Heima er bezt - 01.02.1989, Blaðsíða 8
Ásgeir Þórhallsson og Halla Angantýsdóttir ásamt Einari Guð-
mundssyni og Þórhöllu Asgeirsdóttur.
— Hvernig hefur þessi reynsla breytt þér þá sem manni?
— Að vissu leyti verður maður meiri einfari, — maður
er svo mikið einn, jafnvel þó við séum tveir saman við
veiðarnar, því maður liggur að jafnaði einn á greninu. Þó er
ég ekki frá því að ég njóti margmennis að sumu leyti betur
en áður, reyndar held ég að hverjum manni sé einvera
nauðsynleg að vissu marki, en það er mikill misbrestur á
því nú til dags. Ég hef stundum ráðlagt mönnum það að
fara á afvikin stað, gjarnan kannski þar sem er fuglalíf, það
er alltaf notalegt að hafa þá blessaða hjá sér, sitja bara
grafkyrr, — láta fara vel um sig í góðu veðri og virða fyrir
sér lítinn blett í landslaginu og eftir fáa klukkutíma gerist
eitthvað i sálinni. Og til langframa þá er þetta svona andleg
vaxtarrækt.
— Hefur þetta kannski líka breytt þínum lífsskilningi í
samskiptum við annað fólk?
— Ég er ekki frá því, að mér finnist ýmislegt sem menn
hafa í kringum sig, oft eitthvað sem keypt hefur verið
dýrum dómum með mestu erfiðismunum, ekki eins í varið
og áður. Annars er svolítið erfitt að tala um þetta því það
getur virkað sem maður sé að guma af einhverjum and-
legum auði sem aðrir ráða ekki yfir.
— Mér finnst ég megi lesa það í fari þínu Angantýr,
þegar við erum að spjalla um þessi mál, að þú hafir sérstaka
skoðun á því hvernig við Islendingar ættum að nýta okkur
gæði þessa lands?
— Má vera, — alla vega kemst ég alltaf meir og meir á
þá skoðun að veiðimennska og það að nýta sitt nánasta
umhverfi til framfæris sé það eðlilegasta og hollasta sem
við eigum völ á, það er svo aftur annað mál að með nútíma
tækni finnst mér margt stefna í svona heldur óhugnanlega
átt.
Það er t.d. talað um að hafa fiskiskip sem fæst, fisk-
vinnslur sem fæstar og að sækja mikið aflamagn á
skömmum tíma, — bókstaflega ryðja því í land, og veiði
mennirnir eru þar með ekki fullgildir í þjóðfélaginu lengur,
þeir breytast í eins konar nútíma útilegumenn og þetta
finnst mér heldur ömurlegur gangur. Og ég verð að segja
það hreint út að mér finnst sjávarþorp með dagróðrarbát-
um, þar sem aflinn berst glænýr að landi og nýttur eins vel
og kostur er, ætti að vera það eðlilegasta og besta, en til þess
þarf bæði mikinn tíma og nægar hendur. Því finnst mér að
ætti að sporna gegn þessum gleypigangi og stóriðjubrag af
öllu afli.
— Með tilvísun til þessara þorpsrústa á Langanesinu,
ertu þá ekki svolítið hræddur um afdrif lítilla sjávarþorpa í
dag?
— Mér hefur oft verið hugsað til þess þegar ég geng um
rústirnar að Skálum að svona gæti farið fyrir Raufarhöfn
og Þórshöfn. Það er ekkert langt síðan að menn vildu ólmir
eiga heima á Sléttunni og á Langanesinu vegna sjávargæða
og hlunninda. En nú er því haldið fram að hægt sé að nýta
fiskimiðin án þess að búa nema til þess að gera á fáum
stöðum á landinu, og eins er það með veiðilöndin, það.
þurfi ekki búsetu til. Auðvitað setur þetta í mann efasemdir
með framtíðina.
— Hefur þú einhvern samanburð á búsetu út frá fé-
lagslegum forsendum?
— Ég hef átt heima í Reykjavík, þannig að ég þekki nú
bæði borg og sveit, en nú bý ég hérna í litlu sjávarþorpi og
finnst það að mörgu leyti notalegasta samfélagið. Þar
þekkja allir alla, það er að vísu stundum erfitt ef menn haga
sér ekki alveg eins og á að gera, en jafnframt ef eitthvað
bjátar á, þá eru menn boðnir og búnir til að hjálpa. I
sjávarþorpinu þá veit hver einasti maður hvað er að gerast,
— hvað sveitarfélagið er að framkvæma og hvernig, — en í
Reykjavík geta farið fram stórkostlegar framkvæmdir og
helmingurinn af borgarbúum hefur ekki hugmynd um
hvort þetta er á fjárhagsáætlun eða þá hver er að fram-
kvæma verkið og hvernig að því er staðið. En á svona
stöðum eins og hér á Raufarhöfn fylgjast menn með öllu i
smáatriðum og eru mjög vel meðvitaðir um sitt samfélag,
kannski stundum svolítið smámunasamir og jafnvel
kröfuharðari fyrir vikið, en það gæti alveg eins verið af
hinu góða.
Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum
hluti af lífríkinu og náttúrunni og eigum að umgangast
hana með virðingu og varúð en ekki níðingsskap eins og nú
er gert. Menn ættu að hugsa sig betur um þegar þeir fella
þunga dóma um þá sem stunda veiðar. Ævilok veiðidýrsins
einkennast að vísu af miskunnarleysi en það hefur þá
fengið að lifa frjálst en ekki svipt eðli sínu eins og t.d.
hænsni og nautpeningur í nútíma stórbúskap sem aldrei
lifa eðlilegu lífi. Neysluþjóðfélagið er með tækni sinni og
græðgi að breyta moldinni í lífvana leir, vötnum og hafi í
ýldupolla og andrúmsloftinu í eiturgas. Veiðimennskan
finnst mér hins vegar vera háttur náttúrunnar sjálfrar,
jafnvel gróin í mannlegt eðli og hún dregur frekar fram það
jákvæða en neikvæða í manninum.
44 Heima er bezt