Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 9
fengi, sem aflað var á ströndum Gallíu og Spánar. En þessar sögulegu minningar eru ennþá stolt og unaður þjóðarinnar. Á löngu vetrarkvöldunum hlýðir hún á frásagnir af afrekum Gunnars og Bersa, eða vélráðum Guðrúnar, eða ógæfusamri ást Helgu hinnar fögru og Gunnlaugs ormstungu. Lesarinn þylur þær fyrir fólk- inu, sem situr umhverfis hann við vinnu sína. Og nú á allrasíðustu árum hefir þjóðrækni íslendinga, ahn á þessum minningum, þvingað Danmörku til að ieyfa endurreisn hins forna Alþingis, þó að í nýrri mynd sé og á nýjum stað. Og ekki mun af kröfunum látið unz réttur landsins til að stjórna sjálft málum sínum hefir hlotið viðurkenningu. Þjóðsiðir íslendinga eru einfaldir, og í rauninni þjóð- siðir allra norrænna landa. Þeir eru ennþá einfaldari fyrir það, að þar er í rauninni enginn stéttamunur. Enginn er ríkur og varla nokkur maður sársnauður. Hver maður verður að vinna fyrir sér, og vinna með höndum sínum (þegar undan eru skildir fáeinir verzl- unarstjórar í Reykjavík, og á einni eða tveim höfnum úti á landi). Auður mundi ekki verulega lyfta nokkr- um manni upp yfir almenning, og í rauninni eru engin tækifæri til að neyta auðs, nema til þess að búa húsa- kynnin þeim gæðum, sem á Englandi mundu teljast til þæginda, sem ekki væri unnt án að vera. Því er það, að ríkidæmi er ekki sérstaklega eftirsóknarvert (enda þótt íslendingur vilji gjarna gera góð kaup, einkum þegar hann er að kaupa hross), og glaðleg nægjusemi er al- menn. Á bóndanum og vinnumanninum er naumast unnt að sjá greinarmun, og sé pilturinn reglusamur, er ekkert líklegra en að hann eignist að lokum dóttur bónd- ans fyrir konu og taki við búinul. Engir þekkjast þar hefðartiltar, nema hvað herra1 2 er sagt um biskupinn og síra um prestinn, en ekkert er til samsvarandi Mr. eða Mrs. hjá okkur. Ef þú ferð að hitta konu, berðu að dyrum og spyrð hvort Valgerður sé heima, eða, ef þú vilt tilgreina hana framar, spyrðu eftir Ingibjörgu 1 Stórglæpir eiga sér mjög sjaldan stað, og þó að þeir væru búnir að reisa nýtt hegningarhús í Reykjavík, heyrði ég ekkert um það, að þangað væri von vistmanna, og ekki er það efamál, að þegar við komum í annað sinn til Reykjvíkur, eins og við höfum ráðið með okkur að gera, munum við beiðast gistingar í þessu nýreista húsi, því það er eina steinhúsið í Reykjavík (að undanskildu húsi landshöfðingja) og stendur á fegursta stað bæjarins. 2 Þá var Pétur Pétursson biskup er Bryce heimsótti ísland og það mun lítt eða ekki hafa þekkzt, að hann væri herraður; siðurinn var þá niður lagður, en hafði tíðkazt fyrr á öldum. Naumast mun Hallgrímur Sveinsson hafa verið herraður, nema í Al- þingisrímum. Þórhall Bjarnarson þarf varla að minnast á, og þegar hinn forni og dálítið hégómlegi siður var endurvakinn (eftir fráfall Jóns biskups Helgasonar) sagði við mig einn af skólabræðrum hans og vinum, mikill merkisprestur: „Eg er hræddur um að Þórhallur hefði sagt eitthvað gamansamlegt ef við hefðum farið að herra hann.