Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 11
og hann verður alltaf sá sami, sökum þess að hann megnar ekki að veita henni viðnám. Það er ekki alls- kostar, það er jafnvel ekki aðallega, ömurleg tilfinning, þetta að skynja einangrun og kyrrstöðu lífsins á íslandi. Ferðamaðurinn nýtur þess að vera sjálfur svo algerlega sem hugsazt getur laus undan allri íhlutun sinna venju- legu verkefna og skyldustarfa, svo frjáls sem verða má; því engin tíðindi frá Evrópu ná til hans. Vel má vera að honum hafi boðizt sæti í ríkisráðinu, eða að hann hafi verið ákærður fyrir að falsa peninga, eða að hann hafi verið dreginn sundur og saman í háði í Vanity Fair — um þetta veit hann ekkert fyrr en hann kemur heim aftur. Og hann sér, að ef íslendingurinn, sem hann nú umgengst, er án sumra þeirra lífsnauðsynja sem hann, útlendingurinn, telur óumflýjanlegar sér til vellíðunar, þá er hann líka án margrar þeirra uppsprettu mæðunn- ar, sem vellur upp í háþróuðu þjóðlífi, og að hann hefir allt það, er sönn vizka telur nauðsynlegt til lífs- hamingju. Hann hefir aldrei kynnzt þægindum og saknar þeirra því ekki. Hann nýtur mannlegrar ástúð- ar eins og hún er í frummynd sinni, hann stundar heilsusamleg störf og gagnleg, hann hefir bækur, sem göfga líf hans með því að tengja saman þátíð og nútíð, breyttar árstíðir, skýin og liti sólarlagsins; og umfram allt, hann er laus við margar freistingar — secura quies et nescia fallere vita. Þegar hinir fyrstu Norðmenn komu til íslands, flúnir fyrir yfirgangi Haralds hár- fagra, urðu þar fyrir þeim nokkrir guðræknir einsetu- menn írskir, en þeir höfðu sig skjótt á burt þaðan, er hinir heiðnu komu. Enn er þannig háttað um landið, að það er tilvalið heimkynni þeim mönnum, er draga vilja sig út úr veraldarsollinum til þess að láta hugann dvelja við eilífðarmálin. Þessar reikulu endurminningar hafa hvarflað lengra en þeim var ætlað, og hefir þó verið gengið fram hjá mörgu, sem gaman hefði verið að segja frá — kátleg- um atburðum á ferðalaginu, kynlegum fornum siðum, eins og t. d. sáttarnefndum sveitarfélaganna, sem fjalla verða um deilumál áður en grípa megi til lögsóknar fyrir dómstólunum; dæmum um vinsamlegan hlýleik, sem fólkið er fúst að láta ókunugum í té án þess að miklast af. Fyrir okkur náði þetta hámarkinu þegar við vorum kvaddir með samsæti, þar sem fyrir heillaskál hinna ferðbúnu útlendinga mælti kær og gamall vinur með langri ræðu á latínu af mikilli mælsku og á svo fögru máli sem talaði þar sjálfur Cicero, og varð sá er svara skyldi að gera sér að góðu að hans hlutur yrði minni. Við dvöldum tvo mánuði í landinu. En þó að sá tími færði okkur mikla ánægju, mikla og hjartanlega, þori ég ekki að segja, að aðrir ferðamenn mundu, fremur en ég sjálfur, finna til þess með öruggri vissu, að þær niðurstöður og þær tilfinningar, sem ég hefi nú reynt að klæða orðum, séu í fullu samræmi við það hvemig þjóðin og landið litlu út í annarra augum. Jafnvel í okkar fámenna hópi voru skiptar skoðanir um þá ánægju og þau óþægindi, sem urðu hlutskipti okkar, þegar þetta var lagt sitt í hvora metaskálina. Og skipt- ar voru skoðanir um íslenzk mál. Þannig staðhæfði einn, að íslendingar væru sérstaklega trúrækin þjóð, annar að þeir væru fágætlega trúlitlir, en sá þriðji taldi þá hvorki trúaðri né vantrúaðri en fólk væri annarstað- ar í heiminum. (Hver þessara þriggja stendur enn fast á skoðun sinni, svo ég vil skjóta málinu til næsta ferða- langs). Sammála vorum við í þeirri ályktun, að ferða- mönnum, jafnvel þeim, sem þreyttir eru orðnir á Alpa- fjöllum og Pyreneafjöllum, væri ekki til þess ráðandi, að fara til íslands, nema annaðhvort hefðu þeir mætur á norrænum bókmenntum, eða ættu heima í þeim sæla og æskuglaða hóp, sem nautn hefir af svaðilförum bein- línis fyrir þá sök, að þær eru svaðilfarir. Lífið er í sannleika harkalegt á íslandi, og ef það styrkir þá sem sterkir eru, munu þeir sem veikburða eru sannfærast um, að það er hörð raun. En sá sem ekki óttast erfið- leikana og kemst inn á auðnirnar á miðbiki landsins, eða ferðast um norðvestur-strandirnar, hann má treysta því, að þaðan í frá finnur hann enn meiri nautn í lestri hinna fornu bókmennta landsins, og að af landinu sjálfu muni hann taka með sér þá mynd, er í minni geymist. Óafmáanleg verður hún, ekki bara fyrir þá sök, að landið er sérstætt, heldur sökum þess, hve einföld hún er. Að því er til náttúrunnar kemur, er það mynd óumbreytanlegrar nútíðar. Að því er manninn varðar er það mynd afturkominnar fortíðar. Dögun íslands var undursamleg, og alla tíð síðan hefir það legið í hálfrökkri. Naumast er hugsanlegt að það eigi eftir að gegna á ný hlutverki í sögu norðurálfunnar. En ljómi þessarar dögunar getur aldrei með öllu horfið af fjöll- um landsins eða hætt að göfga fátæklegt líf fólksins sem byggir það. Við gluggann minn Framhald af bls. 14 ------------------------------ til nytja, og vitna þá meðal annars í lítinn og hægfara vöxt birkisins. Og enn aðrir vilja friða landið fyrir öll- um skógi, kjósa heldur berangrið og melana. Skýjabakkinn í austri er genginn niður. Yfir fjall- garðinn rís mökkvi, boðberi þeirra ógna, sem nú dynja yfir eitt athafnamesta þéttbýli Islands, Vestmannaeyj- ar. En eins og skógarteigurinn er tákn lífs og gró- andi, boðar mökkurinn auðn og dauða. Mér vinnst ekki tími til að ræða þá hluti nánar að þessu sinni. Vér bíðum enn skelfdir eftir þeim tíðindum, sem daglega berast af hamförum eldsins. Vér fögnum því hversu giftusamlega tókst til um hin fyrstu viðbrögð, hver sem framtíðin verður. En þegar slík ótíðindi gerast skulum vér minnast orða síra Matthíasar: upp úr djúpi dauða Drottins rennur fagrahvel. St. Std. Heima er bezt 83

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.