Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 27
— O, blessuð kerlingin, ég verð vonandi heima næst, þegar hún kemur í heimsókn. Og aftur hlær Hreinn þessum óviðfelldna hlátri. Auður horfir óttaslegin á mann sinn, manninn sem hún elskar og hefir treyzt takmarkalaust, og hjarta henn- ar titrar af angist. En hún reynir eftir megni að leyna ótta sínum og hryggð og segir eins rólega og henni er frekast unnt: — Viltu ekki fá þér einhverja hressingu eða næringu, áður en þú ferð að sofa, Hreinn minn? — Nei, elskan mín, ég vil ekkert. — Þú skalt fara að hvíla þig, klukkan er langt gengin í tvö. — Já, það er bezt að fara að sofa. Þetta er búið að vera ágætt kvöld, skal ég segja þér, Auður mín, þó að ég græddi ekkert í spilunum, nei, en það var reglulega skemmtilegt fyrir því. Auður svarar þessu engu, hún er búin að heyra meira en nóg hjá manni sínum um þetta kvöld. Og svo fylgj- ast þau hjónin að inn í svefnherbergið. Hreinn háttar þegjandi, veltir sér síðan upp í rúmið og sofnar brátt. En Auður háttar ekld, heldúr stendur eins og lömuð á milli hvílurúma manns síns og sonar og horfir á þá til skiptis, og skelfilegar hugsanir gagntaka hina ungu eiginkonu og móður. Ut á hvaða braut hefir maðurinn hennar villzt, og hver verður svo framtíð litla drengsins þeirra, ef þessu skyldi halda áfram? — Guð minn góður, hjálpaðu okkur, andvarpar hún út í hljóða nóttina. Og augu hennar fljóta í tárum. Loks reikar hún að rúmi sínu og leggst upp í það án þess að afklæðast, og þannig grætur hún sig í svefn að lokum. III. DREGUR UPP BLIKU Foreldrar Hreins, Bergþóra og Einar, búa ein í litlu, vistlegu húsi, sem þau eiga í einu úthverfi borgarinnar. Einar er tæpum tveimur áratugum eldri en kona hans og orðinn heldur heilsulítill. Hann lærði úrsmíði á unga aldri og getur enn að nokkru leyti stundað iðn sína, svo að þau hjónin komast sæmilega af fjárhagslega. Hreinn er eina barnið þeirra sem náði fullorðins aldri, en tvær dætur misstu þau í bernsku. Hreinn hefir ætíð verið foreldrum sínum indæll son- tir, og allar fegurstu vonir foreldranna beggja við hann tengdar. Þau höfðu bæði mikinn áhuga fyrir því að aðstoða hann við að ganga menntaveginn, en í þá átt stefndi hugur hans snemma, enda hafði hann góða náms- hæfileika. Sjálfur valdi hann Kennaraskólann, og hafði þá í huga að gerast kennari og leiðbeinandi æskunnar, enda virtist hann vel til þess fallinn sökum stakrar reglu- semi og góðrar skapgerðar. En að loknu ágætu prófi gerðist hann þó ekld kennari, heldur réð hann sig til skrifstofustarfa hjá stóru fyrirtæki og virtist una því ágætlega. Nú hefir hann eignazt góða eiginkonu, indælt heimili og efnilegan son. Og lífskjör hans virðast björt og glæsileg á alla vegu. En á heimili Hreins og Auðar hefir ömurleg saga gerzt undanfarið og endurtekið sig. Hreinn hefir farið að heiman um hverja helgi, og stundum fleiri kvöld í viku, til spilamennsku með kunningjum sínum, og í flest skiptin komið heim meira og minna undir áhrifum áfengis. Auður hefir vakað og beðið eftir manni sínum, hve seint sem hann hefir komið heim, og veitt honum alla aðstoð sína er þess hefir gerzt þörf, en hún hefir hvorki hallmælt honum né ásakað hann, heldur beðið hann með hlýjum orðum að gæta sín og snúa við, áður en það væri orðið um seinan. Hún hefir minnt hann á föður- og sonarskylduna, þótt skyldunni við eiginkonuna væri gleymt. Hreinn hefir ávallt tekið orðum hennar vinsamlega, en af Iéttúð og hefir tahð að hér væri engin hætta á ferðum, þetta væri aðeins ósköp venjulegur félagsskapur ungra manna, og hún skyldi vera alveg óhrædd. Og svo hefir sama sagan endurtekið sig. Auður reynir að bera þessa raun með þögulli ró og jafnaðargeði, þótt henni Heivia er bezt 99

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.