Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 32
henni dýrmætar stundir að minnast. Hún hafði líka kynnst ástinni og það var reynsla sem hún hefði ekki viljað missa af fyrir nokkurn mun. I fyrstu hafði hún óskað þess að þau Hlynur hefðu aldrei kynnst, en núna var hún þakklát fyrir þau kynni. Þrátt fyrir allt, hafði hann verið góður og til- litssamur við hana. Hún ætlaði því að gleyma öllu, nema því að hún gaf honum ást sína og átti margar unaðsstundir með honum. Rut gladdist vegna Lilju. Hún var sannfærð um að hún og Svanur ættu eftir að rugla saman reitum. Lilja hafði oft sagt að hún væri ástfangin og hún hafði séð Svan horfa með aðdáun á Lilju. Hann kom stundum í heimsókn til þeirra stalla, og þær litu af og til inn til hans. En oftar fór þó Lilja ein. Rut reyndi að leyfa þeim að vera sem mest einum, og gerði sér upp erindi til Erlu þegar Svanur kom í heimsókn. Lilja spurði hana hvort henni líkaði illa við Svan og neitaði Rut því. Þá vildi hún vita af hverju Rut færi alltaf upp til Erlu, þegar hann kæmi í heimsókn til þeirra. Rut hló og sagðist gera það af tillitssemi við þau skötuhjúin. Þá hafði Lilja eldroðnað og faðmað hana að sér. Og þannig liðu næstu vikur. Lilja skipti um starf og vann nú í matvöruverslun á daginn. Hún vildi eiga kvöldin og helgarnar fríar. Hún var búin að fá nóg af kvöld- og helgarvöktum á sjúkrahúsinu. Svanur bauð henni stundum út að borða, og það fannst Lilju vera mestu ánægjustundirnar sem hún átti. Eitt skyggði þó á ánægju hennar. Svanur minntist aldrei á ást og hjónaband og reyndi ekki á nokkurn hátt að vekja hjá henni vonir. Lilja huggaði sig við það að hann vildi ekki flana að neinu. Hann vildi kynnast henni betur, og hún ætlaði ekki að valda honum vonbrigðum. Hann skyldi ekki fá að sjá eftir kynnum sínum af henni. Svanur bjóst heldur ekki við því. Hann varð sannfærðari með hverjum deginum sem leið, að Lilja væri bæði góð og heiðarleg stúlka. Hann var orðinn ástfanginn af henni, en vildi gefa henni tækifæri til að kynnast sér, áður en sam- band þeirra yrði nánara. Fljótlega ætlaði hann að bjóða henni á dansleik og þá kæmi í ljós hvort Lilja bæri sömu tilfinningar til hans og hann til hennar. Foreldrum hans líkaði afskaplega vel við Lilju og móðir hans var alveg sérstaklega hrifin af henni. Hún talaði oft um hana og sagði hve indæl stúlka hún væri og elskuleg á allan hátt. Hún kunni líka vel við Rut. Hún var bara miklu hlédrægari en Lilja og ekki eins glaðleg, en alltaf blíðleg og alúðleg við alla. Svanur var móður sinni sammála. Rut var nýkomin heim úr vinnunni, þegar Þröstur og Fjóla birtust. Þau voru kát og hress og virtust afskaplega hamingjusöm. Það var rétt að byrja að sjást á Fjólu að hún var ekki kona ein á ferð. Rut bauð þeim kaffi og þau þáðu það. Hún spurði frétta af foreldrum sínum, sem hún hefði ekki heimsótt síðan hún flutti. Þau höfðu heldur ekki komið til hennar. Þröstur sagði að allt væri við það sama hjá þeim. Síðan spurði hann hvort hún vildi koma með þeim á ball um kvöldið. Rut kvaðst ekki langa til að fara. „Hvernig hefur Lilja það?“ spurði Þröstur svo. „Hún hefur það gott,“ sagði Rut. „Hún er ástfangin upp fyrir haus.“ „Er það einhver sem við þekkjum?" spurði Fjóla. „Nei, það er sá sem á íbúðina hérna,“ sagði Rut og brosti. „Hann heitir Svanur og á reyndar íbúðina hérna við hliðina líka. Svo búa foreldrar hans í annarri íbúðinni á efri hæð- inni.“ „Ja hérna,“ sagði Þröstur glaðlega. „Aldrei hélt ég að í Lilja yrði ástfangin.“ „Þetta kemur fyrir besta fólk,“ sagði Rut. „Svanur er indælis maður. Og nokkuð ákveðinn. Svoleiðis maður hentar Lilju vel. Ég er að vona að ég lendi í tveimur brúð- kaupum á næstunni, í staðinn fyrir eitt.“ „Okkar verður í febrúar,“ sagði Fjóla. „Ég veit það,“ sagði Rut. „Lilja gæti gift sig um sama leyti þess vegna. Sumir hafa ekki þekkst lengi þegar þeir gifta sig.“ „Mér finnst það mesta vitleysa," sagði Fjóla. „Fólk ætti að hugsa sig betur um áður en það rýkur til og giftir sig. Það ætti að búa saman í ár til þess að kynnast vel, því það er ekkert sniðugt að standa í skilnaði, og allra síst ef börn eru komin í heiminn." „Ég er þessu sammála,“ sagði Rut. „En sumt fólk er þannig að það þarf ekki að hafa þekkst lengi áður en það ákveður að giftast sem fyrst.“ „Ja, nú er Þórður hissa,“ sagði Þröstur og horfði undrandi á systur sína. „Ég sem hélt að þú flanaðir ekki að neinu. Ertu að segja okkur að þú gætir gifst manni eftir stutt kynni.“ „Já, því ekki það? Ef ég fyndi að ég væri viss um hann, myndi ég gera það.“ „Það mætti halda að þú hefðir kynnst einhverjum manni, sem þú vildir giftast, og það á stundinni.“ Þröstur brosti stríðnislega. „Hvar felurðu hann?“ Nú var það Rut sem brosti. „Ég fel engan mann,“ sagði hún rólega. „Hins vegar get ég sagt ykkur að ég hef kynnst einum, sem ég gæti hugsað mér að giftast.“ Fjóla og Þröstur horfðu gapandi á hana. Þau voru svo bjánaleg á svipinn, að Rut gat ekki annað en hlegið. „Ertu að gera grín að okkur?“ spurði Þröstur þegar hann mátti mæla. „Nei,“ sagði Rut hlæjandi. „Ég segi ykkur þetta er eins satt og ég er hér.“ „Hvað hefur þú þekkt hann lengi?“ spurði Fjóla for- vitnislega. „Ég kynntist honum fyrir fimm mánuðum,“ svaraði Rut. „Og ætlarðu að giftast honum strax?“ spurði Þröstur undrandi. „Nei, ég ætla ekki að giftast honum,“ sagði Rut rólega. „Hann er giftur.“ „Guð minn góður!“ hrökk út úr Þresti. „Ertu að segja okkur að þú sért ástfangin af giftum manni.“ „Ég vissi ekki að hann væri giftur,“ sagði Rut í varnar- skyni. „Vertu ekki svona hneykslaður á svipinn. Ég get gætt mín sjálf.“ „Varstu með honum,“ spurði Fjóla, „áður en þú vissir að hann væri giftur?“ 140 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.