Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 5
Um sveitirnar rísa mörg vinaleg, græn og gróin mó-
bergsfell á víð og dreif, með frjósömu undirlendi á milli.
í skjóli þeirra standa bæirnir í víðlendum, vel ræktuðum
túnum, sem hafa margfaldazt á öld ræktunarinnar, íbúð-
arhúsin rúmgóð og glæsileg, fjósin yfir tugi kúa og fjár-
hús yfir fjölda fjár, heygeymslur og önnur peningshús
eftir því. Þannig hafa Hreppabændur notað sér land-
kosti sinna góðu sveita á vélaöld. Allt ber vott um bú-
sæld og velmegun, sem hagsýni og framfarahugur dug-
mikils fólks hafa skapað bæði með eigin framtaki og fé-
lagslegum aðgerðum.
í Gnúpverjahreppi var stofnað fyrsta hreppabúnaðar-
félagið á Suðurlandi — hið næstelzta í landinu. Það var
árið 1843. Fyrsti formaður þess var merkisklerkurinn
sr. Guðmundur Vigfússon á Stóra-Núpi, „hirðumaður
mikill og atorkusamur.“ í lögum þessa félagsskapar var
svo fyrir mælt „að á hverju vori skal það (félagið), eitt-
hvað aðhafast.“ Sýnir þetta umbótavilja og félagsanda
Gnúpverja fyrir 130 árum. Og ekki hefur honum farið
aftur síðan. I sögu Búnaðarfélags Suðurlands (útg.
1959) segir, að félagið eigi tvo saxblásara og nágrannar
hjálpist að við heyskapinn.
Einn af hinum gildu bændum þessarar búsældarlegu,
félagslyndu sveitar er Ágúst Sveinsson í Asum, sem bjó
þar frá 1917 unz dóttir hans og tengdasonur tóku við af
honum fyrir rúmum 20 árum.
Kristín Stefánsdóttir, Ásum, á þritugsaldri.
Gamli bœrinn í Ásum. Fólkið á myndinni er, talið frá vinstri:
Asahjónin Kristin og Agust, Soffía Guðlaugsdóttir leikkona,
Kjartan Jóhannesson orgelleikari, Þorvaldur Agústsson og
Hjörleifur Hjörleifsson. Drengirnir fremst eru Halldór
Þórðarson og Guðlaugur Hjörleifsson.
Ágúst í Ásum er Árnesingur að ætt og uppruna, fædd-
ur í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi 27. ágúst
1887, svo að hann hefur nú fyllt hálfan níunda áratug-
inn. En enginn mundi gizka á þann aldur eftir útliti hans
að dæma, svo unglegur er hann og kvikur í öllum hreyf-
ingum. En sjónin er farin að daprast. Þó annast hann enn
vörzlu pósts og síma í Ásum.
Foreldrar Ágústs voru þau Sveinn Einarsson frá Mið-
felli og Guðbjörg Jónsdóttir frá Tortu í Biskupstung-
um. Þeir Einar Magnússon fyrrum rektor og Ágúst eru
bræðrasynir.
Ágúst ólst upp hjá foreldrum sínum, fvrst í Syðra-
Langholti, en árið 1907 keypti faðir hans Ása. Þar hefur
Ágúst átt heima síðan.
Foreldrar hans eignuðust 7 börn, af þeim komust 6
upp og eru 4 á lífi, öll á níræðisaldri. Áuk Ágústs eru
það þau Kristján bóndi í Geirakoti í Flóa, Guðrún kona
Ámunda bónda á Minna-Núpi og Sigþrúður kona Eiríks
Loftssonar í Steinsholti.
Foreldrar Ágústs voru dugnaðar- og forstandsfólk.
Tekjurnar voru ekki miklar frekar en hjá öðrum á þeim
tímum. En það var lifað eftir ákveðnum reglum ráð-
deildarinnar og sparseminnar, svo að fjölskyldan var vel
bjargálna. Þeir heimilishættir voru góður undirbúningur
undir lífið. Það var betra en nokkur skólaganga.
Ágúst í Ásum tók fljótt dugmikinn þátt í öllum bú-
störfum en fór lítt að heiman nema hvað hann var vetr-
artíma óreglulegur nemandi í Flensborg. Þangað fór
hann fyrir áeggjan sr. Magnúsar Helgasonar. Svo var
hann tvær vertíðir við sjóróðra, aðra í Höfnum, hina í
Garði suður. Ekki féll honum sá starfi. Hann var sjó-
Heima er bezt 77