Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 15
Jón Gísli Högnason Hefurðu komið í Kerlingarskarð? „Svanir fljúga hratt til heiða/huga minn til fjalla seiða./ ViII mér nokkur götu greiða?/ Glóir sól um höf og lönd. / Viltu ekki, löngun leiða/litla barnið þér við hönd“./ Það var löngu fyrr en svanir flugu til heiða að þrá aldraðs manns vaknaði til ferðar þeirrar er hér verður frá sagt. Þegar sá var fundinn sem vildi götu greiða og löngun til staðar að leiða manninn um ókunna vegu, var lagt á hest, kannski ekki þann yngsta, það yrði gert síðar. Síðan var lagt af stað með heiði vors og sumars í hjarta, svo aftur sé vitnað í ljóðlínur skáldsins frá Hvítadal. Það var 7unda ágúst 1987, að Valur Snorrason frá Vogsósum er á leið út Ölfus, sem leiðsögumaður og félagi þess er söguna segir. Fyrsti áfangi fyrirhugaðrar ferðar um Grindaskörð var ákveðið að yrði að Vogsósum í Selvogi. Á höfði blaktir ekki hár. Sól logar á sundum. Gullnum bjarma slær á hamraveggi Heiðarinnar. Hún rís hátt vestan byggðar með stör á engi er bærist fyrir blænum. Handan þess stekkur lax í strengjum árinnar sem er útvörður sveitarinnar. Hátt til himins leita mekkir afls og gufu úr iðrum jarðar. Heiður dagur, heitur og með öldum ljós- vakans berst seiður vors og sumars að eyrum. „Maður og hestur, þeir eru eitt —og saman teyga þeir loftsins laug lífdrykk af morgunsins gullnu skálum “. Brátt verður Selvogsheiði í sjónmáli. Þaðan er fagurt að líta yfir landnám Þóris haustmyrkurs af Kvennagöngu- hólum 200 m yfir sjó og í norðri Geitafell. Milli þess og heiðarinnar eru samfeld hraun vaxin mosa með gróður- reinum og gjám, sem allar hafa stefnu til sömu áttar. Götugjá til Eldborgarhrauns, Strandargjá til Geitafells og Hrossagjá vestan fellsins. Auk þeirra er þar fjöldi smærri gjáa. Skapa þær hættur fénaði og jafnvel mönnum. í fjar- lægð virðist hraunið í senn, tröllslegt og töfrum vafið af gliti lyngs og mosa. Litbrigði þess eru heillandi fögur undir sól Vogsósar að sjá. Vestan hraunflákans gnæfir Heiðin Há, allt til Blá- fjalla. Útvörður Selvogs í suðri er sólgullið haf, en Sel- vogsheiði í austri og af heiðinni sér yfir landnám Þóris. Þar má einnig víða sjá sérkennilegar bergmyndanir og eru sumar þeirra eflaust álfabyggðir. Þaðan er líka hinn ákjósanlegasti reiðvegur allt til Vogsósa. Skammt var eftir af leið þegar tvö af börnum Þórarins bónda á Vogsósum II, Kristín Anna og Friðrik komu á léttstígum fákum og fögnuðu gestum. Sjaldséðir eru svo fjörháir og fótfimir hestar eins og sá blesótti hans Friðriks. Á Vogsósum I býr Snorri, bróðir þeirra systkina. Hjá honum var gist eftir að hafa notið ríkulegra veitinga á bæjunum báðum. Áð morgni laugardags 8. var árla risið úr rekkju. Himinn heiður, sólfar og hiti. Þakkaðar eru höfðinglegar viðtökur og lagt upp klukkan rúmlega átta um morguninn. Sagt var að um tvær leiðir væri að velja. Annarsvegar um Selsstíg upp Hlíðarfjall, eða norðaustur um Hlíðarhraun, austan fjallsins og varð sú leið fyrir valinu. Þeim aldraða þótti Selsstígur ekki árennilegur, um einstigi upp yfir efstu brún fjallsins. Það töldu heimamenn enga þolanraun. Austur með Hlíðarfjalli gætir nokkurs uppblásturs sem annars er lítið um. Mun þar veðrasamt og hrjúft er fyrir fót á berangrinum. Það léttir þó leið að ekið hafði verið þar um með þungavinnuvél, einhverra erinda og undan þunga hennar hafði grjót jafnast og troðist. Austan Hlíðarhrauns sér til Svörtubjarga og á Hrafnabjörgum er varða, sögð hlaðin af séra Eiríki á Vogsósum. Ber varðan nafn Eiríks og sagt að þar hafi prestur þulið særingar gegn Hundtyrkjan- um, að hann næði ekki landgöngu í Selvogi, enda sneiddu Tyrkir þar hjá og komu þangað aldrei. Vestur af Svörtubjörgum er Strandardalur, er fyrrum var engjaland frá Strönd í Selvogi. Fjöll og hæðir bera ýms Hlíðarvatn og Hlíðarfjall. Þórir landnámsmaður á að hafa búið að Hlíð vestan vatnsins. Heimaerbezt 123

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.