Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 21
fullt af fólki þarna á elliheimilinu. Fólk sem þú átt samleið
með.
Ég fékk hnút í magann. Linda Torfadóttir var sem sé að
fara á elliheimili. Með sjálfri mér vissi ég að það hafði ekki
verið létt verk fyrir dótturina að fá mig til að flytja. Ég vissi
ósköp vel að ég gat verið þrárri en sá gamli í neðra. Auð-
vitað hefði ég viljað búa í húsinu mínu, horfa á sjóinn út um
gluggann minn og vera kyrr á mínum stað í ellinni. En hvar
var Róbert? Ég þurfti ekki að spyrja. Ég vissi líka með
sjálfri mér að hann var dáinn og það olli mér ekki miklum
sálarkvölum. Það hlaut að vera langt um liðið. Elsku
Róbert. Hann hafði alltaf verið mér góður og skilningsríkur
eiginmaður. Hann hafði gert sér grein fyrir að hann bjó
með sjálfstæðri konu, með sínar þarfir að lifa sjálfstæðu lífi.
En þessi óskiljanlega vitneskja um dauða Róberts var eins
og hvert annað þarna, staðreynd, búið að ske og yrði ekki
aftur tekið. Mér varð hugsað til hinna barnanna minna.
Kristins og Gerðar. Þau voru öðruvísi gerð en Berglind og
ég bjóst við að þau hefðu viljað losna við að koma mér á
stofnunina, þó ég væri viss um að þau væru sama sinnis.
— Linda, komdu og hjálpaðu ömmu með töskurnar.
Ég gat varla varist brosi. Berglind mín hafði þá látið heita
í hausinn á elliheimilismatnum. Rengluleg stelpa kom inn,
á að giska 12 ára. Ég vissi reyndar að hún var það og ég
fann hlýju streyma um mig alla. Hún var ekki svo galin sú
stutta. Hún var búin að reynast mér vel og það var kraftur í
henni, þó renglulegur vöxturinn sýndi það ekki. Hún þreif
tvær töskur upp af gólfinu og arkaði af stað út. Það var
greinilega þungt í henni. Ég stóð enn á sama stað og Berg-
lind horfði óþolinmóð á mig.
— Mamma, gerðu það, komdu. Ég var búin að segja
þeim á hælinu að við kæmum klukkan tvö.
Ég leit á hana án þess að segja orð og gekk út úr húsinu.
Ég kerrti hnakkann og leit ekki til baka. Linda gamla ætlaði
að skilja við húsið sitt með reisn og það skyldi enginn á mér
sjá hve illa mér leið. Það var ekkert grín að vera sjötug
ekkja og eiga að byrja lífið upp á nýtt. Allra síst á einhverri
stofnun sem ég áleit einungis biðsal dauðans.
Ég var komin út að bílnum. Berglind tók töskuna mína.
— Svona, mamma mín. Ég skal láta hana í skottið,
sestu bara inn. Ég settist í framsætið, en Linda yngri hafði
hreiðrað um sig afturí. Hún beygði sig fram og hvíslaði að
mér.
— Amma, þetta er algjört klístur allt saman. Mér finnst
að þú gætir alveg búið hérna áfram. Þetta pakk í familíunni
er svo frekt, eins og þau eigi að ráða fyrir annað fullorðið
fólk. Algjör skítur, finnst mér. Það á allt að vera á einhverj-
um plönuðum stað. Gamalt fólk á elliheimili, krakkar á
dagheimilum. Það er eins og fólkið sé að raða málverkum
upp á vegg. Þetta félagslega kjaftæði alltaf og mamma er
andskotann ekkert skárri en hin. Þetta er skítur og klístur
segi ég.
Ég sussaði á hana.
— Æ, amma láttu ekki eins og ég sé einhver græningi.
Þú ert líka mikið hressari en þessir skilningslausu apaheilar
í þessari fjölskyldu, mamma er þar með talin.
Mér fannst ég verða að setja ofan í við hana, en mér gafst
ekki tími til þess. Berglind settist inn og við ókum af stað.
Eftir drjúga stund stöðvaði Berglind bílinn í stórri inn-
keyrslu, við elliheimilið. Mér leist ekkert á bygginguna.
Stórt, grátt hús, kassalaga, eins og legókubbur á víðavangi.
Og þetta var framtíðarheimilið mitt. Viðfeldin kona tók á
móti okkur. Hún bauð mig velkomna og sýndi mér her-
bergið sem ég átti að fá til umráða. Sem betur fer ein. Ég
hefði aldrei getað deilt herbergi með öðrum konum. Þetta
var í sjálfu sér alveg nógu stórt fyrir mig. Veggirnir málaðir
ljósbrúnir og innbyggðir skápar í veggjum. Þarna voru nú
samankomnir þeir munir sem ég hefði alls ekki viljað láta
frá mér. Börnin mín höfðu sjálfsagt séð um að flytja það.
Það vantaði ekki hjálpsemina við að koma mér þarna fyrir.
Konan sem sagðist heita Klara, yfirgaf okkur, en sagði
að það yrði komið og mér vísað á kaffistofuna er kaffitim-
inn kæmi.
Berglind og Linda voru enn hjá mér.
— Mamma, viltu að við hjálpum þér?
Ég hristi höfuðið. Ég kepptist við að taka upp úr tösk-
unum mínum. Það var betra að hafa eitthvað fyrir stafni en
standa eins og þvara og reyna að leyna vonbrigðunum sem
byltust innra með mér.
— Ertu viss um að það sé ekkert sem ég get gert?
— Já, Berglind mín. Það er allt í lagi með mig. Þú ert
búin að hafa nóg fyrir mér. Þið skuluð bara fara núna og
svo lítið þið til mín seinna.
Linda faðmaði mig að sér.
— Amma, ég skal koma svo oft að þú fáir útbrot af því
einu að hugsa um mig.
Ég gat ekki annað en hlegið
— Ég gæti aldrei fengið nóg af þér, hjartað mitt.
Berglind kyssti mig.
— Við sjáumst fljótt, mamma mín.
Þar með voru þær farnar og ég varð ein eftir.
Ég settist á rúmið mitt og lét hendur falla í skaut. Ég leit á
vegginn á móti rúminu. Þar blasti við mér giftingarmyndin
af okkur Róbert og önnur mynd af börnunum ungum. Ég
andvarpaði og fékk sting í brjóstið. Af hverju fékk ég ekki
af fara um leið og Róbert. Þá hefði allt verið svo mikið
einfaldara. Við sem svo lengi höfðum þolað saman bæði
súrt og sætt, hefðum einnig viljað þola dauðann saman.
Ég veit ekki hve lengi ég sat þarna og starði á þessar
gömlu myndir en ég hrökk upp þegar bankað var á dyrnar.
— Kom inn.
Ung ljóshærð stúlka stakk höfðinu inn úr gættinni. Hún
brosti breitt en kom svo alla leið inn.
— Sæl, og velkomin. Ég heiti María og vinn mikið á
þessum gangi. Við eigum þvi eftir að hittast oft í framtíð-
inni. En nú er ég komin til að vísa þér á kaffistofuna. Þú
lærir strax á húsaskipan héma.
— Þakka þér fyrir.
Ég stóð upp og setti í mig hörku. Ég varð að taka sjálfri
mér tak. Hér og nú verður þú eins og manneskja, Linda
gamla, hugsaði ég með mér. Það vilja allir allt gera til að
létta þér lífið.
Heimaer bezt 129