Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 34
Bókahillan
Steindór Steindórsson
frá Hlödum
Indriði G. Þorsteinsson:
ÞJÓÐHÁTÍÐIN
1974
Rvík 1987.
Menningarsjóður.
Atburðir ársins 1974, þegar Islendingar
héldu þjóðhátíð eru teknir að gleymast. Má
þó segja, að almenn þátttaka hafi verið í
hátíðahöldunum hvarvetna um landið, með
miklum viðbúnaði víðast hvar. Og álitleg
væri sú fylking manna af landinu öllu, sem
lagði þar hönd að verki á einhvem hátt.
Og ótaldir þeir fjármunir, sem til þessa há-
tíðahalds var varið. En svo mikið dynur yfir
oss af allskonar hátíðum á ári hverju, að
sjálf hátíð þjóðarinnar allrar fellur í
gleymsku fyrr en varir. Tilefni hátíðarinnar
var þó ekki minna en 1100 ára byggð
landsins, og þá ekki síst að minnast síð-
ustu aldarinnar eftir að vér fengum stjórn-
arskrá 1874. Aldarinnar með meiri breyt-
ingum og byltingum en gerst höfðu á 1000
ámm áður. Aldar, sem færði oss úr fornöld-
inni inn í nútíma heimsmenningu, flutti oss
frá dönsku einveldi til íslensks lýðveldis.
Nóg var til að minnast, og í raun er saga
þessarar síðustu aldar meiri en allra hinna,
sem á undan fóm. En hraði viðburðanna,
ofneysla hverskyns hátíðahalds, oft af litlu
tilefni og fyrir fordildar sakir, valda því, að
merkisatburðirnir gleymast eða hverfa í
hávaða og glaumi hins liðandi dags. Þjóð-
hátíðin 1974 markaði að vísu engin spor í
þjóðlífi vom. En í sjálfu sér er það ekki
ómerkur viðburður, að þjóðin öll sameinist
um að halda hátíð af einu og sama tilefn-
inu. Það var því vel til fundið af fram-
kvæmdarnefnd aðalhátíðarinnar, þeirrar
sem sá um framkvæmdir á sjálfum Þing-
völlum að gefa út rit um hátíðina, þar sem
hægt væri í handhægu formi að fá yfirlit
um það sem fram fór. Svo hafði einnig verið
gert um hinar fyrri þjóðhátíðir. Þúsund ára
hátíðina 1874, þótt það fyrst væri löngu
seinna, Alþingishátíðina 1930 og Lýðveld-
ishátíðina 1944. Raunar gegnir það furðu,
að meira en áratugur skyldi líða frá hátíða-
haldinu til útgáfu bókarinnar, en mörg ljón
hafa verið á veginum, rétt eins og að við
margt var að stríða áður en skriður komst
á um hátíðarhaldið sjálft, eins og frá segir
í bókinni. En bókin er komin, tvö gild bindi
með frásögnum og fjölda mynda, virðuleg
að útliti eins og vera ber, en án nokkurs
óþarfa íburðar. Höfundurinn Indriði G. Þor-
steinsson rithöfundur var framkvæmda-
stjóri hátíðahaldanna og þvi allra manna
kurmugastur forsögu hátíðarinnar og meg-
inatburðum. Svo að betur varð ekki á kosið
um mann til að ganga frá þessu verki. I
fyrra bindinu er lýst öllum aðdraganda há-
tíðarinnar og aðalhátíðinni á Þingvöllum, en
hátíðarslitin þar eru færð yfir í síðara
bindið, en þar eru síðan rakin hátíðahöld
í Reykjavík, ásamt eldburðinum frá Ingólfs-
höfða til Reykjavíkur. Síðan er lýst hátíðum
um land allt og farið sólarsinnis um landið.
Lýst er hátíðahöldum í hverju héraði.
Geymir bókin mikinn fróðleik um þessa at-
burði, og mun ekki síst hafa gildi í framtíð-
inni. Má ætla að t.d. þyki mönnum fróðlegt
að sjá eftir 100 ár, hvernig talað var, ort
og starfað að hátíðahaldi á þessum tíma-
mótum. Verður Þjóðhátíðarsagan þannig
menningarsöguleg heimild, og er þar mikill
kostur að höfundurinn stóð sjálfur í miðjum
eldi framkvæmdanna, og vissi öðrum
betur, hvað gerðis. Þjóðhátíðarsaga 1974
er mikil bók og merk, og verður ein þeirra
bóka þessa árs, sem geymist komandi
timum.
Jón Jónsson frá Fremstafelli:
VIÐKVÆM ER JÖRÐIN
Akureyri 1987.
Fremstafell.
