Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 2
Skoðanakannanir eru eitt af sérkenn- um og fyrirbærum nútímans. Ekki eru ýkjamörg ár síðan þær hófu innreið sína hér á landi, en erlendis munu þær vera allmiklu eldri. Hér verða þær ekki að nokkru marki fyrr en eftir að tölvuöld gekk í garð, en nú síðustu missirin, má kalla, að þær tröllríði þjóðinni í sífellu, jafnvel stundum vikulega. Mest er að vísu kannað og spurt um fylgi flokka eða viðhorf manna til einstakra mála eða stjórn- málamanna, einstök lagafrumvörp eða opinberar ráðstafanir. Síðan hrundið var einveldi Ríkisútvarpsins, og útvarpsstöðvaplágan tók að hrjá og herja á þjóðina, hafa skoðanakannanir á vinsældum þessara tryllitækja nú- tímamenningarinnar, orðið býsna tið- ar. Hér er ekki ætlanin, að ræða skoð- anakannanir almennt, enda þótt margt mætti um þær segja. Þær eru vafalaust misjafnlega traustar, en þótt varla sé unnt að taka úrslit þeirra allt- of bókstaflega, gefa þær alltaf nokkra vísbendingu um hvernig straumarnir liggja í þjóðfélaginu. Og eitt er vist, þær eru þegar orðnar áhrifavaldur í samfélagi voru, geta átt verulegan hlut að því að móta almenningsálit um menn og málefni, enda óspart notaðar í áróðursskyni. Það fer svo fjarri því, að þær séu nokkur gamanleikur, að það er í raun réttri nokkur ábyrgðarhluti að tjá sig í skoðanakönnun, og ætti raunar engin að gera slíkt nema að vel athuguðu máli, og i trausti öruggrar vissu og sannfæringar um það, sem spurt er eftir. Og skyldi ekki einmitt þar vera orsökin til þess, hve margir ýmist neita að svara eða taka enga af- stöðu. En nóg um það. Tilefni þessarar greinar er, að fyrir nokkru var þess getið, er rætt var um úrtak í skoðanakönnun nokkurri, að þar hefði visvitandi verið gengið fram hjá 67 ára gömlu fólki og eldra. Eða með öðrum orðum öllum elli- og eftir- Virðingarleysi eða ... Iaunaþegum landsins, og er þó um að ræða nálægt einum tiunda hluta þjóðarinnar. Og það þess hluta þjóð- félagsþegnanna, sem safnað hefir mestri lífsreynslu á langri æfi og feng- ist við þau störf, sem krafist er af sam- félaginu áratugum saman. Ekki var þess getið, hver ástæða var til þess að gengið var framhjá gamla fólkinu i skoðanakönnuninni, og skal ég ekki geta mér neins til um það. En hinu fæ ég ekki varist, að þykja sem gamla fólkinu sé í þessu, þótt lítið sé, sýnd meiri lítilsvirðing en ætla mætti að ætti sér stað i lýðræðisþjóðfélagi. Mikil umræða er sífellt um það, að eitthvað þurfi að gera fyrir gamla fólkið, og þá er ekki sparað að minna á, að það hafi borið hita og þunga dags- ins um langa æfi og lagt grunninn að því velferðarþjóðfélagi, sem vér stát- um af, að mörgu leyti með réttu, þó að sitt hvað vanti á, og þá ekki síst, hvernig búið er um öldrunarmál og ekki síst þess hluta ellilaunafólksins, sem minnst má sín sakir fátæktar eða jafnvel óframfærni að ota fram sínum tota. Það fólk, hefir fæst lært að mynda þrýstihópa, til að knýja fram kröfur, misjafnlega sanngjarnar. Þegar þessa er gætt vekur það óneitanlega furðu, að sneitt skyldi hjá þessum hópi við skoðanakönnun meðal landsmanna, og raunar enginn skuli segja neitt. Setjum nú svo, að einhver hefði gert tillögu, um að ein- hverjar prósentur skyldu dregnar frá ellilaunum landsmanna. Ég efast ekki um, að réttlætiskennd alls þorra landsmanna hefði knúið fram harðorð mótmæli. Enda trúi ég því vart, að nokkur sé sá til meðal þjóðar vorrar, sem léti sér í alvöru til hugar koma að skerða ellilaun, því að fáum þjóðfé- lagsþegnum mun naumar skammtað úr sameiginlegu búi en ellilaunþegum. En lífið er fleira en laun, peningar og prósentur. Mörg eru þau verðmæti, sem ekki verða tölum talin né á vog vegin. Það er alkunna, að mörgu fólki, sem hlýtur að láta af störfum sakir aldursmarka fellur ekki tekjumissirinn sárast, heldur aðgerðaleysið og það að vera sett til hliðar. Ekki sjást þess óvíða dæmi í sögum sönnum og sömdum að eitt hið ömurlegasta í lífi gamalmenna er að vera sett hjá og sniðgengið í smáum hlutum og stórum. En hverfum aftur að skoðanakönn- un þeirri, sem getið var fyrr, þar sem 10. hluti þjóðarinnar var settur hjá og ekki virtur spurninga. Ég býst við, að þeim, er úrtakinu réðu, hafi fundist að um væri að ræða mál, sem þessum hópi þjóðarinnar kæmi ekkert við. En mér er spurn, er nokkurt það mál rætt hér á opinberum vettvangi þess eðlis, að það snerti ekki hvern þjóðfélags- þegn á einhvern hátt, og honum ætti að vera leyft að láta í Ijós skoðun sína, ef hann vill og getur. Tveir eru þeir málaflokkar, sem mest ber á í skoðanakönnunum: al- menn landsmál og ljósvakafjölmiðlar. Langflestir þeirra, sem orðnir eru 67 ára hafa á starfsæfi sinni haft skoðanir á landsmálum og margir verið virkir í stjórnmálaflokkum, og athafnir þings og stjórnar snerta það fólk ekki síður en þá yngri. Ekki verður annað séð en þeir öldruðu beri sína skattbyrði til jafns við aðra, og síst mun verðbólgan koma þeim minna við, svo að eitthvað sé nefnt. Engum mundi til hugar koma að svifta þetta fólk kosningar- rétti, og ekki gleyma kosningasmal- arnir þeim á kjördögum, sem betur fer. En hvað eru skoðanakannanir annað en einskonar kosningar, og þótt þær ráði engum úrslitum eru þær áhrifa valdar, sem fyrr var sagt, og því al- rangt að sneiða hjá nokkrum hluta þjóðarinnar í skoðanakönnun, ekki síður en ef um almenna kosningu væri að ræða. Hinn málaflokkurinn, sem mjög ber 110 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.