Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 10
á því, að stofna til brennisteinsverzlunar með brezku rekstursfé. Þegar minnzt er á skóla, væri það óviðeigandi að geta ekki um einu lærdómsstofnun landsins, sem er í senn menntaskóli og háskóli: Latínuskólann í Reykjavík. Þar eru tíðast um fimmtíu eða sextíu nemendur, er sækja þangað af öllum landshornum, og meðal kennara þar hafa verið og eru menn með ósmáa hæfileika og lær- dóm. Ahrif þessa skóla á þjóðina alla, fyrir meðalgöngu presta þeirra, sem þaðan koma, hafa verið undursam- leg. Skólinn hefir endurheimt hreinleika þjóðtungunn- ar, sem dönsk áhrif höfðu mjög spillt. Hann hefir stór- lega örvað bókmenntalega iðju, skapað sterkan og ein- huga þjóðræknisflokk, sem með baráttu sinni hefir herjað út úr Dönum afnám hinna fornu þvingunarlaga og neytt þá til þess einmitt í vor að veita landinu stjórn- arskrá, sem að vísu er ekki svo fullkomin sem æskilegt hefði verið, en er þó eigi að síður mikilvæg ívilnun við óskir þjóðarinnar. Ýmsir kennara þess hafa, auk em- bættisstarfsins, unnið þarft verk með því að búa til prentunar og gefa út forníslenzk rit, og einn þeirra hefir lagt mikla vinnu í að mæla allt landið og gera af því ágætan uppdrátt. Þeir eru boðnir og búnir til þess að taka á móti erlendum mönnum og leyfa þeim ókeyp- is afnot síns ágæta bókasafns. Návist þeirra gefur borg- arlífinu í Reykjavík svip lærdóms og mennta. En þetta er það sem menn mundu sízt búast við að finna í þyrp- ingu lítilmótlegra timburhúsa. Að því er félagslífið varðar, má enginn maður búast við að finna á íslandi neitt í líkingu við félagslíf á Eng- landi eða í Ameríku. Fjölmennar samkomur eiga sér vart stað nema við brúðkaup og útfarir. Jafnvel í Reykjavík eru skemmtanir eitt hið fátíðasta af öllu fá- tíðu, og í sveitinni getur ekld verið um þær að ræða. Engar eru þar heldrimanna-klíkur og því ekki heldur nein barátta um að komast inn í þær. En þar er ekki aðeins mikið um sanna gestrisni, því það er eins og sjálfsagður hlutur að hver maður gisti hjá hverjum sem er, heldur og hitt, að gestrisnin er í té látin af veglyndu hugarfari. Þetta er eitt af því, sem gerir það sérlega ánægjulegt að ferðast þar og veitir fullar bætur fyrir margskonar óþægindi. Það er sama hvar þú kemur, alstaðar ertu boðinn hjartanlega velkominn, allt það sem lostætast er í búrinu er borið á borð fyrir þig, bezta herbergið færðu til að sofa í, og allt sem fyrir þig er gert, mikið eða lítið, er gert af svo hjartanlegri velvild og með svo góðlátlegri framkomu. Þetta var sannast að segja það sem dýpst hafði greypzt í hug okkar þegar við kvöddum landið. Það hafði sjálft haft ærið óvingjamlegan svip, en alúðlegur góðleiki fólks- ins, hugðnæm meðvitund um jafnrétti allra manna, svo að ekki þarf hinn snauði að reigjast til þess að sýnast öðrum jafn, eru eðlileg afleiðing lífsskilyrðanna þar. Segja má að gestrisni sé næsta eðlileg á þeim auðn- um þar sem jafnvel hinn minnst aðlaðandi gestur kem- ur með fréttir og kemur nieð svolitla tilbreytingu inn í fjarska tilbreytingarlaust líf. En á íslandi, þar sem aldrei gerist neitt, getur varla verið fréttir að færa, nema þá við sjávarströndina, þar sem koma skips, sem væntanlegt var, er mikill viðburður. Og um önnur lönd er fólkið kynlega óforvitið. Fréttablöðin tvö (og nú skilst mér að hið þriðja hafi bæzt við) hafa ekki frá öðru að segja en smávægilegustu viðburðum í um- hverfinu, og svo er hitt hugleiðingar um dönsku stjórn- ina. Enginn spurði hvað væri að gerast í hinni miklu Evrópu — nema að sjálfsögðu þeir fáu, er sjálfir höfðu farið til útlanda. Sumir höfðu rétt heyrt um fall Louis Napoleons, þá fyrir tveim árum, en enginn spurði hverjar verða mundu afleiðingarnar fyrir Frakkland, og ef við sögðum eitthvað þar um að fyrra bragði, vakti það ekki til neinnar hugsunar. Einusinni eða tvisvar var ég spurður hvort Lundúnir væri ekki stór borg, og hvort ég hefði séð íslenzku byggðina í Mil- waukee þegar ég var í Ameríku. Lengra náði ekki löng- unin til að fræðast um önnur lönd. Sannleikurinn er sá, að mennirnir vissu ekki nóg um umheiminn til þess að vita, hvers spyrja skyldi. Og að því er varðaði stjórn- mál, eða þjóðfélagslegar eða bókmenntalegar hreyfing- ar, fannst þeim, að ekkert sem þar gerðist eða gerast kynni, gæti skipt þá nokkru máli. Að minnsta kosti er óhætt að segja að það sem Frakkar nefna „samstöðu þjóðanna“, var fyrir þeim meiningarlaust og marklaust. Engin bylting í stjórnarháttum, ekkert framstig lýð- stjórnar eða konungsstjórnar, hvorki endurvakning né hnignun í bókmenntum eða listum, engin vísindaleg uppgötvun, gettu: haft verulegar afleiðingar fyrir líf þeirra. Gufuafl og sími hafa engu breytt fyrir þeim, því engin eimvél og engin rafhlaða eru til í landinu. Og þó að gufubátur heimsæki þá sex sinnum á ári hverju, er engu meira líf í verzluninni en áður var. Jafnvel þær uppgötvanir, sem að almennustu gagni virðast hafa komið, svo sem uppgötvanir í lyfjanotkun og handlækningum, eru þeim að kalla má gagnslausar, því þeir hafa aðeins einn lækni. Og þetta er þriðja og síðasta megin-niðurstaðan, sem við komumst að um ísland — sú niðurstaða, að það sé gersamlega einangrað og útilokað frá framförum heimsins; ennþá meir svo en þau landflæmi í Ameríku, sem afskekktust eru og minnst hafa af siðmenningunni að segja. Það er sökum þess, að þetta er fornbyggt land, með sína eigin menningu, og sökum þess, að okkur skilst, að í hvaða átt sem straumar verzlunar kunna að stefna, muni þeir aldrei ná hingað, hvað sem verða kann um fjölgun mannkynsins. Bóndinn, sem býr inn til dala á íslandi, eða á norðvestur-ströndum þess, hann lifir á sínu eigin fjall-lendi, les aðeins móðurmál sitt, heyrir ekkert frá umheiminum sagt nema einusinni eða tvisvar á ári. Hverju skipta hann kappsmálin og breyt- ingarnar? Hverju getur slíkt skipt jafnvel niðja hans? Mannlífið er þarna takmarkað við einföldustu frum- þætti sína. Og enginn finnur til þess, hve varanlegir þessir frumþættir eru og smátt það hlutverk er, sem maðurinn fer með í heildarvcrki tilverunnar. Náttúran blasir við honum, ströng, ósveigjanleg, alltaf sú sama; 82 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.