Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 19
hermmsarvetunnn
Vf*tnrirm 10OA víir pinn Viinn rnf^cti ^ heí?ítr PP var híirn í \4nlii no viA Á rn
Veturinn 1906 var einn hinn mesti
snjóavetur sem núlifandi menn muna.
Eins var vorið fram að hvítasunnu. Ég
átti að fermast á Grenjaðarstað,
fimmta sunnudag eftir páska. í vik-
unni áður kom orðsending um að ég
ætti að koma á föstudag til endanlegs
undirbúnings fermingar. Fimmtudag
um hádegi var ég ferðbúin. Veður var
meinlaust en þoka í lofti. Pabbi
ætlaði með mér, en hann var beðinn
að fara með lækni úr Breiðumýri og
upp í Mývatnssveit og varð ég því að
fara ein. Ég vildi fara út Vatnshlíð,
fannst það nær mannabyggðum.
Pabbi vildi það ekki, ég yrði mikið
fyrri að fara upp á heiði, upp
brekkuna hjá Halldórsstöðum og
austan við Háamel. Það mundu alltaf
standa stórir steinar uppúr honum.
Veðrið mundi ekki breytast.
Ég legg svo af stað, fjórtán ára
unglingur, hvorki stór né þróttmikil.
Snjórinn var í mjóalegg og hné. Mér
fannst erfitt að kafa upp að beitar-
húsatóftinni á heiðinni. Þar settist ég
niður og hugsa ráð mitt. En sem ég sit
þarna finn ég að veðrið er að breytast,
það er komin norðaustan gola og él.
Þá missi ég kjarkinn að fara norður
heiði, en hugsa mér að leggja norð-
austur yfir heiðina og komast austur í
Krók á Þegjandidal. Þar var ég
kunnug frá smalamennsku sumrin á
undan. Þar vissi ég að lá garður
norður dalinn frá Einarsstöðum er var
kirkjustaður í fornöld. Að vísu var
garðurinn víða hruninn, en þó voru
langir kaflar þar sem reiðgötur voru
og hafði ég oft farið eftir þessum
garði. Verst var að snjósokkarnir voru
orðnir svo trosnaðir, að mestu komnir
ofaná ristarnar og þá var sauðskinns-
skónum hætt. Nú legg ég af stað og
alltaf herðir hríðina og stormurinn
eykst. Öðru hvoru grillir þó í Þor-
gerðarfjallið — gott á meðan. Ég kemst
minn
1906
Sólveig Stefánsdóttir
Öndólfsstöðum.
austur í Krókinn og þar losa ég mig
við sokkaræflana. En það fór eins og
ég bjóst við, skórnir voru á sömu leið.
Ég þramma norður dalinn, missi af
garðsbrotunum. Öðru hvoru dett ég,
mér finnst þetta svo langt. Skórnir eru
komnir ofan á ristarnar. Ég reyni að
vefja þvengjunum um fæturna.
Hríðin eykst og ég sé sjaldan í Þor-
gerðarfjallið, ég er svo hrædd um að
ég geti lent i Kálfalæknum sem rann
eftir dalnum og var svo djúpur og
holbekktur.
Ég hafði bænirnar mínar og bað
guð að halda sinni verndarhendi yfir
mér. Ég var að verða svo þreytt og
svöng. Enn sást ekki í Múlabeitar-
húsin, var þetta svona langt? Ætli ég
komist nokkurn tíma alla leið? En allt
í einu sé ég djarfa fyrir ósléttu! Guði
sé lof, þetta voru beitarhúsin frá
Múla. Ég settist norðaná vegginn,
þurrkaði af mér snjóinn og tárin, því
þau höfðu sótt á að renna og hjálpa
hríðinni til að blinda mig. Ég reyndi
að herða mig upp og hugsa um það
þegar ég var barn í Múla og við Árni
frændi minn fengum að fara með
þeim sem færðu fólkinu kaffi þegar
verið var að stinga út taðið úr beitar-
húsunum. Mér kólnar, það er orðið
hvasst, kjarkurinn er ekki mikill en
allt í einu heyri ég eitthvert hljóð. Ó,
það er blessuð Laxá, og hún gaf mér
nýjan þrótt. Ég vafði þvengjunum
sem eftir voru betur um fæturna og
lagði svo af stað. Enn var langt út að
Kraunastöðum, þar vissi ég að mér
yrði vel tekið. Skórnir voru nú upp-
slitnir og ég gekk á sokkunum. Alltaf
bað ég guð að ég mætti komast til
bæja og það varð. Ég sá mann með
heypoka á bakinu, gekk í veg fyrir
hann og heilsaði. „Hvaðan kemur þú
barn, í þessu veðri?“ Ég svaraði því
eins og ég gat en það sat einhver
kökkur í hálsinum á mér. „Komdu
fljótt heim með mér“. Er við komum
inn í bæinn kallaði hann: „Guðrún,
Guðrún" og húsmóðirin, Guðrún
Þorgrímsdóttir, kom fram og leiddi
mig upp í baðstofuna, þar var ég
klædd úr blautum fötunum og látin
hátta ofan í rúm. Eftir lítinn tíma kom
Guðrún með volga nýmjólk og tvær
slátursneiðar. Aldrei fannst mér ég
hafa bragðað betri drykk. Ég sofnaði
vært og svaf til morguns. Er ég
vaknaði var búið að þurrka af mér
fötin og Kristín frænka, síðar í Vagn-
brekku, var búin að gera mér skó. Já,
þessar blessuðu konur verða mér ó-
gleymanlegar. Ég er nú 70 ára, en man
þetta eins og það hefði skeð í gær.
Eftir hádegið var mér fylgt að Grenj-
aðarstað.
Sólveig Stefánsdóttir,
stöðum, síðar Vogum.
Öndólfs-
Búið til prentunar af
Báru Sigfúsdóttur, dóttur Sólveigar.
Heimaerbezt 127