Heima er bezt - 01.02.1989, Side 18
móðirin hafi fundið þar vígi fyrir ár-
ásum svartbaksins og því hafi þessir
sloppið?
Litlu blessaðir bobbarnir. Rétt
nýkomnir úr egginu. Það er ekki von
að móðirin þori langt út á vatnið með
þá. Og hugsa sér það, ef allir ungarn-
ir, sem svartbakurinn er búinn að
taka, hefðu lifað. Ja, - þá hefði hóp-
urinn verið fallegur á vatninu í
sumar, ásamt öllum mæðrunum.
Steggjarnir hverfa ævinlega af vatn-
inu í lok varptímans.
Eg sit á móhellusteini, í skuggan-
um, inni undir barðinu. Byssan
liggur þvert yfir hnén, en ég held um
hana. Þá get ég brugðið henni á loft
á augabagði, ef svartbakurinn kæmi
aðvífandi og svifi hjá í færi. Samt veit
ég að ég á örugga útverði. Þeir eiga
líka ungana sína á holtunum hérna
ofan við.
En - þó þeir aðvöruðu mig þá veit
ég líka að sjón svartbaksins er af-
burða skörp, eins og hjá krumma.
Örlítil hreyfing, áður en hann kæmi
í færi, gæti orðið til þess að ég tapaði
honum. Þegar þá grunar hættu, gera
þeir stundum svo snöggar hliðar-
sveiflur, upp á við eða til hliðar, að
ekki er nema fyrir skotsnillinga að
hæfa þá.
Bíðum við. Þarna er þá öndin
komin í dauðafæri.Hún veit ekki um
mig. Og litlu ungarnir tína lirfur og
flugur (rykmý), sem þarna eru í
röstum við bakkana. Hvað þeir eru
liðugir og kvikir og röskir. Ætli að
svartbakurinn eigi eftir að taka um
hálsinn á þeim? Þegar þeir fara að
stálpast kostar það hann stundum
talsverða snúninga að ná þeim. Þeir
eru svo snarir að stinga sér. En sé
logn og vatnið ekki skollitað eftir
veður, þá sér hann þá niðri í vatninu,
sveimar yfir þeim, og grípur þá þegar
þeir neyðast til að leita yfirborðsins.
Ekki er griður gefinn og ekki er her-
ferðin hetjuleg.
Þarna sá öndin mig enda rétt kom-
in að mér. Hún er þó ekki viss um
hvað þetta er. Hún teygir upp háls-
inn og horfir á mig gaumgæfilega. Jú,
nú kallar hún á ungana og gefur þeim
hættumerki með því að lyfta nefinu
nokkrum sinnum snöggt. Þeir hlaupa
til hennar. Hún sveigir frá landi, en
snýr ekki við. Svo syndir hún norður,
nokkra metra frá bakkanum. Hún er
þessu svo vön. Sjálfsagt hefur hún oft
komið, ásamt mörgum félögum
sínum, nærri fast að mér og hundin-
um mínum, þar sem ég hef setið á
vatnsbakkanum og kíkt á þær en
héppi hefur gert ýmsar hunda-
kúnstir, sem vakið hefur óskipta at-
hygli þeirra og þó sérstaklega kven-
fuglanna. Nú tindrar sólskinsliturinn
í fallegu augunum hennar. Ef svart-
bakurinn kæmi núna, þá skyldi hann
sannarlega fá kveðju, sem hann
gleymdi ekki strax. Og ekkert freist-
ar hans meira en svona ósjálfbjarga
ungar á lygnu vatninu. Og nú syndir
öndin að landi rétt norðan við mig.
En hvað móðirin hefur sterkan
vörð á ungunum. Hún er alltaf að
hvima. Hún virðist lítið eða ekkert
fá sér sjálf af öllu þessu góðgæti, sem
á vegi hennar verður. Og þarna
hverfur hún norður fyrir oddann.
Ætli ég liggi ekki enn einn klukku-
tíma fyrst ég er á annað borð kominn
hingað. Hér er líka besti staðurinn
að dyljast, meðan sól er að hækka
á lofti.
