Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 24
íslendingar, sem allt hafa á hornum sér, ef við viljum spjara okkur sjálfir, þótt auðsýnilegt væri í þessu til- felli, að við vorum sjálfir næstir atburðinum, með beztu og fljótvirkustu björgunartækin, og þar af leiðandi í beztri aðstöðunni til að hjálpa okkur sjálfum. Fleira tal varð og skringilegt. Þegar íbúum Vestmannaeyja var borgið, hvörfluðu hugir eðlilega að staðnum. Hvaða örlögum sætir þessi blómlega verstöð? Hvað verður um öll verðmætin í fasteignum og vélum? Hvert verður tjón íbúanna og állra landsmanna? Engin gat og getur svarað þessu. En ljóst er, að tjón og björgunarstarf mun kosta milljarða króna. Ég hafði það á tilfinningunni, að sumir bókstaflega umhverfðust við tilhugsunina um, að við þyrftum að borga þetta allt sjálfir. Stjórnvöld voru skömmuð fyrir að þiggja ekki ímyndaðar fjárfúlgur frá erlendum vinaþjóðum, rétt eins og þær væru fyrirframgefnar mjólkurkýr. Og virt dagblað sagðist hafa sent frétta- mann í erlend sendiráð til að spyrjast fyrir um hvað mikið ætti að gefa okkur!!. Og í öðru blaði las ég um það, að við værum aldrei borgunarmenn fyrir öllu þessu tjóni, þótt enginn annar en við hefðum byggt þetta allt upp og það á tiltölulega skömmum tíma að mestum parti. Svo þegar fréttir fóru að berast af stórgjöfum frá frændum okkar á Norðurlöndum, heyrði ég því varpað fram, hvort við gætum ekki „mjólkað“ aðra svona líka. Kannski slík „mjólkun“ hefði getað orðið einn af bjargræðisvegum þjóðarinnar? Okkur vantar fjölbreytni í þá! Ég ætla að minnsta kosti að hætta að hlæja að honum Mintoff á eyjunni Möltu, sem reynir að bjóða eyjarskekilinn hæstbjóðanda í hvert sinn, sem hann vantar fé í ríkiskassann. Ég er ekki sár yfir því að þiggja hjálp frá vinveittum þjóðum, ef því fylgir ekki kvöðin, sem lögð var á Garðar Hólm, að þurfa að setja upp nýtt andht. En ég er sár yfir því að ætla okkur að taka upp stafkarls stíg áðiu: ljóst er hvort hjálp er til staðar, eða sýnilegt hvort við sjálfir ætlum að taka til hendinni. Ef einstaklingur verður fyrir áföllum, gengur hann ekki fyrir hvers manns dyr og biður ölmusu. Slíkt telur enginn sér sæma. Hitt er svo annað mál, að hafi þessi hinn sami einstaklingur sýnt einstæða sjálfsbjargarvið- leitni, eru ætíð til drengskaparmenn sem vilja rétta hon- um hjálparhönd, og fúslegast þegar kjarkur hins hjálp- arþurfi er mestur. Oft hendir það líka, að svona dreng- skapur getur átt eftir að koma að notum fyrir mann sjálfan, því enginn veit ævina fyrr en öll er. Alveg sama gildir um þjóðir. Ég gat því vel skilið, þegar lýst var þeirri skoðun, að rausnarleg hjálp frænda okkar á Norðurlöndum stafaði ekki hvað sízt af því, að þeim var orðið Ijóst, að við sjálfir ætluðum að taka myndarlega til hendinni í erfiðleikunum. Frændur okk- ar hafa því kunnað að meta sjálfbjargarviðleitnina, enda eru þeir náskyldastir okkur að menningu og öllum hugsunargangi. Sama er ég viss um að verður uppi á teningnum hjá öðrum vinveittum þjóðum. Persónulega er ég þó þeirrar skoðunar, að við hefðum sjálfir getað staðið undir öllu þessu tjóni. Og ég tel, að við hefðum haft gott af að glíma við þetta, þótt tekið hefði það tímann sinn. Það hefði fært okkur saman og við hefðum enn betur gert okkur grein fyrir því, hvað það merkir að vera sjálfstætt fólk, og hvað kostar að vera það. Við hefðum einnig komist að því, að við get- um ekki búið í þessu landi nema að vinna saman, — allir fyrir einn og einn fyrir alla. En hefðum við haft peningana til þess ’arna? Gera má ráð fyrir því, að mín hagfræði þyki ekki góð frem- ur en hagfræðin hans Björns í Brekkukoti, en hugsa má um hana. Mig minnir, að alþingi áætlaði, að við verðum til náttúruhamfaranna um 2 milljörðum á þessu ári. Á sl. ári eyddum við í brennivín og tóbak á 3ja mill- jarð króna. Við höfum haft efni á að binda togaraflota okkar við bryggjur á hverju ári vegna verkfalla; í mánuð nú í þessum þrengingum. Við höfum lagt af mörkum (guð veit hvað margar) milljónir króna í Landhelgissöfnun og Vestmannaeyja- söfnun, og ég hef ekki orðið var við, að neinn líði skort af þeim sökum. Ætlunin er að eyða tugum milljóna af almannafé í til- efni ellefu alda afmælis lslandsbyggðar, fyrir utan þær milljónir, sem einstaklingar fara með af sama tilefni. Við töpum hundruðum milljóna árlega í glötuðum vinnustundum vegna verkfalla, sem við eru orðnir frægir fyrir út um allar jarðir. Fleira mætti tína til. En þrátt fyrir allt þetta hefur hvert mannsbam heldur aukið við sig af veraldlegum gæðum frekar en hitt. Hvað myndi þá ekki ske, ef við nýttum hvert handtak og hvert tæki stanzlaust um fá ár, — og ef við þrengdum svolítið að okkur með allan lúxus? Þegar ég hef allt þetta í huga, fyrirverð ég mig svo- lítið fyrir þá landa mína, sem geð hafa í sér að ganga bónbjargarleið milli sendiráða, ekki sízt ef hinir erlendu menn hefðu nú einhvern kunnugleika á því hvernig við sjálfir stöndum að málum. Og það fer heldur ekki vel í mig þegar forustumenn lýsa því yfir, að ánægðastir komi þeir úr sendiferð, þegar þeir koma með vasana fulla af gjafafé. Séu fjölmiðlar og stjórnmálamenn rödd almennings- áhts, fer það ekki á milli mála, að það er útbreidd skoð- un, að við sjálfir hefðum á engan hátt getað staðið und- ir tjóni náttúruhamfaranna í Heimaey. Sé þetta rétt mat, getum við andað léttara, okkur verður gert lífið léttbærara með rausnarlegri hjálp. Það verður að vona, að sú mikla hrifning, sem látin er í Ijós yfir þessu (af fjölmiðlum) stafi af þakklátum huga til gefenda fyrir drengskapinn, en ekki af duUnni ósk um sérhlífni okk- ur til handa. Þeir hljóta að vita, að hugsunargangur hennar ömmu og hans afa í Brekkukoti á enn ríkan hljómgrunn hjá þjóðinni. E. E. 96 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.