Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 3
HEIMA ER
BEZT
4. tbl. 38. árg. APRÍL 1988 Kr. 200
Jón Kr. Guðmundsson
frá Skáldsstöðum
Sögur Guðmundar
frá Selbekk
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum
Vínlandskort og
Gutenbergsbiblía
120
122
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum
Virðingarleysi eða . . .
Leiðari 110
Jón Gísli Högnason
Hefurðu komið í
Kerlingarskarð? 123
Guðjón Sveinsson
Leiðrétting við
brúðkaupsmynd
Margrét Björgvinsdóttir
Oddviti með meiru
Rætt við Auði Eiríksdóttur
í Hleiðargarði
112
Sólveig Stefánsdóttir
frá Vogum
Fermingarveturinn
minn 1906
126
127
Kristmundur Bjarnason
,,Blessaður Jónas
minn“
119
Birgitta H. Halldórsdóttir
Draumurinn um ástina
á elliheimilinu
128
Páll H. Árnason
frá Geitaskarði
Þankarum „Upprisu
holdsins“ o.fl. 131
Guðlaug Sigmundsdóttir frá Gunnhildargerði Minningabrot 1. hluti 132
Soffía Jóhannesdóttir Ast og undirferli Framhaldssaga 8. hluti 137
Steindór Steindórsson frá Hlöðum Bókahilla 142
Forsíðumyndin er af Auði Eiríksdóttur
Ljósm.: Norðurmynd.
hátt í skoðanakönnunum eru fjöl-
miðlarnir, hvort heldur sem þeir senda
frá sér hljóð eða myndir. Líklega
snerta þessi mál fáa meira en gamla
fólkið, og því enn fjarstæðara að ganga
þar framhjá því en öðrum. Annars
virðist svo, að enginn þjóðfélagshópur
sé meira vanræktur í fjölmiðlunum en
þeir, sem gamlir eru kallaðir, en út-
varpið í hverri mynd sem er, er áreið-
anlega langmesta afþreyingarefni
þess. Ekki heyri ég betur en blessuðum
börnunum séu helgaðir einn eða fleiri
klukkutímar á degi hverjum, og er það
í sjálfu sér hrósvert. Mikill meiri hlut-
inn af útvarpsefninu er sniðið fyrir
unglingana, hvort sem það heitir jass,
popp eða annar hávaði. En hvernig
væri nú að taka upp sérstaka tíma í
dagskránni fyrir gamla fólkið? Þótt
ekki væri nema svo sem einu sinni í
viku og gera skoðanakönnun á því,
hvað sá aldursflokkur mundi helst
kjósa sér?
Margt er talað um að eitthvað þurfi
að „gera fyrir“ gamla fólkið og margt
er gert. En mér finnst alltaf hálfgert
óbragð að þessu að „gera fyrir“. Það
sem gert er þessum þjóðfélagshóp til
handa,er ekki annað en það að hann
fái notið fulls réttar síns jafnt öðrum,
og honum séu goldin sín starfslaun
að kveldi. En menn eru misjafnlega
skuldseigir, og má vera, að þeir sem
ráðið hafa og ráða í landi voru séu með
skuldseigara móti gagnvart ellihópn-
um, en vonandi stendur það til bóta.
En hvað sem því líður, þá á þessi
þjóðfélagshópur það síst skilið, að
honum sé sýnd óvirðing á svipaðan
hátt og fram kom við úrtak í oftnefndri
skoðanakönnun. Það var að vísu smá-
atriði, en á smáatriðunum þekkjast
sumir best.
St. Std.
Heima er bezt. Þjóðlegt heimilisrit. Stofnað árið 1951. Kemur út mánaðarlega. Útgefandi: Bókaforlag Odds Bjömssonar. Ritstjóri: Steindór
Steindórsson frá Hlöðum. Ábyrgðarmaður: Geir S. Björnsson. Fulltrúi ritstjórnar: Bolli Gústavsson í Laufási. Heimilisfang: Tryggvabraut 18-20, pósthólf
558, 602 Akureyri. Sími 96-22500. Áskriftargjald kr. 1.370.00. í Ameríku USD 40.00. Verð stakra hefta kr. 200.00. Prentverk Odds Björnssonar hf.
Heima er bezt ín