Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 18
/ hesthúsabyggð Hafnfirðinga, f. v. Valur,
Gísli
Bláfjallahnúkar.
A Heiðinni Há. Geitafell yst, til vinstri
ósar Ölfusár.
fagur að lögun, því er dapurlegt að sjá, að á honum hafa
verið unnin skemmdarverk.
Bílfær braut er frá þjóðvegi austan fjallsins og upp að
gígnum, en barmur hans var brotinn niður og ekið burt til
uppfyllingar. Brautin er ógreið og hlykkjar sig upp hlíðina,
nokkru vestan Hlíðarenda í Ölfusi. Hér geta verið ferðalok
því að leiðinni sem ófarin er, var áður vikið að og klukkan
orðin fjögur og hálfri stund betur. Eftir eru ófarnir fimmtán
kílómetrar til Hveragerðis. Val Snorrasyni færi ég mínar
bestu þakkir. Án hans leiðsagnar hefði ferðin ekki verið
farin.
Gísli Högnason frá Læk
/ Drögum. Frá v., Bláfjöll, Ólafsskarð, Ólafsskarðshnúkur
og Fjallið Eina.
Leiðrétting við brúðkaupsmynd
í 11. tbl. HEB 1987 er á bls. 346 í þættinum ,,Sögu!egar
ljósmyndir“ upplýsingar um svo nefnda „brúðkaups-
mynd“ (ásamt myndinni). Þó ég teldi mig hafa fengið
pottþéttar upplýsingar um hana, varð sú raunin ekki. Nú
á dögunum hringdi í mig gamall Breiðdælingur, Haraldur
Briem frá Eyjum, og lét mér í té eftirfarandi leiðréttingar:
Nr. 21 er Guðjón Jónsson, bóndi í Tóarseli.
Nr. 22 er Jónína Eiríksdóttir kona hans.
Nr. 33 er Hugborg Hannesdóttir, systir nr. 50 og því
móðursystir Haraldar Briem.
Haraldur er viss í sinni sök. Þessi brúðkaupsmynd hékk
á vegg í Eyjum frá því hann mundi eftir sér, enda er
brúðurin föðursystir hans. Foreldrar Haraldar eru og á
myndinni nr. 50 og 51.
Ég færi Haraldi bestu þakkir og hvet alla er þetta lesa
að láta það berast sem víðast, einkum til þeirra er eiga
Breiðdœlu hina nýju 2. bindi, en eru ekki kaupendur að
HEB.
Guðjón Sveinsson.
126 Heima er bezt