Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 16
Brennisteinsfjöll. Sé grannt skoðað sjást
vörður vestur hraunið. Gönguleið á
vetrum.
Grindaskarð. Kerlingarskarð við hnjúk-
inn til vinstri.
Kerlingarskarð. Hér er ekki allt sem
sýnist.
nöfn, eins og Urðarfell 232 m til hægri og Sjónarháls. Á
vinstri hönd eru Katlabrekkur og þá nefnist hraunið
Katlabrekkna-, eða Katlahraun. Litlu vestar, austan
götunnar er svo Hlíðardalur og er hann grasi vafinn til efstu
brúna. Nokkrar rásir hafa þó náð að myndast í brekkurnar
undan vatni sem fellur frá heiðinni í leysingum á vorin. í
Hlíðardal er áð, tekið af hestum og litið til leiða. Dalurinn
var fyrrum nýttur til slægna eins og Strandardalur, en
ógreiður hefur engjavegurinn verið og langsótt í slægjurnar.
Eftir ljúfa stund í hlíðarbrekkum eru beisli bundin upp á
hestum sem til þessa höfðu verið teymdir. Tvö yngstu
hrossin, vart af bamsaldri, taka forystu með reist eyru líkt
og hlustað sé eftir hljóðmerkjum sem gatan geymir frá
hófataki liðins tíma. Brátt liggur leiðin milli hrauns og
heiðar og stefnir á Hvalhnúka. Hún er greið með grettis-
tökum hér og þar. Hvergi er angan lyngs og moldar meiri.
Þar er mófuglamergð, ein sú mesta er þú sérð. Aftur leita
orð skáldsins upp i hugann: „Ó þvílík dýrð, og nautn, og
náð og nasir minar þöndust út. Ég að mér gróðurilminn
dró/og angan svalg frá blaði og legg“. Undir slíkum áhrif-
um er haldið til Hvalskarðs. Milli fyrrnefndra hnúka er hátt
og ógreitt upp að fara eftir brattri vikurdyngju. Þó er þar
um veg að velja. Hér er verið í um 500 m hæð yfir sjó og því
hæðarmunur mikill ofan af hálsinum og niður að skeifu-
mynduðum dal vestan Hvalhnúka og nefnist Leirdalur.
Hann er að lögun sem skál með skarð í vesturbarmi og
ómældar eru þær merkur sem sú skál mundi rúma. Dalur-
inn er að mestu gróinn língresi, en að hluta með sandrein-
um, eftir leysingavatn. Undir suðurbarmi skálarinnar er
hamraskúti sem fyrrum var nýttur til skjóls fyrir gangna-
menn í haustleitum. í dalnum er kjörinn áningastaður, að
öðru en því, að þar er hvorki lind né lækur, eins og raunar
er á allri þessari leið.
Tekið var af hestum sem nýttu sér bæði gróðurinn og
sandinn um stund þrátt fyrir skort á vatni. Opnaðar voru
töskur uppí brekku undir brún bergs og bruna, lyngs og
blóma. Hér á þessum stað, elds og hrauna, ætti að reisa
endurhæfingarbúðir örgöngumanna stræta og torga þjóð-
arinnar yfir sumarið, verður þeim aldraða að orði um leið
og hann tekur sér væna sneið af hangikétslærinu frá honum
Sigurði Auðunssyni.
Eftir stundar áning var haldið vestur um skarðið á skál-
inni og Leirdalur kvaddur. Brátt tekur hraunið við úfið og
grett svo að drýlt hefur á hrauntaumunum. Þess á milli
greinast götur í berghellum eftir fáka fyrri alda, er leitað
var fanga við Flóann. Á stöku stað hafa götur verið ruddar
gegnum hraunhryggina og nálgast að vera síðutak að dýpt
á meðal hesti. Nú eru göturnar víða vandfarnar vegna
grjóthruns, sem fyrrum var fjarlægt hvert ár áður en lestir
hófust. Nú er löngu hætt að leggja hönd að slíku, og gerir
það leiðina torsóttari. Gatan væntir vinnufúsra handa, að
velta steini úr vegi, svo hún verði góðum hesti gleðirík. Hér
væru næg verkefni fyrir vinnubúðalýðinn í Leirdalnum,
hugsar sá gamli og finnst það snjöll hugdetta.
Eftir því sem leiðin styttist til Grindaskarða verður gatan
ógreiðari. Það mun enginn geta gert sér í hugarlund, þær
hamfarir náttúrunnar sem þar hafa átt sér stað, þær verður
hver og einn að líta eigin augum. Grindaskörð nefnast einu
nafni röð hnúka og skarða austur af Lönguhlíð, í um og yfir
500 m hæð. Eitt þeirra er Kerlingarskarð, um það liggur
leiðin og kennd er hún við skarðið. Þar er í senn fagurt og
ógnvekjandi, sem grípur hjarta taki. Þaðan sést víða vegu
Gatan, væntir vinnufúsra handa.
Litla-Kóngsfell.
Skipt um hesta vestan Skarðsins.
124 Heima erbezl