Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 13
lega áður en við legðum fram dalinn. Ekki var hægt að
sjá annað en féð yrði hvíldinni fegið, því hávaðinn af
því lagðist jórtrandi þarna á túninu í Kristnesi.
Við sprettum af hestunum sem veltu sér og fóru svo
að kroppa. Matarskjóðumar voru teknar upp og feng-
um við okkur ágætan bita og drukkum með vatn úr
bæjarlæknum í Kristnesi. Að máltíðinni lokinni hölluð-
um við okkur á eyrað og rann víst sumum blundur á
brá.
Eftir klukkutíma hvíld lögðum við á hestana og fór-
um að hóa saman fénu, sem nú var farið að dreifa úr sér.
Síðan héldum við af stað fram eyrarnar meðfram ánni,
er þár sléttlendi og engar verulegar torfærur á leiðinni
og gekk því reksturinn vel, enda var nú orðið loftlétt og
komið töluvert næturkul.
Lækjarsprænur, sem þarna urðu á vegi okkar, höfðu
auðsjáanlega minnkað talsvert frá því kvöldinu áður og
höfðum við því góða von um að ár og lækir, sem við
þurftum yfir yrðu okkur ekki til fyrirstöðu. Þegar kom-
ið var fram að Gönguskarði kom í ljós að all Ianga,
bratta brekku þurfti að fara til þess að komast upp í
skarðið. Við urðum því að senda einn rekstrarmanninn
með hestana aðra leið, en reka féð gangandi upp brekk-
una og var það erfiður spölur.
Þegar brekkuna þraut mátti heita að gott væri að fara
austur skarðið, að vísu ofurlítið í fangið fyrst í stað unz
halla fór undan fæti niður í Fnjóskadalinn. Allstór dalur
gengur í suðvestur úr skarðinu og er hann kallaður
Skarðsdalur. Áin sem rennur eftir honum heitir Skarðsá
og er hún venjulega sæmilega góð yfirferðar. En nú
óttuðumst við að hún mundi vera í foráttu vexti eftir
öll hlýindin undanfarna daga. Enda reyndist það svo,
þegar við komum að vaðinu á ánni sýndist ekki viðht
að reka féð í hana. Þarna valt hún áfram kolmórauð,
straumhörð og heyrðist glamra í grjótinu, þegar hún
kastaði því til eftir botni árinnar. Nú var skotið á ráð-
stefnu og rætt um hvort gjörlegt mundi að reka féð í
ána. Hún hafði áreiðanlega minnkað töluvert frá degin-
um áður, en vissulega mundi hún brátt fara að vaxa
aftur. Annað hvort varð því að reka strax yfir ána eða
setjast að þarna í skarðinu og vakta féð þar til kólnaði
í veðri og gátu farið í það fleiri dagar. Niðurstaðan varð
því sú, að leggja strax í ána í von um að það blessaðist
þó ekki væri hún álitleg.
Vað var þarna sæmilegt á ánni og varð það að ráði
að tveir af mönnunum stæðu út í miðri ánni og hjálpuðu
þeim lömbum yfir, sem ekki virtust ætla að hafa sig af
sjálfsdáðum. Hinir tveir drifu svo féð út í ána og gekk
það furðanlega vel og yfir komst það allt saman að
undanskildu einu lambi, sem ármennirnir vissu ekki fyrir
víst hvort hefði bjargazt. Þarna skammt framan við ána
er girðing neðan frá Fnjóská og all langt upp í fjall, til
þess ætluð að rollurnar geti síður strokið heim af afrétt-
inni þegar kuldaköst gerir á sumrin. Vill oft safnast fé
að þessari girðingu og verður afréttarbóndinn þá að
hafa eftirlit með því og reka frá henni fram á dalinn,
annars kynni féð að lenda þar í svelti. Fram fyrir þessa
girðingu gekk okkur vel að koma fénu og hugðum að
gott mundi að reka fram dalinn, því þarna er hann til-
tölulega sléttur. Meðan við vorum að reka yfir ána kom
sólin upp og helti sínum brennheitu geislum yfir dalinn,
loftið var alveg heiðskírt og blæjalogn svo sólarhitinn
varð strax geysilega mikill. Við hóuðum þó fénu saman
og ætluðum að reka það af stað fram dalinn, en ekki leið
löng stund þar til við urðum að hætta rekstrinum, því
féð bókstaflega neitaði að róta sér. Það fleygði sér niður
í lautirnar til að reyna að verjast sólarhitanum, en reis
fljótt upp aftur eins og það hefði hvergi viðþol. Við
urðum því auðvitað líka að setjast að og leita okkur að
einhverju afdrepi, en það virtist hvergi bera skugga á,
hvergi klettur eða moldarbarð sem skyggt gæti á sólar-
geislana. Við höfðum blotnað töluvert í ánni um morg-
uninn og notuðum við nú tímann til að vinda úr fötum
okkar og breiða þau til þerris og tók það aðeins stutta
stund að þurrka þau.
Nóg var af köldum uppsprettum þarna á dalnum, svo
við höfðum von um að geta svalað þorstanum eftir vild,
en fljótt komumst við að raun um það, að þegar vatnið
hafði runnið nokkra metra ofanjarðar var það orðið
glóðvolgt og ekki lystugt til drykkjar. Þarna urðum við
því að liggja þar sem við vorum komnir, höfðum enga
lyst á að smakka á nestinu, þó það væri fyrsta flokks
vara. Svona leið tíminn fram um miðdegi. Þá stauluð-
umst við á fætur og gengum í kringum féð og ýttum
því ofurlítið áleiðis, en fljótlega uppgáfust bæði við og
rollurnar svo við urðum fegnir að fleygja okkur niður
aftur til kvöldsins.
Loks þegar komið var fram undir sólsetur fór að kula
svolítið og hófumst við þá handa og héldum rekstrinum
áfram. Tvær þverár eru þama á dalnum, ekki vatns-
miklar að jafnaði en geta orðið ófærar í leysingum. Ár
þessar heita Heimari- og Fremri-Lambá. Okkur var
uppálagt áður en við fórum að heiman, að koma fénu
fram á milli Lambánna, þar þóttu hagarnir einna beztir
og einnig var búist við að árnar vörnuðu því að féð
rásaði mjög mikið.
Það var komið fram undir háttatíma þegar við Ioksins
komum fram að Heimari-Lambánni. Það fór eins og
okkur hafði grunað, að hún var í foráttuvexti og engin
leið að reka féð yfir hana. Við urðum því að ganga frá
því þarna sem það var komið, en áður en við skildum
við það, gengum við innan um hópinn og reyndum að
koma saman ám og lömbum sem orðið höfðu viðskila í
rekstrinum. Þegar við höfðum lokið því starfi stigum
við á bak klárunum og stefndum heimleiðis. Þegar við
komum að Skarðsánni sáum við að hún var mun meiri
en um morgunin, og því vafamál hvort hún væri reið,
þó varð það niðurstaðan að leggja í hana þar sem við
vissum að hestar okkar voru stórir og traustir og auk
þess ýmsu vanir. Og klárarnir brugðust ekki trausti
okkar, þeir komu okkur yfir heilu og höldnu án nokk-
urra óhappa og það voru glaðir rekstrarmenn, sem riðu
inn Gönguskarðið þó syfjaðir væru og hestarnir spor-
léttir, þar sem þeir fundu að þeir voru komnir á heim-
Heima er bezt 85