Áttræður bóndi sendir hér frá sér ljóðabók
aðra í röðinni. Má það kalla vel að verið
á þessum aldri, og sýnir að mörgum endist
þrek fram á elliár, en Jóni hafa þó senni-
lega önnur áhöld verið meira í höndum en
penninn um dagana, en gott er að geta
skipt um, þegar árin færast yfir. Kvæði Jóns
eru ekki nýstárlegur skáldskapur. Hann
yrkir um náttúruna, daglega önn, minnist
löngu liðinna manna og kveður minning-
arljóð um samferðamenn sína. Hann hefir
meira orðaval en gengur og gerist og fer
vel með það og forðast smekkleysur.
Hættir er allbreytilegir, og ekki bregst hon-
um hagmælskan. Yfirleitt er notalegur blær
á kvæðakveri Jóns frá Fremstafelh, hann
hugsar margt og ef til vill má segja að
kvæðin séu kveðja liðinna tíma án þess á
þeim sé nokkur elliblær, þvi að höfundi er
sýnilegra tamara að hugsa um vor en
haust og vetur.
Sigurður Gunnarsson:
í ÖNNUM DAGSINS
Rvík 1987.
Skógar.
Sigurður Gunnarsson hefir ekki setið auð-
um höndum um dagana. Auk annasams
skólastarfs, kennslu og skólastjórnar, hefir
hann tekið mikinn og margvíslegan þátt í
félagsstörfum, ferðast víða og síðast en
ekki síst verið mikilvirkur rithöfundur. Bók
sú, er hann nú sendir frá sér, gefur dálítið
yfirlit um hugðarefni hans og starfsemi.
Þar hefir hann safnað í eitt ræðum og rit-
gerðum frá starfsferli sínum. Efninu er
skipt í flokka. Fyrsti og lengsti kaflinn eru
erindi og ávörp um ýmis efni, mikið þó úr
skólastarfi, sem vænta má. 2. kafli er um
bindindismál og hinn 3. um öldrunarmál,
en höfundur hefir staðið framarlega í þeim
málum. Hinn fjórði eru afmælis- og minn-
ingargreinar, og loks eru þar stökur og ljóð
og ein smásaga. Skrá fylgir um prentaðar
ritgerðir hans, og innan á titilsíðu eru taldir
nokkrir tugir þýddra og frumsaminna bóka
mest bama- og kennslubækur. Upptalning
þessi segir ekki nema hálfa söguna. Þar
sést ekki, að Sigurður er ekki aðeins mikil-
virkur heldur einnig vandvirkur höfundur
og því síður sést hve mörgum menningar-
og nytjamálum hann hefir lagt lið. Andrés
Kristjánsson skrifar formála að þessu
safnriti Sigurðar Gunnarssonar og kallar
það vitni um hugsun, leiðsögn, lif og starf
ötuls og áhugamikils starfsbróður á þessari
öld. Betur verður henni varla lýst.
St. Std.
Benedikt Gíslason frá Hofteigi:
ÆVISAGA JÓNASAR
KRISTJÁNSSONAR LÆKNIS
Rvík 1987.
Náttúrulækningafélag íslands.
Bók þessi er gefin út á 50 ára afmæli Nátt-
úmlækningafélags íslands, til þess að
minnast tímamótanna og um leið braut-
ryðjandans Jónasar Kristjánssonar. All-
langt er síðan Benedikt skráði þessa sögu
að mestu eftir minningum og frásögn Jón-
asar sjálfs. Er það meginhluti bókarinnar
og hinn skemmtilegasti, þar sem Jónas
segir sjálfur frá. Allmiklu er þó sleppt úr
riti Benedikts eða þeim köflum, sem ekki
fjölluðu beinlinis um Jónas sjálfan. Þá er
hér sem vænta má yfirlit um heilsufræði-
kenningar Jónasar og upphaf Náttúru-
lækningafélagsins. Minningar Jónasar
eru merk menningarsöguleg heimild um
lifnaðarhætti og lifsbaráttu á uppvaxtarár-
um hans, skólaferil og hvernig greindir og
áhugasamir unglingar brutust áfram til
náms, en þó ekki síst um störf og aðbúnað
héraðslækna á fyrra helmingi aldar vorrar,
en Jónas þjónaði tveimur víðlendum og erf-
iðum héröðum frá 1901 til 1938, fyrst
Fljótsdalshéraði og síðan Skagafirði. Mun
mörgum hinna yngri þykja furðulegt, hvi-
likt erfiði og vanbúnaður fylgdi læknisstarf-
inu á fyrstu tugum aldarinnar. En um leið
fær lesandinn allglögga mynd af mannin-
um sjálfum, fádæma dugnaði og áhuga
langt út fyrir starfssvið hans. Er það allt
142 Heimaerbezt