Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 5
Strauk að Stokkahlöðum
Hvað er pér minnisstœðast frá uppvaxtarárunum?
„Það er nú svo margt, enda átti ég svo góð æskuár, en það
hefur fylgt mér frá því að ég var smákrakki að hafa óskap-
lega gaman af dýrum. Pabbi var alinn upp á Stokkahlöðum
og átti þar fóstursystkini og fósturmóður þegar ég man fyrst
eftir mér. En hún dó upp úr 1940, þá komin á tíræðisaldur.
Ein fóstursystir hans, Aldís Einarsdóttir, er enn á lífi 103
ára gömul og býr nú á Kristnesspítala. Hjá þessum syst-
kinum var ég afskaplega mikið á sumrin. Þau vildu áreið-
anlega hjálpa til við að temja þetta stóð sem var heima og
hefur líklega ekki veitt af. Ég var þarna á sumrin þar til ég
var 10 ára, og stundum á veturna, mikil ósköp. Fóstur-
systrum pabba, Rósu og Aldísi, var falið að kenna mér
handavinnu. Það gekk mjög illa og tók marga vetur. Ég
hafði áhuga á öllu öðru en handavinnu. Þær áttu að kenna
mér að prjóna, sauma krosssaum og telja út og reyndar
lærði ég krosssauminn, en prjónaði ekkert að gagni fyrr en
eftir að ég varð fullorðin.
Ekki man ég fyrir víst hvað ég var gömul, en held að ég
hafi verið á fimmta ári þegar við vorum að leika okkur
krakkarnir að vorlagi niður við Eyjafjarðarána. Við lékum
okkur á sandeyrunum og skemmtum okkur konunglega. Þá
tók ég það í mig einn dag að fara að Stokkahlöðum og
skoða lömbin og lagði strax af stað. Krakkarnir fóru svo
heim og ég var ekki í hópnum. Þá var farið að leita mín, því
þau voru ekki til frásagnar um hvað orðið hafði af mér. Það
eru milli fjórir og fimm kílómetrar í Stokkahlaði svo ég hlýt
að hafa verið lengi á leiðinni, en man ekkert eftir ferðinni.
En ég man eftir því að þegar ég kom í Stokkahlaði voru
fóstursystkini pabba, Bjarni og Aldís að mala tað. Ég
spurðist fyrir um lömbin sem alls ekkert voru fædd, en
Aldís spurðist aftur á móti strax fyrir um hvort ég hefði haft
leyfi til að koma. Ég lét mig ekki muna um að svara því
hispurslaust játandi. En þau hafa nú samt séð að hér var
ekki allt með felldu og létu vita af mér. Um kvöldið var ég
sótt og rassskellt þegar heim kom. Ég man það óskaplega
vel og mikið var mér illa við það. Þetta var algeng hirting á
börnum í þá daga, en ég gleymdi þessu ekki. Og svo var
manni vissulega uppálagt að fara ekki án þess að hafa leyfi.
Þetta ferðalag mitt og eftirköstin hafa greypst í huga mér.
Þetta hefur sjálfsagt ekki verið gaman fyrir foreldra mína.
Lítil börn að leik niður við á og svo allt í einu vantar eitt
þeirra.“
Hvernig vaknaði áhugi þinn á búskap?
„Þegar ég hætti að vera á Stokkahlöðum á sumrin fór ég
í Villingadal. Það voru dásamlegir timar. Þar lærði ég
heilmikið. Þau voru svo nákomin mér á Stokkahlöðum að
mér var gefið eftir ef ég var löt eða eitthvað slíkt. En í
Villingadal lærði ég að vinna. Og veran þar hafði mjög góð
áhrif á mig. Þau voru öll fljúgandi hagmælt þarna á bæn-
um. Þar bjó þá Jón Hjálmarsson bóndi ásamt konu sinni
Hólmfríði og bróður sínum Þorláki. Nú býr þar dóttir Jóns
í Villingadal ásamt systur sinni og mági. Ég hafði áður verið
eitt vor í Villingadal um sauðburðinn. Þá fékk ég þessa
vísu:
Hleypur Auður eins og ljón,
eltir sauð um hagann
fram í dauðann fyrir Jón
og fær svo brauð í magann.
Ég var sísvöng. Kona Jóns og móðir hans bökuðu af-
skaplega gott pottbrauð og þegar maður var mjög svangur
skaust maður inn og fékk brauð, ef til vill oftar en þurfti. í
endurminningunni er þetta sá allrabesti matur sem ég hef
nokkru sinni fengið.
Ég var alltaf ákveðin í að verða bóndi frá því að ég man
eftir mér. Ég man að pabbi hristi oft höfuðið yfir þeirri
ákvörðun og hefur líklega ekki þótt það vænlegt þá.“
Myrkfælnin var mér erfið
Hvaða störf buðust unglingum í Eyjafirði á þessum tíma?
„Það hefur nú sjálfsagt verið sitthvað, en ég var svo
heppin að fá starf á Kristnesi yfir sumartímann.
Það var verst hvað ég þjáðist af þessari andstyggilegu
myrkfælni öll mín uppvaxtarár. Það var svo slæmt að ég
þorði ekki einu sinni niður í kjallara heima hjá mér og þó
var þar rafmagnsljós. Sjálfsagt hefur maður verið hræddur
á draugum, og svo var ég sjúk í að lesa draugasögur, sem
mun vera einkenni á þeim sem eru myrkfælnir. Þegar ég
var orðin sextán ára fór ég að vinna á Kristneshælinu, lenti
fljótt á næturvakt og var óskaplega hrædd allan tímann.
Stundum lokaði ég mig inni í býtibúrinu. Það vildi til að
næturvaktin hafði sáralítið að gera. Og þó — það þurfti að
þvo ansans hrákadallana. Ég kúgaðist svo yfir þeim að
síðan hef ég aldrei þurft að kasta upp. Ég lauk mér bara af.
En þetta vandist. Þá hafa verið á Kristnesi um sextíu
sjúklingar. En þegar ég fór að vinna voru berklalyfin komin
og áhrifa þeirra tekið að gæta. Fólki batnaði og það út-
Viiiingadalur.
Heima er bezt 113