Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 33
smíðin á sýningunni. Þjóðminjasafnið á stólinn. Stefán
gaf safninu hann.
Iðnsýningin stóð yfir í tvo mánuði og var einn veiga-
mesti þátturinn í hátíðahöldunum á aldarafmæli Jóns
Sigurðssonar.
Heimilisiðnaðarsjningin í Reykjavík 1921
Heimilisiðnaðarfélag íslands sá um þessa sýningu, for-
maður Matthías Þórðarson fomminjavörður.
Það var mikið umstang í Reykjavík fyrir 50 árum,
ekki síst vegna þess að von var á konungshjónunum til
landsins.
Samgöngur voru erfiðar, tíðarfar stirt, Austurland
í sóttkví, og erfitt að koma stærri munum til sýningar.
Þannig reyndist það með muni frá Norðurlandi, sem
vora fyrirferðarmiklir. Samband norðlenzkra kvenna
hafði þessi árin staðið fyrir mörgum sýningum á fund-
um sínum, og þetta vor á Hvammstanga. Var þar sýn-
ing, og margir góðir gripir til sýnis, en ferð fékkst ekki
fyrir þá sem þungir voru.
Sýningunni 1921 var vel tekið, flest kvennasambönd
landsins höfðu árlega sýningar á aðalfundum sínum,
svo þau höfðu nokkra æfingu í sýningarhaldi.
Okkur Norðlingum var falið að hafa eftirlit og upp-
setningu á sýningunni 1921. Það dæmdist á mig að fara
suður eftir fundinn á Hvammstanga og taka til við
starfið. Með mér við sýninguna, eftirlit og umönnun,
var Fríða Proppe Reykjavík, handavinnukona mikil og
ágætismanneskja.
Matthías okkar Þjóðminjavörður hafði útvegað okk-
ur nokkra karla til samstarfs, sem betra var að hafa en
án að vera. Þar má fyrstan frægan telja Gunnar Hin-
riksson, snilldarvefara af Austurlandi, sem þá hafði ver-
ið um hríð í Reykjavík og stundað iðn sína. Þá var
þarna annar mikill og merltilegur vefari. sem starfaði
um tíma á sýningunni, það var Guðmundur Kristins-
son frá Höllustöðum í Blöndudal í Húnavatnssýslu,
með hraðskyttuvefstól sinn, hið fegursta smíði og vinn-
an öll'prýðileg. Varð mönnum starsýnt á vinnubrögð-
in, þau voru sjaldséð.
Þá var og þarna kominn Bárður Sigurðsson úr Mý-
vatnssveit með spunavél sína, sýndi vinnubrögðin, og
veitti mönnum tilsögn í spunanum. Varð mönnum
mjög starsýnt á þessa karla alla og vinnu þeirra.
Lakast var að húsrýmið var takmarkað, aðeins 6 her-
bergi í gamla Iðnaðarmannaskólanum í Lækjargötu.
Sýningin var vel sótt og naut margra góðra gripa.
Kvennaskóli Reykjavíkur tók þátt í sýningunni, og líka
kom sending frá handavinnunámskeiði á Akureyri, sem
þar var starfandi mörg ár.
Eins og getið var um hér að framan komu Konungs-
hjónin til Reykjavíkur 1921. Þóttu það mikil tíðindi.
Það hafði líka sína þýðingu, bæði fyrir iðnað og heim-
ilisiðnað. Konur í landinu efndu til samskota í því
skyni að gefa Drottningunni skautbúning. Söfnuðust
um 30 þúsund krónur. Búningurinn var að sjálfsögðu
vandaður sem bezt mátti verða: Gull og silki. Beltið úr
gulli, talið 10 þúsund króna virði. Samfellan með sól-
eyjaruppdrætti. Talið var, að bannað væri að aðrir not-
uðu þá uppdráttinn, sem var á drottningarbúningnum.
Konungshjónunum var haldin veisla mikil í Iðnó,
klæddist drottningin þá að sjálfsögðu búningnum, en
fjöldamargar íslenzkar konur skautuðu líka við það
tækifæri. Enda er haft eftir Friðrik krónprins: ,.Að sér
sýndist hér margt drottninga“.
Við Fríða Proppe urðum að láta okkur lynda að horfa
eftir skautbúnu konunum í veizluna í Iðnó, við vorum
bundnar við sýninguna.
Það síðasta sem um búning þennan er að segja er
það, að drottningin gaf hann Listasafni Kaupmanna-
hafnar. Var hann þar til sýnis öllum almenningi (í Ros-
enborgarhöll að mig minnir). Ég sá hann árið 1961 í
síðustu utanferð minni. Búningurinn var í glerskáp ein-
um miklum, sem var þannig gerður, að sjá mátti bún-
inginn frá öllum hliðum. Naut hann sín þar ágætlega.
Landssýningin 1930.
Allir góðir íslendingar munu hafa glaðst yfir því, að
hægt var að hafa almenna sýningu á nokkrum íslenzk-
um vinnubrögðum á þessu merkisári.
Heimilisiðnaðarfélag íslands tók sér fyrir hendur að
gangast fyrir Landssýningu á íslenzkum heimilisiðnaði.
Það þurfti talsvert áræði fyrir fátækt félag að halda
þessa sýningu, þar eð ekki var loforð fyrir neinum styrk
af ríkisfé til að standast kostnaðinn. En um land allt
var hafinn talsverður undirbúningur fyrir þetta mál.
Bæði félög, sérstaklega kven -og ungmennafélög, og
margir einstaklingar höfðu árum saman búið sig undir
og gert ráð fyrir sýningu 1930, svo það hefði orðið
mikil vonbrigði öllum almenningi, ef ekki hefði orðið
af sýningarhaldi. Á hinn bóginn mælti líka margt með
því að nota þetta einstaka tækifæri til að draga fram í
dagsljósið sýnishorn af íslenzkum heimilisiðnaði.
Heimilisiðnaðarfélag íslands samþykkti 1929 að gang-
ast fyrir sýningu og kaus 6 manna nefnd til að hrinda
máhnu áfram.
Það lá þó við að allt strandaði á húsleysi, en úr því
rættist þó á síðustu stundu, því um nýár 1930 tilkynnti
Ríkisstjórnin, að hún lánaði Menntaskólann og Leik-
fimishúsið til sýningarhalds. Sýningin var haldin í 10
herbergjum Menntaskólans. og var skipt eftir sýslum
(Reykjavík hafði sérdeild), og var opin frá 20. júní
til 20. júlí. Sýningarmunirnir voru um 2600, og lét það
nokkuð nærri því, sem gert hafði verið ráð fyrir við
undirbúninginn, nfl. 12 munir úr hrepp, og 250 úr
Reykjavík, en í landinu munu vera nær 200 hreppar.
Sýninguna sóttu nær 10.000 manns, eða hérumbil 300
á dag til jafnaðar. Sýningin hafði gott orð á sér hjá al-
menningi, og Hátíðanefndin var forgöngumönnunum
þakklát fyrir að hafa efnt til sýningar. Á sýningunni
og söludeild hennar seldist fyrir nær 10 þúsund krónur.
Þótt sýningarmunimir væru búnir að ganga gegnum
fleiri en einn hreinsunareld heima í héruðum og bæjum,
Heima er bezt 105