Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 23
s Páll H. Arnason frá Geitaskarði Þankar um „Upprisu holdsins“ o.fl. - Svar til Björns frá Sveinsstöðum - Minn ágæti frændi Björn Egilsson skrifar eftirtektarverða grein um trúmál í „Heima er bezt“ febr. ’88. Af því að skoðun mín og tilfinning fyrir orðunum „upprisa holdsins" í trúarjátningunni, virðist vera í algerri mótsögn við mat hans á þeim, hripa ég þessar línur. Við fermingarundir- búning minn og kverlærdóm, sem ég var síður en svo mót- fallinn, vaknaði hjá mér gagnrýni á ýmislegt í kenningunni, sem hefur viðhaldist síðan og síst minnkað með árunum. í kverinu var marg tuggið „Vér eigum að óttast og elska Guð“. . . . Að óttast og elska sömu persónuna, var fyrsta þrepið sem ég hnaut um, og framlífið bara himnaríki, eða helvíti — nei takk. Og svo bættist fleira við. Að tilbiðja Biblíuna í heild sem „Guðs orð“, heilagan sannleika, var mér fjarstæða, nánast guðlast og það varð biblíuvirðing- unni mikið áfall, er ég eitthvert sinn bar saman Jólaguð- spjöllin og sá hve gjörólík þau voru, rétt eins og tveir ókunnugir menn hefðu skrifað þau, hver eftir sinni munn- mælasögunni. Annað segir m.a. að Jósef hafi, eftir draum- vitrun, flúið frá Betlehem með Maríu og barnið, til Egyptalands og verið þar framyfir dauða Heródesar kon- ungs. Hitt segir m.a.: „En er fullnaðir voru hreinsunar- dagar þeirra eftir lögum Móse, fóru þau með hann til Jerúsalem“ . .. þar sem Símeon og Anna koma við sögu. „Og er þau höfðu lokið öllu er lögmál Drottins bauð, snéru þau aftur til Galíleu, til borgar sinnar Nasaret“. Báðar frásagnirnar eru predikaðar sem heilagur sannleikur at- hugasemdalaust og finnst mér það óvandaður málflutn- ingur. Það er mjög viturlegt, sem Björn hefur eftir dr. theol. Magnúsi Jónssyni: „Allsherjar játning kirkjunnar ætti engin að vera önnur en bænin dýrðlega, sem Jesús gaf okkur, Faðir vor“. Orð Steingríms í kvæði hans Lífshvöt, geri ég hiklaust að minni trúarjátningu, þessi: „Guð í al- heimsgeimi, Guð í sjálfum þér“. Björn segir réttilega: „Sálin ris ekki upp, hún var, er og verður, en líkaminn er forgengilegur, eyðist, slitnar“ . . . en mér finnst ekki hægt að segja að hann endurnýist, eða rísi upp, þó að hann sem jarðvegsblanda verði ormafæða og næring jarðargróðri. Mín hlustun á messur og predikanir hefur bent til þess að þeir prestar er predika upprisu holdsins ákveðnast, séu mun þröngsýnni í kenningu sinni og bókstafsdýrkun, en hinir sem eru að reyna að sniðganga bókstafskreddurnar. Því ekki að segja bara eftir „fyrirgefning syndanna" í trú- arjátningunni — og eilífa sál. Voru það ekki þeir „skrift- lærðu“ á dögum Jesú — þeir sem fastast hlekkjuðu sig við bókstaf Lögmálsins, sem verst þoldu víðsýni hans, hógværð hans og umburðarlyndi, sem allt fólst í kærleika hans. Og hatur þeirra á honum vann að lokum það afrek að fá þjóð hans til þess að kalla yfir sig eitt voðalegasta Karma, eða Örlagadóm, þá hún hrópaði: „Komi blóð hans yfir oss og börn vor“, er hún krossfesti Kærleikann. Björn drepur á ýmislegt merkilegt, eins og það sem hann birtir eftir Matthíasi þjóðskáldi.Hann var langtum víðsýnni en hinn sjálfbirgingsfulli rétttrúnaður bauð. Hann hafði t.d. opnað augun fyrir ágæti spiritismans, sem bókstafs- dýrkendur hafa nánast fordæmt, vegna banns í Móse lög- um í sambandi við framliðna. Mér finnst nú nær að telja Jesúm einn af forustumönn- um spiritismans, því i Mark. 9. kap. er sagt frá því, að Jesús tók þrjá lærisveina með sér uppá hátt fjall, „og hann um- myndaðist að þeim ásjáandi; klæði hans urðu skínandi.. Og þeim birtist Elía ásamt Móse, og voru þeir á tali við Jesúm“. Spiritisminn hefur þrátt fyrir megna andstöðu margra, veitt dásamlegum andlegum menningarstraumum út í Kristindóminn, t.d. sálfarir, en reynsla þeirra sannar að sálin getur yfirgefið líkamann að takmörkuðu leyti, meðan hann er enn lífs og farið þá, eins og hugur manns um aðrar vitundarvíddir, svo sem heima framliðinna og fer þá í gegnum heilt efni, án mótstöðu, eins og Jesús eftir dauð- ann. Þetta sannar að lifandi verur í slíkri vídd geta hugsanlega búið í björgum eða hólum. Önnur stórmerkileg gáfa er hlutskyggnin, sem sannar það að Guð er tengiliður allrar sinnar sköpunar, því svokallaðir dauðir hlutir bera í veru sinni lifandi minningar, sem þeir hlutskyggnu geta komist í samband við. í gegnum fullkomlega ábyrgan spiritisma geta fortíð, nútíð og framtíð runnið saman í eitt út i ómælisvíðáttur eilífðarinnar. Oft er deilt á spiritismann fyrir þau mistök, sem breyskt fólk hefur valdið í nafni hans. Meðan maðurinn er jafn ófullkominn og raun ber vitni er ekkert alfullkomið sem frá honum kemur, en góð viðleitni er ekki minna virði fyrir það. Hver getur, í alvöru, kallað kirkjuna heilaga stofnun, þó allir vildu að hún væri það. Innan um allt það góða, segir saga hennar frá valdníðslu, ágirnd, auðsöfnun, ofdrykkju o.fl. miður góðu. Þegar eitt kirkjuþingið, á fjórðu öld eftir Krist, strikaði endurholdgunarkenninguna út af Ritningunni sýndu „hinir vísu feður kirkjunnar“ að þeir töldu sig hafa rétt til að breyta „Guðsorðinu“ eftir eigin höfði. Þeir vildu við- halda þröngsýni, kreddum og helvíti, af því ótti fólksins gaf kirkjunni vald. Kenningar hennar áttu að vera eina bjargarvon þess frá vítiseldinum. Þannig gat hún á lævísan Framhald á bls. 136. Heirna erbezt 131

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.