“ Skyldi Bryce í rauninni hafa heyrt biskup herraðan, eða hafði hann þetta úr Biskupasög- unum. — Þýð. Bjarnadóttur, eða Þorvaldsdóttur (eftir því sem við á, því um engan siðatitil er að ræða). Og konan ber sama nafn frá vöggu til grafar, gift eða ógift, því ættarnöfn tíðkast ekki. Hún tekur ekki nafn manns síns. Þar sem nú konunni er veittur slíkur réttur, er það dálítið kynlegt, að í öðrum efnum skipar hún óæðra sess. Þannig situr húri að jafnaði ekki til borðs með manni sínum og börnum, heldur gengur um beina og borðar síðan einsömul. En annars virðast konur vel sett- ar, þær hafa öll réttindi til þess að eiga eignir, ríða djarf- lega um landið hvar sem þeim þóknast, og ekki heyrð- um við neitt sem benti á hreyfingu í þá átt að afla kven- réttinda, eða yfir höfuð til nokkurra umbóta á þjóð- félaginu, og er þó vitanlega þess að gæta, að vankunn- átta okkar í þjóðtungunni takmarkaði eftirgrennslanir okkar. í einu efni hafa íslenzkar konur öðlast fyllra jafnrétti en systur þeirra á meginlandi Evrópu. Þær hljóta nákvæmlega sömu menntun sem karlmenn. Með því að þar eru eðlilega engir skólar, þar sem vegalengd- in milli heimilanna er tíðast margir kílómetrar, annast faðirinn sjálfur um menntun sona sinna og dætra, og þar við bætir máske presturinn, ef til hans næst, dálít- illi latínu og dönsku. Stúlka lærir þannig allt það, sem foreldrar hennar geta kennt henni, og hún kann jafn- mikið í reikning sem bræður hennar, og er jafnfróð þeim í fornsögunum. Það segir sig sjálft, að um kunn- áttu í listum getur naumast verið að ræða. Málara- list er þegar af þeirri orsök naumast möguleg, að þama er í rauninni ekkert að mála; dans af þeirri ástæðu, að sjaldan kemur saman nægilegt fjölmenni til þess að dansað verði, og svo engin húsakynni nægilega rúmgóð til þess; hljóðfæraleikur sökum þess, að slaghörpu er ekki unnt að flytja út um sveitirnar, yfir flóa og urðir, en flutningsæki ekki annað en hestbakið. Eigi að síður komum við á afskekkt heimili (þess má geta, að húsið var gott timburhús) við sjávarsíðuna, þar sem við nut- um gestrisni í heilan sólarhring, og ekki einungis var þar píanó, heldur voru þar líka nokkrar ungar stúlkur, sem kunnu ágætlega að leika á það, og sömuleiðis á gítar. Sjálfar sungu þær undir á fimm tungumálum, og þótti okkur sem sænskan væri þeirra fegurst. Þarna var umhverfið hið ömurlegasta sem hugsazt gat: brimrót við hina miklu strandlengju framundan, en inn til lands- ins var ófrýnilegur flói, og þar fyrir handan, í feikna- fjarlægð, óvingjarnleg og ólöguleg fjöll. Ekki var nokk- ur granni nær en í tuttugu kílómetra f jarlægð, og fólk- ið sagði okkur, að stundum kæmi þar ekki gestur svo mánuðum skipti. En það var svo kátt og glaðlegt sem hugsazt gat. Og þó að við fengjum engar undirtektir þegar við ympruðum á að dansað yrði, léku stúlkurnar á hljóðfærin fyrir okkur allt liðlangt kvöldið í litlu dagstofunni, en úti hvein vindurinn. Og hinn virðulegi faðir þeirra (sem var einskonar allsherjar-kaupmaður í þessum hluta landsins), og sýslumaðurinn, sem heima átti langt í burtu, en rakst nú þarna inn, blönduðu púns í ríflegum skálum og ræddu við okkur á margslungn- um málblendingi um auðlindir íslands og möguleikana Heima er bezt 81

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.