Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 30
Og henni er þegar ljóst, að hann er hjálparþurfi, og hún skal aldrei bregðast honum. Hún færir sig nær honum og segir rólega: — Jæja, Hreinn minn, þú ert þá kominn heim. — Já, víst er ég kominn heim! Rödd hans er hávær og ruddaleg, og blóðhlaupin augu hans stara á Auði. Hana hryllir við að láta hann fara inn til sofandi barnsins svona illa á sig kominn, óttast að hann kunni að vekja það og gera það hrætt, og hún segir því þýðlega: — Hreinn minn, viltu ekki koma með mér fram í stofuna og leggja þig þar á legubekkinn, ég skal láta fara þar vel um þig. — Nei! Ég sef þar sem ég er vanur að sofa. — En það fer ekkert verr um þig í stofunni, góði minn. — Hvað á þetta að þýða! Hann kreppir hnefana. Ég sef í mínu rúmi, heyrirðu það! Hann slær krepptum hnefanum svo harkalega í eldhúsborðið, að brothljóð kveður við. Skilurðu nú hvað ég segi! Auður leggur titrandi hönd sína mjúklega á herðar honum og segir milt og sefandi: — Vertu rólegur, Hreinn minn. — Rólegur! Ertu hrædd, eða hvað? Já, víst stendur Auði stuggur og ógn af manni sínum, en hún ætlar ekki að láta það uppi og segir jafnróleg og áður: — Vonandi hef ég aldrei ástæðu til þess að hræðast þig, Hreinn minn. En mundu eftir htla drengnum okkar sem sefur inni, ég veit að þú vilt ekki gera honum ónæði. Auður færir sig nærri ósjálfrátt fyrir svefnherbergis- dyrnar. En Hreinn slagar til hennar og hrindir henni harkalega til hhðar. — Burt með þig! hrópar hann hásri reiðiþrunginni röddu. — Burt með þig! Svo slagar hann inn í svefn- herbergið. Auður lendir með bakið á eldhúsborðinu, og það ver hana falh, en hana kennir sárt til í bakinu. Aldrei hefir Hreinn lagt þannig hendur á hana fyrr en nú, og hana næstum svimar af skelfingu, en hún áttar sig brátt og hraðar sér inn í svefnherbergið á eftir honum, hann má ekki gera barninu neitt mein. En er hún kemur inn situr Hreinn á hjónarúminu og starir fram fyrir sig drykkju- sljóum augum. Auður yrðir ekki á hann, en gengur að rúmi Bergþórs litla og breiðir sængina enn betur yfir hann. Og er hún snýr sér við aftur, hefir maður hennar oltið út af í rúm þeirra, án þess að geta afklætt sig, og liggur þannig ósjálfbjarga að henni virðist. Hún færir sig hljóðlega að rúminu til hans og klæðir hann úr fötunum án þess að mæla orð, og vefur síðan sænginni hlýlega um hann, og eftir nokkur andartök hafa eiturveigar áfengisins sigrað að fullu vitund hans, og hann er sofnaður þungum drykkjumannssvefni. Auður andar léttara er hún snýr aftur frá rúminu, og síðan reikar hún fram í eldhúsið að nýju og setzt þar niður. Hún reynir að ná fullkomnu jafnvægi eftir þá miklu skelfingu sem gagntók hana við árás eiginmanns- ins, en hún fær harla lítið tóm til þess, því að nú er tekið að hringja dyrabjöllunni í ákafa. Auður hrekkur ónotalega við, og hver taug hennar verður um leið spennt til hins ítrasta. Hver getur verið að koma í heimsókn á þessum tíma sólarhrings? Varla er það Bergþóra, því að allir strætisvagnar eru hættir áætlunarferðum sínum um þetta leyti, og tæplega hefir hún farið að ganga þessa löngu leið á milh heimila þeirra, og það að næturlagi, eða kaupa leigubíl, nei, Auður á bágt með að trúa því. En hringing dyrabjöllunnar heldur áfram, svo að auð- heyrt er að sá sem fyrir utan er, ætlar ekki að gefast upp að svo stöddu. Ný skelfing læðist inn í hugskot Auðar: Þetta skyldi þó ekki vera lögreglan! Að eitthvað hafi komið fyrir Hrein, á meðan hann var úti í kvöld. Guð minn góður! Ó, hve hún er hrædd. En hún verður að fara til dyra og vita hver úti er, hjá því verður ekki komist. Hún gengur óstyrkum skrefum fram að úti- dyrahurðinni og spyr titrandi röddu: — Hver er úti? — Bergþóra! er svarað fyrir utan. Bergþóra! Auður er yfir sig undrandi, hún á ferðinni núna, skyldi eitthvað vera að hjá henni? Auður opnar dyrnar í flýti og býður tengdamóður sinni að ganga inn. Þær heilsast með innilegum kossi að vanda, en svo segir Bergþóra afsakandi: — Fyrirgefðu ónæðið, Auður mín, það er víst ekki vel við eigandi að koma í heimsókn um þetta leyti dags, en ég mátti til að gera það núna. — Þú ert alltaf jafn velkomin hingað, Bergþóra mín, á hvaða tíma sem er, dags eða nætur, segir Auður hlý- lega' — Þakka þér fyrir, góða mín. En ég taldi líklegt að þú værir ekki sofnuð, þótt áliðið sé orðið, og til þess að erindi mitt hingað næði tilgangi sínum, varð ég að haga mér þannig. — Jæja, gerðu svo vel og komdu inn, Bergþóra mín. Þær ganga saman inn í eldhúsið, og Auður býður tengdamóður sinni sæti. Bergþóra setzt, en sjálf stendur Auður við eldhúsborðið og bíður þess að heyra erindi tengdamóður sinnar, sem hún býst við að sé mjög áríð- andi. Auður reynir eftir megni að sýnast fullkdmlega róleg, en á erfitt með að hefja samræður að fyrra bragði, og í fyrstu ríldr óþægileg þögn. Bergþóra virðir Auði fyrir sér nokkur andártök, og henni dylst það ekki að Auður er í mikilli geðshræringu, þótt hún reyni að sýnast róleg, og að lokum segir Berg- þóra hægt og stillilega: — Ertu ein heima með drenginn, Auður mín? Auður dregur við sig svarið: — Nei, segir hún loks svo lágt, að Bergþóra naumast heyrir. — Er Hreinn minn háttaður og sofnaður? spyr Berg- þóra. — Já, hann er sofnaður. — Svo að mér tókst þá ekki að ná honum vakandi, þá einu sinni að hann er heima, þegar ég kem hingað. — Nei, þú komst aðeins of seint til þess, Bergþóra 102 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.