Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 28
Gunnhildargerði í Hróarstungu. Myndin tekin 1944-45.
Bernskuheimili
Búskapurinn í Gunnhildargerði.
Ég er fædd í Gunnhildargerði, þar sem foreldrar mínir
bjuggu allan sinn búskap og dóu þar 1925. Þau áttu ekki
jörðina, ég held að pabbi hafi ekki keypt hana fyrr en 1916,
en Eiríkur bróðir minn tók við búi 1919. Pabbi var sjúkl-
ingur í mörg ár. Ég veit ekki hvað að honum var. Það þurfti
að klæða hann og afklæða, en hann var ekki rúmliggjandi.
Hann gat gengið beint áfram en ekki snúið sér við nema
með hjálp.
Gunnhildargerði var kirkjujörð frá Kirkjubæ, og ég man
að eftir þetta kot var borgað 40 pund af smjöri, og einn
veturgamall sauður að hausti til, og svo var sleginn teigur í
Kirkjubæjartúni og fóðrað lamb yfir veturinn í ofanálag
(heytollur). Þetta var árleg leiga, og hefði líklega þótt mikið
núna. Smjör var aldrei selt á sumrin fyrr en búið var að
safna upp í landskuldina.
Gunnhildargerði var lítil jörð, í raun bara kot, en pabbi
hafði miklar nytjar af næstu jörðum bæði fjárbeit og engj-
ar. Nágrannarnir voru mjög góðir og kvörtuðu aldrei. Við
smöluðum líka oft af Kirkjubæjar- og Nefbjarnarstaða-
landi. En auk þessa hafði pabbi alltaf hálfar jarðir einhvers
staðar, annað hvort í Tungunni eða fyrir norðan Jökulsá og
voru heyin flutt heim á ís á veturna. Það kom fyrir, að hann
kom fé fyrir á þeim bæjum, sem hann fékk engjarnar á . En
1902 eða 1903 fékk hann hálfa Nefbjarnarstaði, hafði hann
þar gripi, sem hirtir voru af næsta bæ, en með þeim var
þetta orðin sæmileg jörð. Úttungan er nú öll að fara í eyði,
þar sem áður bjuggu 16-17 manns á hverju heimili.
Oft keypti pabbi fé af fólki, sem var að fara til Ameríku.
Guðlaug móðursystir mín fór vestur vorið 1893. Einnig
man ég eftir í það minnsta þremur búum, sem hann hann
keypti, og einhver hagnaður varð af því. En hann varð að
snara út verðinu í peningum, og þetta hefur náttúrlega
gerst af því að hann hafði allra manna traust. Hann átti
oftast reiðufé. Einu sinni gerðist atvik, sem pabbi glotti að.
Það var gömul vinnukona hjá Magnúsi bróður hans, sem
hafði beðið hann um að lána sér nokkrar krónu. „Ég á nú
ekkert Guðrún mín, enga krónu heima fyrir,“ sagði
Magnús. Hann var oft fastur fyrir, en hann var efnaðri en
pabbi, átti þó sjaldan reiðufé, en skuldlaust bú. „En reyndu
að koma við í Gerði og vita, hvort Simbi bróðir á ekki
einhverjar krónur, og segðu honum, að ég hafi beðið hann
að lána mér þær. “ Svo kom kerlingin og fékk krónurnar
hjá pabba. Pabbi kom yfirleitt alltaf fram með ró og still-
ingu, en var ákaflega fastheldinn.
Framhald í næsta blaði.
- Þankar um ,,Upprisu holdsins“ . .
Framhald af bls. 131.
hátt kúgað. I endurfæðingarkenningunni felst að sérhver er
eigin gæfu smiður — vissa um það að það sem við gerum
öðrum gott, eða illt, það munum við upplifa sjálf síðar, í
sama mæli.
„Auga fyrir auga“ .. . merkir að ef þú blindar einhvern
ávinnur þú þér þann örlagadóm að verða sjálfur blindaður
síðar á þroskabrautinni. „Eins og þú sáir, svo munt þú
uppskera“, geta verið kenniorð endurholdgunar og það var
stór afturför að fella þá kenningu úr kristindómnum. Já,
hve hástemdur er nú okkar andlegi þroski eftir að hafa
hlustað á kærleiksboðskap Krists predikaðan í nær tvö
þúsund ár. Tveir smá vitnisburðir þar um. Har. Nielsson
prófessor: „Mennirnir þekkja ekkert það afl, sem ekki sé
unnt að snúa til tjóns og skaðsemda. Blessun þess má snúa í
bölvun. Hin blóðuga styrjöld, sem nú er nýafstaðin, ber
þess glöggust vitni. Þar var blessun vísindanna snúið
margvíslega í bölvun. Þar var þekking efnafræðinganna
notuð til að búa til eitrað gas, til þess að myrða menn af
óvinaþjóðunum með andstyggilegum hætti. Svona getur
rangsnúinn vilji farið með hið besta“.
Albert Einstein: „Tilkoma kjarnorkunnar hefur breytt
öllu nema hugsunarhætti okkar, og því stefnum við á vit
meiri hörmunga en saga okkar kann frá að greina“.
Svo kveð ég með tveimur erindum Matthíasar. úr kvæði
hans „Guð minn, Guð, ég hrópa“:
Dæmdu mér í dauða,
drottinn, meiri þekking
— fyrir veika vitund —
vélta margri blekking:
glaða ljós að greina
gegnum rúm og tíma;
víki fyrir vissu
villuljóssins skíma.
Dæm svo mildan dauða,
drottinn, þínu barni —
eins og léttu laufi
lyfti blær frá hjarni, —
eins og lítill lækur
ljúki sínu hjali
þar sem lygn í leyni
liggur marinn svali.
136 Heimaerbezt