Heima er bezt - 01.05.1982, Side 24
rw- • v.. . .
Ég ætla að gefa þér litla gullexi, sagði kerlingin við strákinn, en þú verður sjálfur að ná í hana ípokann.
SMJOR E
BOLLA
Finnsk þjóðsaga við hœfi
barna og fullorðinna
inu sinni voru hjón og áttu þau lítinn son, sem var
svo feitur og pattaralegur að þau kölluðu hann
Smjörbollu. Hund áttu þau einnig sem nefndur var
Gulltönn. Þau áttu heima í Svartaskógi.
Dag einn, þegar mamma og Smjörbolla voru alein heima
í kotinu, fór hundurinn að gelta.
— Farðu út og athugaðu hvers vegna Gulltönn er að
gelta, sagði mamma við Smjörbollu. Drengur fór út í hvelli
og á enn meiri hraða inn aftur.
— Mamma, mamma, hrópaði hann hræddur, það
kemur gömul kerling með hausinn undir hendinni og poka
á bakinu!
— Undir borðið með þig og feldu þig þar, sagði
168 Heimaerbezl