Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 20
DRAUMURINN
UM
ÁSTINA
/
A
F.T J THFTMTIM J
Smásaga
eftir
Birgittu H. Halldórsdóttur
Ellin. Hún var eitthvert hugtak sem mér hafði alltaf þótt
svo fjarlægt, en þó svo skelfilegt. Elli, hrumleiki, hrukkur,
tilgangsleysi og bið eftir dauðanum. Já, ég hafði alltaf
óttast það að verða gömul. Tilhugsunin um það að andlitið
á mér yrði eins og bókfell fannst mér hryllileg. Ef til vill
þyrfti ég að fá falskar tennur, grá hár og hnýttar hendur. Ég
vildi ekki verða gömul kona. Verða fyrir öllum, gamlingi á
elliheimili, sem starfsfólkinu þætti ef til vill óþolandi
nöldurskjóða. Ég hafði séð svo margt gamalt fólk sem ég
vorkenndi. Mér fannst að líf þess hlyti að vera svo til-
gangslaust og innantómt. Allt búið sem vert var að lifa
fyrir. En auðvitað sagði ég aldrei neinum frá þessum ótta
mínum við ellina. Það var heldur ekkert eðlilegt að þrítug,
þriggja barna móðir, með góðar tekjur og allt til alls, væri
farin að hugsa um ellina. Mér fannst það sjálfri hálf sjúk-
legt. Ég sem er í skemmtilegri vinnu, á indæla fjölskyldu, er
á kafi í félagslífi, stunda erobik, ljós og sund og á aldrei
neina mínútu aflögu, ég hafði enga ástæðu til að kvíða
fyrir framtíðinni. En ég verð að viðurkenna að margt af því
sem ég geri er eingöngu til þess að líta vel út, vera áfram ung.
Það gerðist svo einn morguninn að ég vaknaði upp meira
undrandi en ég hafði orðið fyrr. Það var venjulegan mið-
vikudagsmorgun, klukkan hringdi. Ég hreyfði mig ekki en
starði út í loftið. Ég var varla með sjálfri mér. Maðurinn
minn rumskaði, bölvaði og stöðvaði vekjarann, en ég tók
varla eftir því. Mér leið einkennilega, dásamlega, ólýsan-
lega. Mig hafði dreymt draum. Ég mundi hann allan, þarna
sem ég lá í rúminu mínu, og allt i einu fannst mér ég sjá
heiminn í nýju Ijósi. Ég var ekki lengur hrædd við ellina. Ég
lokaði augunum og upplifði drauminn í huganum.
Drauminn um ástina á elliheimilinu.
Ég var í húsinu mínu, en þar voru engin húsgögn. Ég stóð
með tösku í annari hendi og vissi með sjálfri mér að ég var
að flytja. En hvers vegna? Ég leit á hendurnar á mér og
hrökk við. Þær voru grannar og beinaberar. Með skjálfandi
höndum tók ég upp spegil úr töskunni og leit í hann. Þar
hafði ég það. Við mér blasti andlit sem ég varla þekkti.
Dökkt hárið mitt var nú orðið silfurgrátt, húðin dálítið
hrukkótt, sérlega í kring um augun.
Ég brosti beiskt, en andaði léttar er ég sá að ég var með
mínar eigin tennur. En staðreyndin blasti við mér. Ég var
orðin gömul kona, kannski sjötug. Mér fannst ég vita það.
Samt sem áður þá leið mér ekkert illa. Þetta var ég sjálf
hvemig sem á því stóð. Og ég var greinilega á förum.
Ég hrökk við er einhver kom inn.Þetta var Berglind. Ég
vissi það strax. Yngsta barnið mitt. En hún var ekki lengur
litla fimm ára hnátan með ljósu krullumar hans pabba síns.
Nei, nei, þetta var hinn skörulegasti kvenmaður, áreiðan-
lega fjörutíu og fimm ára. Mér fannst ég sosum vita þetta
allt. Mig langaði samt helst til að skella upp úr. Jæja, var nú
blessuð dúfan hún Berglind mín farin að hugsa um
mömmu gömlu.
Hún ræskti sig vandræðalega.
— Jæja, mamma mín. Þá er ekkert eftir. Við skulum
drífa okkur. Ég er viss um að þú átt ekki eftir að sjá eftir
þessu. Það verða allir góðir við þig. Svo hlýtur þú að þekkja
128 Heimaerbezl