Heima er bezt - 01.05.1982, Page 15
/Strjúgsskarði. Girt utan um keldu. Auðunn Bragi og Ólafur sonur hans á gangi í átt að keldunni.
myndinni er Sveinn Hannesson frá Elivogum, sá sem um er ort.
Á litlu innfelldu
Brotnar rústir bæja hér
birtu örlög nöpur.
Ef ei byggist aftur hér
eru forlög döpur.
Hérna forðum byggðu bú
börn í lágum garði.
Eru gullin góðu nú,
grafin undir barði.
III.
Eitt sinn bjó hér afi minn,
— við Elivoga kenndur.
Kersknis fyrir kveðskap sinn
karl sér veitti féndur.
Karl á vísum kunni lag,
— kaunin rétt á hæfði.
Fólans jafnan fyrtinn brag
fæðingu í kæfði.
Lipran gat og lagað óð
um landið, kvenþjóðina.
Svo og kveða kunni ljóð
karl um fegurðina.
Kætast náði, karlanginn,
kneifði guðaveigar.
Opnaði þá anda sinn;
urðu vísur fleygar.
Hart mót neyð oft háði stríð
hér í eyðidalnum.
þegar válynd vetrarhríð
var í fjallasalnum.
Virtist þá sem vonin blíð
væri björgin eina,
þegar koldimm kafaldshríð
krafta vildi reyna.
Vor og sumar varma gaf
veiku sálartetri,
er í djúpum dvala svaf
á dimmum, löngum vetri.
Ungur drengur undi sér
úti í sólskininu.
Ljósið fyrsta lífsins hér
leit í Vatnsskarðinu.
Bernsku hans þar brotnar enn,
bæjar- sjást nú -rústir.
Hrundar, gleymdar, horfnar senn,
hálfuppgrónar þústir.
IV.
Okkar tekur ævivor
enda fyrr en skyldi.
— Hérna fyrstu hóf ’ann spor,
— hérna deyja vildi.
Haldið langa hef ég slóð
hér um eyðidalinn
eftir grýttri götuslóð
gegnum fjallasalinn.
Fyrr en varði fann ég mig
friðsælu á kveldi.
Klökkum hug ég kvaddi þig
kvöldsólar í eldi.
Heima er bezl 159