Ha! Hvað er nú á seyði? Kríurnar
þjóta af stað, og - strax komnar í
vígahug. Sennilega krummi gamli
eða kjói eða - svartbakurinn? Bara
að það væri hann. Alltaf eru þær jafn
vígreifar og röggsamar. Þær láta
sannarlega „hendur standa fram úr
ermum“, þegar óvelkominn gestur
nálgast eggin eða ungana þeirra. Þær
eru fæddar til herþjónustu. Og svo
hjálpsemin. Ekki er skortur á henni.
Þær eru hreinasta fyrirmynd um sam-
vinnu.
Nú. Það er naumast gangur. Þær
djöflast í einhverju, þarna norður
frá, og - nálgast. Ólíklega er það
krummi. Hann hefði varla tekið á
móti þeim þegjandi, sá gamli. En
baksi. Hann er ekki uppnæmur fyrir
svona narti. Sá karl fer hljóðlega
þegar hann er í vígahug. Ef til vill
er það hann?
Ég þrengi mér upp undir barðið,
sný mér norður, held um byssuna og
er viðbúinn. Æ-i. Þar hrapaði þá
mold niður á hálsin á mér og veltur
niður á hrygg. Ef til vill flýgur hann
yfir mig, í dauðafæri, áður en hann
sér öndina? Þá skal ég vanda mig.
Nú kallar öndin. Þar sér hún hann.
Sennilega er það svartbakurinn að
koma. Þá flýgur hann venjuiega suð-
ur með vatninu að austan og oftast
yfir því sem næst landi. Þar er líka
besta veiðivonin. Ég sný varaskotinu
í vinstri hendi svo patrónubotninn
snúi að mér. Nú skal ég vera fljótur
að snara því í, ef sá herjans þrjótur
heyrir það fyrra og . . . . Hvaða
ósköp hljóðar öndin. Það er ekki um
að villast. Hann hefur séð hana og
sennilega er það ha . . . . Sjáðu bara.
Þarna brá fyrir stórum, ljósum
vængjum, við barðbrúnina, hátt uppi
og talsvert norðar. Þeir hurfu aftur.
Gott. Hann hefur ekki séð mig. Öll
athygli hans beinist auðvitað að önd-
inni, sem hljóðar nú alveg voðalega
og þó öllu heldur að ungunum
hennar.
Ég rís upp, hægt og örugglega, og
gægist undan barðinu. Annars bloss-
ar veiðihugurinn undir niðri og óviss-
an magnar óstyrkinn. En nú má ekki
mistakast. Þarna lyftir svartbakurinn
sér til flugs, með unga í nefinu. En
þeir vængir, og - hvað unginn sprikl-
ar og svona langt færið. Skotið bylur.
Svartbakurinn fellur aftur í vatnið,
og unginn spriklar við hlið hans. Ég
set hitt skotið í byssuna og tek sprett-
inn norður vatnsbakkann. Svartbak-
urinn syndir hratt frá landi og ungan-
um, sem nú er hættur að brölta,
hægri vængur svartbaksins er
brotinn. Hann stendur þversum í
vatninu þannig að vænghnúinn snýr
niður en broddar handflugfjaðranna
standa talsvert upp úr því. Samt
syndir hann knálega burtu, snýr
öðrum vanga að mér og horfir til
mín. Ég sé hvernig augað sindrar
móti hækkandi sól. Nú brennur þar
glóð angistar og kvala. En hann
barmar sér ekki. Ó - nei. Sjálfum
dauðanum mætir hann með óbifan-
legri ró og festu og fullkomnu
jafnvægi hetjunnar, sem heimtar allt
og fórnar - öllu. -
Annað skot rýfur kyrrðina. Höfuð
svartbaksins hnígur í vatnið. Hann
liggur kyrr. Svo bærist heilbrigði
vængurinn. Hann þenst út og slær
Framhald á bls. 60.
54 Heima er bezl