Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 19
JÓN GUÐMUNDSSON, SKÁLDSSTÖÐUM:
Frásögnþættir
af bæjum í Geiradal
GRÓUSTAÐIR
vo heraia fornar sagnir að á Gróustöðum hafi
fyrst byggt sér bæ kona sú er Gróa hét og beri
býlið heiti sitt af henni, Gróustaðir.
Eftir því sem þjóðsagnir segja kunni Gróa á
Gróustöðum talsvert fyrir sér í fornum fræðum. Það
var einhverju sinni að prestur var í Garpsdal sem átti
kýrgripi marga, gengu þeir alloft í túninu og engjun-
um á Gróustöðum. Þótti Gróu ágangur af og bað hún
prest að hætta, að beita land sitt. En prestur sinnti því
engu og lét nautfénað sinn ganga óhindrað áfram í
landi Gróu. Sá þá Gróa að við svo búið mátti ekki
standa. Og breytti hún öllum kúm prestsins í steina á
holti því, sem síðan heitir Kýrsteinaholt og er á milli
Gróustaða og Garpsdals, (sbr. Þjóðsögur Jóns Árnason-
ar). Það skal haft í huga er sögn þessi er lesin að Gróu-
staðir voru orðið byggt býli fyrir 1200 en prestar satu
ekki Garpsdal fyrr en eftir 1400. Og líklega hefur þetta
bara verið bóndi sem hefur sýnt Gróu ágengni sína.
Því varla má ætla guðsmanni slíkt.
Frá Gróustöðum lá fjallvegur yfir Heiðarbæjarheiði
norður að Heiðarbæ í Strandasýslu. Þessi heiði liggur
mjög hátt um og yfir 570 metrar yfir sjávarmál og
þótti slæm yfirferðar og var því vörðum eigi haldið við
á henni sem skildi. Munnmæli herma að á 17. öld eða
snemma á 18. öld, hafi orðið úti í stórhríðarbyl á þess-
um fjallvegi, 18 vermenn norðan úr Strandasýslu á leið
sinni út undir jökul til sjóróðra. Eru sögð kennd við
þessa menn mörg örncfni bæði sunnan og norðan heið-
ar. Einn þessara manna á að hafa komist alla leið að
Gróustöðum og kvatt þar dyra. Þegar komið var til
dyra. Þá var spurt hvort maður væri úti? Svaraði hann
og sagði. Maður er ég. — En svo ráðalaus var hann, að
hann ráfaði frá dyrunum aftur. Og hvarf út í hríðar-
sortann. Er talið að hann hafi gengið fram á ís á Gils-
firði og drukknað þar. Engin skráð samtíma heimild er
til um þennan atburð og eru því munnmælin ein, sem
hægt er að styðjast við. Og enginn skyldi rengja þau
að ástæðulausu. Því stundum eru þau traustari en skráð-
ar bækur. Þeirra mórall eru örnefnin. Og ömefnin eru
beztu lyklar sem til eru að vegum genginna kynslóða.
Þó að sumir nútíma vísindamenn vilji ekki viðurkenna
það.
í upphafi þessa þáttar um Gróustaði er getið um
Gróu þá sem sögð er hafa búið fyrst á Gróustöðum.
Ekki er vitað um ábúendur á Gróustöðum næstu ald-
irnar allt fram yfir 1700 og lengur. Um og eftir 1760
bjó á Gróustöðum maður er Jón hét og var Jónsson.
Hann var lögsagnari og var í talsverðum metum. Um
þær mundir var sýslumaður í ísafjarðarsýslu Erlendur
Ólafsson á Hóli í Bolungavík. Honum varð það á, að
hann sló smaladreng sinn, Sigurð Guðmundsson, svo
fast að það högg dró hann til bana. Var höfðað mál
gegn Erlendi út af þessu og fleiru. Var Jón á Gróustöð-
um settur dómari í þessu máli og til að gegna sýslunni
á meðan. Jón dæmdi Erlend frá embætti og Ólaf son
hans einnig óhæfan til embættisverka. Sá dómur var
bæði fyrir lögþingsrétti og yfirrétti dæmdur marklaus.
(Því eigi þótti sannað að sýslumaður hefði ætlað af
ásettu ráði, að ráða piltinn af dögum). Jafnframt var
Jón á Gróustöðum talinn óhæfur til dómarastarfa. Og
mun hans hróður hafa töluvert minnkað við þennan
málarekstur. Jón Jónsson lögsagnari á Gróustöðum
lézt 13. febrúar 1788. Og kunnum vér eigi meir frá
honum að segja.
Seint á 18. öld bjó á Gróustöðum maður sá er Björn
hét Jónsson, kallaður Björn styngur. Það nafn var
þannig til komið, að þegar Björn þessi var unglings-
piltur, þá var hann á vist á þeim bæ er Kötluholt heitir
suður á Snæfellsnesi. Þar skeði sá atburður haustið
1757, að maður brauzt þar inn í heygarð að kvöldlagi
og réði bana tveimur manneskjum með hnífi. Björn var
staddur í fjósi á meðan þessir atburðir gerðust í hey-
garðinum. Komst morðinginn fljótlega á snoðir um
hann og ætlaði að gera honum sömu skil, en Björn
slapp undan honum nauðuglega eftir að hafa hlotið
marga áverka, sem hann bar merki um alla ævi. Björn
var talinn búþegn góður og kjarkmaður mikill, sem
hvorki hræddist drauga né afturgöngur, vísaði þeim
óðar aftur til sinna heimkynna, ef þær leituðu á hann.
(Sbr. Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar).
Jörðin Gróustaðir voru að fornu mati 24 hundruð að
Framhald á bls. 98.
Hetma er bezt 91