Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 15
THEODOR GUNNLAUGSSON FRA BJARMALANDI: Labbaé á milli Iandsborna Fimmtán aaga ferðalag (FRAMHALD) Og nú komu þær fleiri, minningarnar. Eklá hver á eftir annarri, heldur ruddust þær áfram með handapati og olnbogaskotum. Og allir gerðust þeir atburðir þarna — í Reykjavík, sem nú var horfin sjónum mínum, að- eins hyllingar og ský, sem benti á staðinn þar sem veru- leikinn eitt sinn lék við hvern sinn fingur. Stundum horfði hann þó í spurn og með tárin í augunum niður í djúpið, eftir því sem þar hafði sokkið, eins og barnið, sem brotið hefur eftirlætisgulhn. Einn sunnudag á góunni, seinnipart dags, í suðaustan roki, var ég á gangi ásamt öðrum manni upp Austur- stræti. Ferðinni var heitið suður að Tjörn. Við hlið mína gekk skólabróðir minn, Jens Hólmgeirsson frá Þórustöðum í Önundarfirði. Annar skólabróðir minn var þaðan einnig. Hann heitir Júlíus Rósinkransson. Þetta voru fyrstu Vestfirðingarnir, sem ég kynntist um dagana. Ég dróst óafvitandi og ótrúlega fljótt að þeim. Þeir voru báðir elskulegir í viðmóti, gamansamir og gáfaðir, og allt sem þeir sögðu mér eða ákváðu, stóð eins og stafur á bók. Mér flaug í hug að traustleiki þeirra væri runninn undan rifjum vestfirzku fjallanna, sem ég vissi að voru óbifanleg og geysihá. Án efa urðu þessi fyrstu kynni mín af Vestfirðingum til þess að ég veitti þeim fremur eftirtekt og mat þá að verðleikum síðar á ævinni. Þegar við Jens erum að nálgast Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar, hægðum við á okkur því þá rak á einn bylinn, en þar var gott skjól. Við vissum að suður Lækjargötuna yrði það nógu strembið, því venjulega gengum við hratt, enda báðir kappsfullir. Vitum við þá ekki fyrr til en fyrir hornið á Éymundsens-bókabúð, undan veðrinu, kemur kvenmaður á fleygiferð beint í fangið á okltur. Við gengum samsíða og hölluðumst hvor að öðrum. En hvort sem það var nú óttinn við árekstur, því báðir skynjuðu á broti úr sekúndu, að þarna væri ung stúlka á ferð, eða það var af meðfæddri lotningu fyrir þessu kyninu, þá vikum við til hliðar, eldsnöggt hvor frá öðrum svo blessuð stúlkan hefði þó hér um bil fría gangstéttina. Að líkindum hafði hún skynjað þessa skelkuðu piparsveina fyrr en við hana, því hún snöggstanzar rétt við nefið á okkur og — brosir. Þá þekkjum við hana, grípum til hattanna og ég man fyrir víst að ég lét þá fjúka mitt ljúfasta bros á móti. Svo hrifnir vorum við sumir strákarnir af henni. Við bárum heldur ekkert á móti því. Um Jens var öðru máli að gegna. Ég hafði hugboð um að hann hefði þá — fyrir nokkru — fundið sína draumadís með holdi og blóði heima í sveitinni sinni kæru. Og svo mikið þekkti ég hann, að þá vissi ég einnig að þrátt fyrir það að stúlk- urnar í Reykjavík beittu allri sinni tækni eins og þeim er lagið til að góma hann, þá bitu þar engin járn. Oðru máli var að gegna með mig. Og þó var það ekki brosið, sem þarna setti mig úr jafnvægi, heldur glampar augn- anna. Ég hafði ofurlítið kynnzt þeim áður og efaðist ekkert um að þeir g æ t u haft sömu áhrif og logandi eldspýta, sem rekin er niður í fleytifulla púðurdós. En nú tókst svo illa til að stúlkan var þotin sína leið áður en ég áttaði mig. Þó sárnaði mér mest, að hún smaug á milli okkar svo fimlega, að aðeins kápulafið snerti mig. Þannig stóð ég með hattinn á lofti og horfði á eftir henni. Það var ekki vonlaust að hún liti við. En því var ekki að heilsa. Hún hélt áfram, sviflétt og frjálsleg eins og hind á stökki vestur Austurstræti, enda hafði hún blásandi byr. Og ég skammaðist mín víst áreiðanlega, þegar mér varð litið á Jens, þar sem hann horfði á mig brosandi og með hattinn á sínum stað. Þetta var hvorki meira né minna en eina stúlkan, sem kenndi okkur strákunum. Hún hét Ólöf Jónsdóttir, gáf- uð og glæsileg, var stúdent og síðar stundaði hún nám í Kaupmannahafnarháskóla. Og þó var hún ekki nema rúmlega tvítug. Hún kenndi okkur vélritun og varð því oft að halla sér yfir okkur til að sýna hvernig við ættum að nota putana. Og ég dáðist að þeirri leikni, því mínir voru — því miður — allt of svifaseinir, miðað við hennar. Ástæðan fyrir því að ég rifja svo nákvæmlega upp þetta smáatvik, er sú, að það varð til þess að við Jens námum þarna staðar í blessuðu skjólinu og fórum að spjalla um kvenfólk. Það höfðum við þó borið við áður í góðu næði. Og nú fannst mér ég vera óvenju upp- Heima er bezt 87

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.