Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 17
Vestan Hellu. Grindaskörð í bláma fjar- lægðar. í Mygludal. Sést á horn Helgafells til Helgafell. hœgri. Keilir í bláma fjarlœgðar. og yst gnæfir Snæfellsjökull. Áhrifum slíkrar fegurðar verður aldrei lýst með orðum, þau eru einstaklingsbundin, sem hver og einn verður að njóta. Kerlingarskarð er barmur gígskálar og ofan af honum liggur gatan niður skálina í ótal sneiðingum um bergstalla og brunaskriður. Kannski er hún svolítið ógnvekjandi öldruðum manni? Á stöku stað sést hvar hraunstraumarnir hafa brotið sér leið upp um berggrunninn og flætt ofan hlíðina í djúpum farvegi. Víða eru gjár og sprungur sem sneiða verður fyrir og gerir leiðina ennþá ævintýralegri. Undir snjó gætu þær verið dauðagildrur. Neðan skarðsins er hraunið þakið mosa og skófum, en í dældum og gjám gróðurblettir. Síðan taka við sléttar hellur langleiðina að jaðri hraunsins austan Helgafells, og sagt að fara vestur um Helluna. Þar er þó þörf á aðgæslu því víða leynast sprungur hættulegar hestfótum. Áð er um stund í gróðurvin undir jaðri hraunsins og þaðan er leiðin greið vestan Valahnúka til Kaldársels. Við Kaldá svöluðu menn og hestar sárasta þorstanum og bjuggu sig undir síðasta áfanga ferðarinnar að hest- húsabyggð þeirra Hafnfirðinga, en þangað var náð eftir átta stunda ferð. í hesthúsi Margrétar og Þorvaldar Kol- beins var mönnum og hestum búinn beini, svo að undrun sætti, því daginn áður höfðu hjónin farið á hestamót í Þýskalandi. Þar stóðu hestarnir við stall yfir nóttina og biðu heimferðar. Eftir að Valur og karlinn höfðu svalað þorst- anum í léttum veigum,.öli og meðlæti, sem biðu þeirra í eldhúskróknum var ekið til Fjarðarins og beiðst gistingar, sem var auðsótt og áttu þeir félagar þar ágæta nótt. Sunnudaginn 9. ágúst var lagt af stað frá Hafnarfirði klukkan hálf níu að morgni austur yfir fjöll og heiðar til Hveragerðis. Fyrir vali varð sama leið austur um Kerl- ingarskarð allt til Stórkonugjár. Þar er grösugt og gott að æja. Var þar dögurðar neytt undir hamravegg gjárinnar. Af hamrinum sér vítt yfir. Myndauðgi lands og lita síbreyti- legt, og nær að fanga hug ferðamannsins. í gjánni var ákveðið að víkja af götu og leita nýrra leiða. Halda austur um Heiðina Há og hafa að stefnumarki syðsta hnúk Blá- fjalla, er nálgast að vera 600 m yfir sjó. Þegar komið var austur um gjár og gíghnúka reyndist leiðin greið og hvíldi víða fót á mosum og gróðurflesjum milli klappahæða. Farið var austur af Heiðinni Há, við hnúkinn sem áður getur. Á kolli hans gaf að líta mannvirki skíðamanna. Þar er ósegjanlega fagurt hvert sem litið er og fjarsýni mikið, eða allt til hafs beggja vegna fjallgarðsins. Upp í hugann komu ljóðlínur skáldkonunnar sem sagði:„Hver á sér fegra föðurland“. Á það nokkur? Austur af heiðinni lá leiðin um Drög, Hryggi, Hrossa- flatir og að lokum um Þúfnavelli austan Geitafells. Grösugt er þar og gott til beitar, fellið fagurt og tigið sem kóróna umhverfisins. Vestan til eru vatnsrásir eftir vellinum, sem lausu hestarnir röktu í leit eftir vatni en án árangurs. Aust- an við Geitafell fundu þeir litla lind undir lágri blóma- brekku. Virtist hún brosa til þeirra sem bergðu á veigum hennar og gefa mjúkum flipa léttan koss. Það var áhuga- vert að sjá hestana víkja af leið til lindarinnar, sem ekki varð séð fyrri en að var komið. Hvernig mátti það gerast? Var það af lyktnæmi eða af hjali lindarinnar sem mannlegt eyra gat ekki greint? Suður af Geitafelli er stefna tekin á Búrfell sem ris fagurlega upp af austurbrún hálendisins, Hlíðarendafjalls. Leiðin á milli fellanna er síður en svo hættulaus og ókunn- ugum lagt það ráð að halda sig við götur eða kindaslóðir sakir þess hvað hraunið er sprungið. Búrfell er eldgígur, 7 jaðri hraunsins við Helgafell. Við Kaldársel. Stórkonugjá. Heimaerbezt 125

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.