Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 10
Kamilla Jóhannsdóttir. Dóra Jóhannsdóttir. Bryn/ólfur Jóhannsson Þorgerður Kristinsdóttir.
1938 svo að ég er 32 dögum eldri og á þar af leiðandi að
ráða. Elsta dóttir okkar Rósa var þá fædd og fyrsta
hjúskaparárið bjuggum við í Hleiðargarði. Foreldrar Jó-
hanns bjuggu á hálfri jörðinni og við tók'im á leigu hinn
helminginn. Þann vetur vantaði kennara í Sólgarði svo að
ég tók að mér kennslu. Það er einn hinna neikvæðu þátta í
sveitinni hvað erfitt er að manna kennarastöður. Vorið eftir
fluttum við að Kristnesi þar sem okkur hjónum buðust
báðum stöður við sjúkrahúsið. Ég vann sem hjúkrunar-
fræðingur en Jóhann var bifreiðastjóri. Þar fæddist sonur
okkar Brynjólfur. Þau Rósa og Brynjólfur eru 19 daga á
sama árinu, sem var mikið umhugsunarefni fyrir þau bæði
þegar þau voru lítil. Við unnum á Kristnesi í 10 ár og á
þeim árum fæddust Kamilla Rún og svo Dóra Björk. Ég sé
eftir á að ég vann allt of mikið á þessum árum og kynntist
fyrir bragðið elstu börnunum mínum ekki sem skyldi.
Þjóðfélagið þarf að búa svo að þegnum sínum að annað
hvort foreldri geti sinnt uppeldinu meira en nú er í mörgum
tilfellum mögulegt. Annars áttum við alltaf kindur frammi
á Hleiðargarði og höfðum keypt hálfa jörðina af foreldrum
Jóhanns. Bóndinn fór því aldrei alveg úr okkur. Börnin
voru líka orðin fjögur og ekki mikill möguleiki á að vinna
Hjónin Jóhann og Auður í Hleiðargarði með eldri börnin Rósu og
Brynjólf.
utan heimilis. Við ákváðum því að axla okkar skinn og
prófa búskapinn og við erum enn að sýsla við þetta frá
árinu 1974. Fyrst eftir að við fluttum frameftir bjuggum við
á hálfri jörðinni en 1977 keyptum við hinn helminginn af
ekkju Snorra Hannessonar. Hún var börnunum mínum
dæmalaust góð. Kamilla dóttir mín var sérstaklega hænd
að henni og einnig að ömmu sinni Kamillu. Ég hef mjög
gaman af búskapnum og sérstakt yndi af því að vinna í fjósi
og ég tala nú ekki um sauðburðinn. Þann tíma reyni ég að
vera heima. Gallinn er bara sá að ég er búin að þvæla mér í
allt of margt. Það er með mig eins og Mörtu og Maríu, ég
kýs góða hlutskiptið og held áfram að starfa einnig utan
heimilisins en það er einmanalegt fyrir þann sem heima
situr. Og vissulega er þetta umdeilanlegt enda ætla ég að
fara að minnka við mig.
Börnin okkar hafa nú að mestu yfirgefið hreiðrið. Rósa
er að læra líffræði í háskóla í Bandaríkjunum og lýkur BS
gráðu næsta vor. Brynjólfur er rafvirki en er nú að ljúka
stúdentsprófi úr tæknideild VMA. Hann býr með elsku-
legri stúlku, Þorgerði Kristinsdóttur, sem lýkur stúdents-
prófi frá MA í vor. Svo fara þau eflaust í eitthvert fram-
haldsnám. Kamilla Rún er i 2. bekk MA á félagsfræðibraut
og Dóra Björk er í 1. bekk MA. Þau koma nú heim um
helgar oftast nær. Einnig skreppa þau Brynjólfur og Þor-
gerður frameftir og líta á okkur. Það er ósköp notalegt að
ekki sé meira sagt.“
Hvert af þeim störfum sem þú hefur stundað hefur veitt þér
mesta ánœgju?
„Ég hef haft gaman af þeim öllum af því að ég hef
ákaflega gaman af því að vinna.
Ef til vill er kennslan skemmtilegust, ég veit það ekki. en
það er ákaflega krefjandi starf, sem tekur engan endi.
Manni finnst alltaf að hægt sé að gera meira og betur. Sama
gildir um oddvitastarfið og að vinna tvö slík störf var mér
mjög erfitt þar sem mér fannst ég aldrei gera nóg. Af þessu
verður maður vansæll og óánægður. Því hætti ég kennsl-
unni eftir að vera þó búin að fara í Kennaraháskólann til
endurmenntunar og réttindanáms árin 1979-1982“.
Það líður að mjöltum og Auði er því ekki lengur til
setunnar boðið. Við kveðjum með þökk fyrir spjallið.
118 Heimaerbezt