Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 32
ÞÁTTUR
HALLDÓRU
BJARNADÓTTUR
Heimilisiénaðarfélö
Kvöldræáa (B rot)
Langur dagur leið að kveldi,
lýsti sól og gerir enn,
fjöll eru roðin aftans eldi,
enda náttmál komin senn.
Dagur er til dáða og starfa,
dimman unz að leggst á jörð.
Sérhver vinni þjóð til þarfa.
Það er skipun bein og hörð.
Veröld öll er yrkisgarður,
allra sameign reiknast hún,
og ef reitur er þar harður,
úr honum samt skal gera tún.
Sn. J.
Pað mun mega fullyrða að íslendingar hafa frá
fyrstu tíð dáð fallega handavinnu. Fegurðar-
skyn þjóðarinnar var vel vakandi. Fornsögur
vorar bera vott um það, og þegar kirkjur og
klaustur komu var margt fagurlega gert. Sumt er tD.
hér í landi, sumt erlendis.
En það leið langur tími þangað til íslendingar áttu
þess kost að fá almennar sýningar.
Það var Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík, sem reið
á vaðið, eins og nærri má geta. Félagið lét það boð út
ganga 1882 að efnt skyldi til almennrar sýningar í
Reykjavík 1883. Þessu var vel tekið, en margir erfið-
leikar; Harðindi, hafís, mislingasótt, Ameríkuferðir.
Þessari sýningu er vel lýst í bókinni: „Við fjörð og
vík“, eftir Knud Zimsen.
Sýningin var haldin í gamla Barnaskólanum við Póst-
hússtræti og stóð 2.—19. ágúst. Sýningargestir urðu
13—14 hundruð. Munir hátt á fimmta hundrað. Verð-
laun voru veitt. Margt var um ýmiskonar handavinnu:
Saum, vefnað, tóskap og smíði. En fleira kom þó til
greina: Gufubrætt lýsi, saltfiskur, smjör og ostur, nið-
ursoðið kjöt, kambavél, lampi með suðuvél, Gröndal
með málverk og Schou með höggmynd af manni. Og
svo var þarna hin merka skrá frá Magnúsi á Halldórs-
stöðum í S-Þing., sem vakti mikla athygli.
Þó efnt væri til þessarar fyrstu Landssýningar iðn-
aðarmanna við mjög erfiðar aðstæður, þótti hún takast
vel og vera iðnaðarmannastéttinni til sæmdar.
Það skrítna var, að þarna birtist bókaspjald úr Vatns-
dal, með sýnishornum af vefnaði, tóvinnu og litum. Það
var frá foreldrum mínum. Móðir mín var fyrirtaks tó-
kona og mikil litunarkona. (Þá voru sauðarlitirnir ekki
komnir í móð). Litunina lærði hún af Guðlaugu prest-
konu á Undirfelli. Svo var faðir minn ágætur vefari.
Þetta bókaspjald eignaðist ég svo, og hafði með mér
síðar á mörgum sýningum, sem ég gekkst fyrir, innan-
lands og utan.
Að endingu birtust pjötlurnar í Vefnaðarbókinni
minni, sem Menntamálaráð gaf út 19ó6. Þær voru þá
nær hundrað ára gamlar, en sómdu sér vel. (Mynda-
örk 13-23).
Iðnaðarsýningin í Reykjavík 1911.
Iðnaðarmannafélagið lét ekki lenda við Heimilisiðn-
aðarsýninguna 1883.
Nú komu tillögur um iðnsýningu allra landsmanna
1911 til minningar um aldarafmæli Jóns Sigurðssonar.
Mátti segja að þátttaka landsmanna í sýningunni væri
almenn, og margt var þar kjörgripa.
Sýningin var opnuð 17. júní og var haldin í Barna-
skólanum nýja við Tjörnina. Sýningin naut þess, hve
húsrýmið var gott og mikið. Sýningin var vel sótt og
margt þar góðra gripa. Klæðaverksmiðjan Iðunn sýndi
þarna framleiðslu sína og margar fleiri iðngreinar sýndu
vinnu sína.
Það var mikið sýnd Skólaframleiðsla: Nemendur
Kvennaskólans í Reykjavík sýndu, frá Barnaskólunum
í Reykjavík komu munir, frá Landakotsskóla og frá
Barnaskóla Akureyrar. Við höfðum sent sýningarmuni
okkar sjóleiðis um vorið, en ég fór landleiðina á hesti
mínum með pósti. Tók sú ferð hálfan mánuð með
mörgum töfum og miklum vatnavöxtum. En allt fór
vel, og ég kom nógu snemma til að stilla munum okkar
upp og njóta hátíðarinnar.
Það var margt fallegt og merldlegt að sjá: Gripir
Þórðar hins blinda á Mófellsstöðum í Skorradal vöktu
mikla athygli. Skrá Magnúsar á Halldórsstöðum var í
annað sinn komin í Höfuðstaðinn og í fylgd með henni
Dúnhreinsunarvél, sem Magnús hafði fundið upp og
smíðað. Spegill sá hinn frægi eftir Ríkharð Jónsson varð
almenningi fyrst kunnur á þessari sýningu, og svo einnig
málverk eftir Þórarinn B. Þorláksson og Ásgrím Jóns-
son. Margt fleira mætti nefna, sem prýddi sýningu
þessa. Síst af öllu má sleppa að minnast á þann merka
grip, sem gerður var sérstaklega vegna sýningarinnar:
Það var hvalbeinsstóll, gerður af Stefáni Eiríkssyni,
hinum oddhaga. Þótti stóllinn af mörgum mesta lista-
104 Heima er bezt