Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 22
J~íreinn tónn eða falskur? Nú kannast hver einasti maður við hann Björn og hana ömmu í Brekkukoti. Lífsviðhorf þeirra voru hvorki flókin né framandleg. Sjálfsagt var að standa á eigin fótum meðan nokkra grásleppu var að finna í Skerja- firði eða grös uxu í Brekkukotstúni. í þeirra húsi gilti sú regla, að meðan til var hjartarúm var og til húspláss. Þó gættu þau þess vel, hún amma og hann Björn, að umfaðma engan svo fast, að hann kafnaði af vinsemd- inni, heldur fékk hver og einn að halda sínum sérkenn- um, göllum og kostum. Og þegar það kærasta, sem stóð undir þeirra handleiðslu, hann Álfgrímur litli, þurfti á hjálp að halda til að komast til mennta, komst ekkert annað að en að þau sjálf stæðu undir menntuninni, og ekki var hikað við að draga við sig og selja kotið og nota peningana, sem fyrir það fékkst, til þeirra hluta. Höfðu þau þó ekki úr miklu að spila. Þó gátu þau smokrað sér undan þessu, því Gúðmúns- ensbúð hafði boðizt til að leggja peningana fram. Sá böggull gat þó fylgt skammrifi, að við það fengi Álf- grímur htli andht Gúðmúnsens-auðsins, eins og hinn vansæh heimsborgari Garðar Hólm, — en ekki andlit allra grímanna hennar ömmu, sem hjarta hennar stóðu næst: „Ég fékk því einu sinni ráðið að grímsnafnið var skeytt við nafnið þitt. Það kynni að vera að mér hafi bæði þá og stundum síðar verið í huga að einhver sem héti Grímur mætti vel nefna nafnið mitt ef honum lægi á — fremur en nafnið þeirra í Gúðmúnsensbúð.“ Blaðið með rausnarlegu boði Gúðmúnsens skyldi ekki borið á eld, heldur skyldi hann einungis látinn vita, að til var annað fólk, sem ýmislegt gæti gert, þegar mikið lægi við, og hikaði ekld við að leggja svolítið að sér. „Þú ættir ekki að láta það í eldinn, sagði hún; það væri ekki kurteislegt. Þú skalt heldur fá þeim það aftur í Búðinni og segja að þú þurfir ekki á því að halda. Hann afi þinn vill að þú lærir fyrir sitt fé það sem þú lærir.“ Þetta er gamalkunnugt lífsviðhorf heiðarlegs fólks með ríka sjálfsbjargarviðleitni. í þessu felst m. a. þessi svonefnda reisn mannsins, sem við tölum svo mikið um. Þetta heiðarlega lífsviðhorf Björns og ömmu í Brekkukoti kemur í hugann þegar rætt er um ógnar- atburðina vegna eldsumbrotanna í Heimaey. $ Þrátt fyrir alla nútímalega gamhjálp, hlýtur sú regla enn að gilda, að hver maður beri ábyrgð á sjálfum sér, og hann geri sjálfur það, sem hann telur sér fyrir beztu. En það sem á við einstaklinga, hlýtur og að eiga við þjóðir, því þjóðir eru samsettar af einstaklingum. Fyrir nokkrum árum sat ég á tali við góðkunningja minn. Við ræddum ýmis málefni, m. a. kom inn í um- ræðuefnið fórnarvilji ýmissa þjóða til varðveizlu frelsis og sjálfstæðis. Næstir stóðu frændur okkar á Norður- löndum, Finnar, Norðmenn og Danir, sem alhr hafa sýnt mikinn fórnarvilja á úrslitastundum sögu sinnar. Þá var það, að kunninginn mælti þau orð, sem ollu mér umhugsunar, — og því meir, sem tímar hafa hðið og mest í dag: „Skyldum við íslendingar nokkurntíma hafa vilja til að færa eitthvað svipað fyrir okkar sjálfstæði, þótt ekki væri nema að draga bara eitthvað við okkur, ef á þyrfti að halda?“ Kunninginn átti ekki við fórnarvilja með vopn í hönd eins og umræddir frændur, heldur annars konar fórnarvilja, sem nauðsynlegur getur verið efhngu sjálf- stæðis og reisnar. Við skulum alveg gera okkur ljóst, að við búum á mörkum þess, að hægt sé að lifa mann- sæmandi lífi. Landið kennir sig við ís, í iðrum þess er eldur og storð getur skolfið. Því fylgir viss áhætta að vilja búa hér, og á undanförnum dögum hefur okkur verið stillt upp andspænis þeirri spurningu, hvort við vildum vera þeir menn að taka þessari áhættu. Hingað til höfum við ekki hugsað mikið um þessa hlið lífsbaráttunnar. Við höfum búið við mikið ver- aldarlán um langan tíma. í hjarta okkar höfum við glaðzt yfir þessari velgengni og hugsað sem svo, að fátt gæti hent okkur. Okkar hlutskipti væri því að lifa sem lengst og bezt á kostum landsins, — og njóta þeirra í ríkum mæli. Fregnir um óhamingju annarra hafa verið okkur fjarlægar, þótt stundum sýndum við samúð með peningum. Áhyggjulaust, og ef til vill án þess að leggja nokkra sérstaka merkingu í það, hífum við þjóðfánann að húni hvern 17. júní, mætum prúðbúin í skrúðgöngu syngjandi Ég vil elska mitt land og hlustum á ræðu- mann á hæstu nótum ættjarðarástar. Á bak við þetta var að sjálfsögðu góð meining en enginn vandi, á meðan hægt var að baðazt skini sólar. Það er fyrst, þegar á bjátar, að við erum krafin svars um, hvort við raun- verulega meinum eitthvað með þessu sjálfstæðistali. Og þess svars er ekki krafizt af utanaðkomandi öflum, sem vilja ræna okktu: sjálfstæðinu, heldur af landinu sjálfu. Á blækyrri skammdegisnóttu stillir landið þessari spurningu upp, þegar eldur úr iðrum jarðar brýzt út í námunda mannabyggðar og ógnar blómlegustu útgerð- Q0G3 HBO T T7" T RITSTJÓRI EIRÍKUR EIRÍKSSON 94 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.