Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 8
Systkinin í Kristnesi. Sitjandi eru Guðriður og Þorsteinn en A uður
og Edda standa að baki þeirra.
Án róttækra aðgerða
mun bújörðum enn fækka
Hvað hefur þú að segja um framtíð þeirra sem stunda búskap
í landinu?
„Ég hef áhyggjur af sveitabúskap. Þegar þeir hætta,
þessir sérvitringar sem búa nú við kröpp kjör, þá kaupir
enginn jarðirnar. Það fer enginn ungur maður út í sveita-
búskap, ef hann hefur eitthvert vit í kollinum, til þess eins
að vera dæmdur til að vinna fyrir búskapnum út á við. Mér
finnst það vera gefið mál að bújörðum muni smátt og smátt
fækka, nema þá eitthvað nýtt komi til. Og þegar margir eru
farnir að flytja burtu þá leggst byggðin í eyði. Byggðin þolir
ekki nema vissa grisjun, þá hrynur hún. Það er víða þannig
á landinu á afskekktari stöðum að ef einn bóndinn enn fer.
þá geta hinir ekki verið áfram, jafnvel bara vegna þess
hvað þetta er einmanalegt. Mér sýnist vera stefnt að því að
fækka bændum ef til vill til þess að þeir sem eftir eru hafi þá
lífvænleg bú.“
Ómengað land og ómengaðar afurðir
Getur þú bent á tillögur til úrbóta?
„Mér finnst að við ættum að leggja miklu meiri áherslu á
okkar hreina og ómengaða land. Þá ættum við að geta selt
okkar vörur á þeim forsendum að þær eru ómengaðar. Að
hugsa sér að við skulum leyfa okkur að flytja inn grænmeti
úr menguðum jarðvegi frá Evrópu, þar sem mengunin er
hvað mest. Við flytjum til að mynda inn hvítkál, blómkál
og gulrætur, sem hægt er að rækta hér. Við megum bara
skammast okkar fyrir það. Svo er ekkert eftirlit með þess-
um vörum. Neytendasamtökin fylgjast eingöngu með því
hvort verðið er of hátt en ekkert með því hvort varan er
lifshættuleg eða ekki. Það er eins og þeim komi það ekkert
við. Ég er furðu lostin yfir því. Við vitum til dæmist um
svína- og fuglakjöt víða erlendis, þessar skepnur eru víða
aldar á allskonar hormónafóðri sem auk þess hefur verið
blandað fúkkalyfjum. Þetta væri ekki kallaður manna-
matur hér, og hér á landi má ekki stunda slíka framleiðslu.
Enda er gæðaeftirlit með framleiðslu á íslandi, en ekkert
með því sem er flutt inn. Við ættum því að leggja áherslu á
að framleiða ómengaða vöru og básúna það út um allan
heim. Við gætum flutt út grænmeti einmitt á þeim for-
sendum að það væri ómengað. Nú, dilkakjötið okkar er
auglýst erlendis sem lambakjöt en ekki sem villibráð — en
þannig myndi það einmitt seljast, því þetta er allt annað
kjöt en lambakjöt erlendis. Auðvitað er þetta mikil ein-
földun hjá mér, en í aðalatriðum er það þó svona. Við
þurfum að vinna miklu meira að markaðsöflun og flytja
ekki út í heilum leiðinlegum skrokkum. bógbundið og allt
hvað, heldur vinna vöruna á diskinn hjá neytandanum. Það
myndi líka skapa okkur atvinnu hér á landi.“
Aukið sjálfstæði sveitarstjórna
Hvernig líkar þér oddvitastarfið?
„Mjög vel. Oddvitastörfin fyrir Saurbæjarhrepp féllu í
minn hlut árið 1982. Það starf hefur aukist að vöxtum hin
siðari ár og störf oddvita í sveit eru að breytast. Jafnvel bara
að fylgjast með gangi mála er mjög tímafrekt. Annars hefur
verið mikil samvinna með oddvitum Öngulsstaðahrepps,
Saurbæjarhrepps og Hrafnagilshrepps, enda rekum við
sameiginlega skrifstofu sem sér um að færa allt bókhald á
tölvu. Auk þess rekum við ásamt Svalbarðsstrandarhreppi
skóla fyrir 7., 8. og 9. bekk á Hrafnagili. Það má og gera ráð
fyrir því að þessi sveitarfélög verði í framtíðinni sameinuð í
eitt stærra. Þó eru þessi sveitarfélög að ýmsu leyti ólík. í
neðri sveitarfélögunum vinna margir gjaldendur við önnur
störf en landbúnað. í Saurbæjarhreppi lifa aftur á móti að
heita má allir af landbúnaði, og skerðing í landbúnaði
merkir þá skerðingu á tekjum hreppsins.
Hin síðari ár hefur ríkisvaldið fært störf og greiðsluþætti
yfir á sveitarfélögin. Ég trúi því sjálf að því meiri sem
stjórnunin er hjá heimafólkinu því betur verði hrossin rekin
því við þekkjum sjálf betur til hlutanna en einhverjir sem
■ Dóra Jóhannsdóttir 4 ára og systir hennar Kamilla 5 ára.
116 Heima er bezt