Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 31
„Við vorum svo duglegar í morgun að við erum búnar að koma okkur fyrir.“ Svanur hló glaðlega. „Ég sem ætlaði að vera svo riddaralegur að bjóða ykkur hjálp mina,“ sagði hann. Lilja bauð honum inn í stofuna. Hann heilsaði Rut vin- gjarnlega og hún tók undir kveðju hans. „Nú kem ég með kaffi,“ sagði Lilja og hvarf inn í eldhús, en kom að vörmu spori aftur með kaffikönnuna og þrjú glös. Síðan sótti hún sykur og mjólk og bað Svan að gera svo vel. Rut var feimin og sagði lítið, en Lilja lét móðann mása, eins og hún hefði þekkt manninn lengi. Svanur virtist kunna vel við masið i henni. Rut fylgdist með þeim og hafði gaman af. Þau yrðu myndarleg hjón, hugsaði hún með sjálfri sér. Svanur var myndarlegur maður. Hár og grannur með þykkt ljóst hár og grá augu. Andlitsdrættir hans voru skýrir og ákveðnir. Hann veit hvað hann vill, hugsaði Rut. Svona maður væri hentugur handa Lilju. Hún brosti að þessum hugsunum og reyndi að fylgjast með því sem þau voru að segja. Lilja var að spyrja um íbúðina á efri hæðinni. Svanur sagði að í íbúðinni beint fyrir ofan byggju hjón um sextugt. Þau hétu Orri og Lóa og væru foreldrar hans. Faðir hans væri múrari, en móðir hans ynni eingöngu heima. I hinni íbúðinni byggju ung hjón, Erla og Örn, að nafni. Hann væri kjötiðnaðarmaður en hún þroskaþjálfi. Svanur sagði að þau væru viðkunnanleg, og þær vinkonur ættu áreiðanlega eftir að verða vinir þeirra. „Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af foreldrum mínum,“ sagði hann og brosti. „Þau eru ákaflega elskuleg og við- mótsþýð." „Ég er viss um að okkur semur við alla íbúa hússins,“ sagði Lilja örugg. „Nei, ég óttast ekki að þið verðið illa liðnar hérna,“ sagði Svanur og sendi henni elskulegt bros. „En nú ætla ég ekki að tefja ykkur lengur.“ Hann stóð upp og þakkaði fyrir kaffið. Lilja mótmælti því að hann væri að tefja þær, og bauð honum að líta inn þegar hann vildi. Hún fylgdi hon- um síðan til dyra. Hann kvaddi og Lilja sneri brosandi inn í stofuna. „Finnst þér hann ekki sætur?“ spurði hún dreymin á svip við Rut. „Ég held að ég sé ástfangin.“ „Það er ekkert nýtt,“ sagði Rut og kímdi. „í alvöru Rut,“ sagði Lilja alvarleg. „Ég hef aðeins verið ástfangin einu sinni áður í alvöru.“ „Það vissi ég ekki.“ „Nei,“ sagði Lilja lágt og snéri sér undan. „Þú vissir það ekki.“ Hún gat ekki sagt Rut að hún hefði verið ástfanginn af Hlyni. En sú ást var kólnuð fyrir nokkru, og núna var hún ástfangin af Svan. Þessi ást var allt öðru vísi en sú fyrri. Henni fannst hún svo létt að hún gæti svifið. Hana langaði til að dansa og syngja og hrópa uppgötvun sína út yfir alla borgina. Þetta er sennilega hin raunverulega ást. Ást hennar á Hlyni hafði ekki verið neitt þessu lík. Lilju fór að skiljast að það hafði verið afbrýðisemi og eigingirni, en ekki ást sem hún bar til hans. Hún hafði hrifist af honum og boðið honum sig, en hann hafnað henni. Hrifning hennar hafði breyst í gremju þegar hún sá hvert hugur hans leitaði. Hún hafði ekki þolað að Hlynur hafnaði henni fyrir Rut. „Lilja,“ sagði Rut blíðlega. „Viltu ekki segja mér hvað er að þér?“ „Það er ekkert að mér.“ „Eitthvað hefur angrað þig að undanförnu, Lilja mín. Ég hef margoft séð það á þér. Viltu ekki létta á þér og trúa mér fyrir því?“ „Nei, ég get það ekki,“ hrópaði Lilja og flúði inn í her- bergið sitt. Rut horfði forviða á eftir henni. Drottinn minn, hugsaði hún. Hvað gengur að henni? Eftir nokkra stund kom Lilja aftur til hennar. „Fyrirgefðu,“ sagði hún þreytulega. „Ég er eitthvað úr lagi gengin. Rut brosti og sagði að þetta væri allt í lagi. „Ég get bara ekki sagt þér hvað angrar mig,“ sagði hún og forðaðist augnaráð vinkonu sinnar. „Þú kemst að því einhvern tíma seinna.“ „Ég veit að þér hefur liðið illa í nokkurn tíma,“ sagði Rut hlýlega. „En ég skal ekki forvitnast, fyrst þér er illa við það. En þú veist að ég vil hjálpa þér ef ég get og þú getur alltaf leitað til mín, Lilja.“ „Já, ég veit það. En þetta get ég ekki með nokkru móti sagt þér.“ „Við skulum þá ekki ræða það meira. Segðu mér heldur af hverju þú ert hætt að fara út að skemmta þér.“ „Æi, svo sem ekki út af neinu,“ sagði Lilja og fór undan í flæmingi. „Þú hættir að fara út eftir að við Hlynur hættum saman. Var það mín vegna?“ „Hættu þessu, Rut,“ sagði Lilja óþolinmóð. „Ég vil ekki tala um þetta heldur.“ Rut hristi höfuðið í uppgjöf. Það þýddi greinilega ekki að tala við Lilju núna. Hún vildi auðsjáanlega ekki ræða um sjálfa sig og sín málefni. Rut gat ekki látið sér detta neitt í hug og gafst því upp á að hugsa um það. Hún fór að taka til kvöldmatinn og brátt angaði steikarlyktin um alla íbúðina. 8. kafli Næstu vikur, sem fóru í hönd, voru þær ánægjulegustu sem Rut hafði átt, síðan hún hætti með Hlyni. Þær Lilja höfðu kynnst íbúum hússins og kunnu vel við þá. Erla og Öm voru elskuleg hjón á þrítugsaldri. Þau heimsóttu vinkon- urnar oft og þær skutust ósjaldan upp á efri hæðina til þeirra. Hjónin höfðu gaman af að spila og það varð að fastri reglu að þau komu einu sinni í viku niður til þeirra Rutar og Lilju og spiluðu. Þær nutu samvistanna við þessi alúðlegu hjón. Foreldrar Svans voru líka næsta vingjarnleg við þær. Rut leið betur, þótt hjartasorgin væri sú sama. Hún var næstum búin að sætta sig við lífið og tilveruna. Hún elskaði Hlyn ennþá og harmaði svik hans, en hún var ekki jafn sár og áður. Þegar öllu var á botninn hvolft, hafði hann gefið Heimaerbezt 139

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.