ekki mikils vaxtar, hefir staðizt óblíð veðra- kjör og ófrjóan jarðveg margfalt betur en heimateg- undin. Sjónhending ein fær ekki mælt muninn í mæli- einingum, og þó er kunnugt, að grenið er ætíð mjög seint á legg fyrstu árin, og vaxtarauki þess ár hvert miklu meiri að tiltölu, er það eldist. Ég efast ekki um, að holtin umhverfis Reykjavík hafi verið skógi vaxin, þegar Ingólfur sté þar fyrst fæti, en sauðartönnin, viðaröxin og úrsvalir vindar utan af Faxa- flóa, sáu fljótt fyrir björkinni. Þótt hún hefði hjarað í landinu allt frá Jökultíma, átti hún ekki nægan við- námsþrótt, til að standast sambýlið við manninn, og á það ekki enn. En þegar ég virði fyrir mér vaxtarmun birkisins og grenisins í þessum friðaða reit, fer ekki 74 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.