Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 9
sitja við skrifborð suður á landi og taka bara mið af því sem er að gerast á Reykjavíkursvæðinu. Þar eru allt aðrar að- stæður og ekkert sambærilegar. Ég er nú svo hörð að mér finnst landinu best borgið með því að skipta því í svæði sem hefðu sínar tekjur meira út af fyrir sig og þyrftu ekki að leggja megnið af tekjunum í pottinn á suðvesturhorninu. Sveitarfélögin eiga að taka meira yfir á sig og hafa meira til málanna að leggja.“ Eiga konur nógu stóran þátt í málefnum sveitanna? „Því miður finnst mér konur koma of lítið við sögu sveitarstjórna og það var meðal annars vegna þess sem ég tók að mér oddvitastarfið. Ég er kvennréttindakerling inn við beinið. Konur mega hreint ekki draga sig í hlé á meðan þær eru að ná jafnrétti — og það er því miður langt í land að það náist í raun. Það er það kannski í orði kveðnu en ekki launalega og ekki inni á heimilinu. Spurning hvort það tekst fyrr en við erum búin að ala upp nýja kynslóð. Annars hef ég ekkert skipt mér af kvennapólitík og var lengi vel þeirrar trúar að konur ættu að reyna að berjast áfram innan hinna pólitísku flokka, en ég er farin að sjá það að innan hinna hefðbundnu flokka eiga konur ekki svo mikla möguleika. Konur hafa ekki nógu mikið pólitískt uppeldi ennþá til þess að vera gjaldgengar í þessari baráttu. Þær búa enn við það að vera bundnar á heimilum og komast hreint ekki í burtu. Þær rjúka ekki eitt eða neitt. Mér finnst Kvennalistinn starfa mjög lýðræðislega og hallast að því að konur verði að berjast á slíkum vettvangi En almenna reglan á heimilum er sú að það er frekar karlmaðurinn sem fer út en konan, ég fer ekki ofan af því.“ Pólitíkin tímafrek Hvað olli því að þú lagðir út í stjórnmálabaráttuna? „Fyrir síðustu kosningar var ég flokksbundin í Fram- sóknarflokknum en mörgum okkar fannst mjög illa farið með Stefán Valgeirsson, sem hafði unnið gott starf hérna í kjördæminu. Þetta er nokkuð löng saga sem við segjum ekki hér en við ákváðum á mínu heimili að kjósa í þetta sinn ekki Framsóknarflokkinn, og láta þar við sitja. Og við vorum ekki þau einu í sveitinni, því stór hópur manna tók sömu afstöðu. Þegar svo kom til tals að Stefán byði sig fram mættum við Jóhann á fundi. Það æxlaðist þannig að skortur var á kvennfólki á lista svo að ég tók að mér þriðja sætið. Það var óskapleg vinna þessu samfara við lestur og undirbúning. Ég færi ekki í framboð aftur. En ég hafði gaman af þessu og eins gagn af því að koma fram opin- berlega á fundum og í fjölmiðlum. Nú, við komum okkar manni inn á þing og þá var tilganginum náð. Síðan hefur ekki verið ákveðið hvað gera skuli í framtíðinni. Samtökin hafa sem slík ekki verið lögð niður eða ákvörðun tekin um það hvað gert verður. Spurningin er hvort ætti að stofna ný stjómmálasamtök, en mér finnst það bara vera ein silki- húfan enn ofan á allt annað. Fyrir síðustu kosningar voru niu flokkar í framboði og væri nær að sameina þessi öfl en stofna enn fleiri flokka. Það þarf að reyna að sameina þessi öfl sem berjast þó í rauninni öll fyrir því sama, jafnrétti A uður og Jóhann með dóltur sinni Rósu, sem tók stúdentspróf vorið 1983. milli landshluta og jafnrétti fólksins. Það verður að segjast eins og er að það er óskaplega mikill launamismunur milli þeirra sem búa hér úti í dreifbýlinu og þeirra sem búa á Reykjavíkursvæðinu, af hverju sem það svo stafa. Kannski það séum við sjálf sem orsökum þetta — að við séum of lin. Allt er flutt inn í Reykjavík og allt út frá Reykjakvík í stað þess að við gætum stundað viðskiptin héðan og verið með okkar eigin bankastofnanir hér. Það er fáránlegt að allt peningastreymið skuli þurfa að fara í gegnum Reykjavík. Þetta gerir það að verkum að við erum miklu verr sett. Það er svosem nóg um þetta talað en ekkert gert. Mér finnst baráttan ekki nándar nærri nógu hörð. Fyrst og fremst held ég að fólk greini á um leiðir að markmiðinu en ekki mark- miðið sjálft. Það er fyrst og fremst það sem gerir okkur sundurþykk sjálfum okkur. Én samstaðan verður að nást — og það fljótt og þessu vildi ég berjast fyrir ef einhver fæst til að berjast með mér. Mér finnst allt miða í öfuga átt við yfirlýsta stefnu stjónvalda. Það eryfirlýst stefna að vinna að bættri byggðastefnu gagnvart dreifbýlinu þannig að þar sé ekki svona mikill samdráttur. Einnig yfirlýst stefna að jafna launamisrétti — en hvað gerist svo — við fréttum að for- stjórar hafa jafnvel tuttuguföld laun daglaunamannsins. Og ekki er ég að segja að forstjórinn eigi að hafa nein smánarlaun — síður en svo. Nei, við verðum að gæta að landsbyggðinni, styrkja byggðirnar. Ekki það að ég sé á móti Reykjavík, því fer fjarri. En það kann ekki góðri lukku að stýra er öll byggðin færist á suðvesturhornið. Ég er hrædd um að landið sporðreisist.“ Marta og María Vitu segja mér nánar frá fjölskyldu þinni? „Ég gifti mig þegar ég var 25 ára og maðurinn minn heitir Jóhann Halldórsson. Hann er fæddur 12. september Heima er bezl 117

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.