Heima er bezt - 01.02.1989, Síða 24
Séra Arnljótur Ólafsson.
magnann. Hann reiknaði það allt út, svo jafnaði hann
sköttunum niður á hvert mannsbarn í landinu og kallaði
það nefskatta. Hann var framúrskarandi mælskur, hrein-
skilinn og fyndinn; stundum lítið eitt óhlífinn í orðum.
Hann skildi að það þurfti að vekja fólkið til umhugsunar.
Allir höfðu gagn og ánægju af greinum hans, sem voru
ljósar og skiljanlegar. Auk prestsembættisins var séra Arn-
ljótur læknir og hjálpaði mörgum; hann var álitinn mesti
búmaður og virtur af þjónustufólkinu, en sá göfugi kostur
einkennir beztu menn þjóðanna. Það var haft eftir karli
nokkrum, sem lengi var á Bægisá; hann var að tala við
bónda þar í sveitinni; hann segist hafa heyrt að Arnljótur
hafi það til að vera ráðríkur. Þá svarar gamli maðurinn:
„Farðu vel að séra Arnljóti og mun hann reynast þér eftir-
látur, því hann er spekingur að viti, en spekingar þola ekki
mótspyrnu, því þeir sjá það rétta.“ Þótti þetta gott svar af
karli. Séra Arnljótur var alþingismaður Eyjafjarðarsýslu og
þótti skörulegur í framkomu; báru allir virðing fyrir honum
sem merkum ræðumanni; djarfur og djúpséður meir en
almennt gerðist. Mér finnst hann hafi verið jafnaðarmaður
frá sjónarmiði mannúðar og friðsemdar. Hann var al-
þýðuvinur, sem vildi að fólkinu væri hjálpað á verklegt
þroskastig, en ekki að skatta menn um efni fram; hann sá
að þá fyrst ætti þjóðin góða framtíð fyrir höndum. Þennan
sannleika, sem séra Arnljótur sá fyrir sjötíu árum samsinna
allir mannvinir nú á tímum. Það þarf að hlúa að þeim sem
lyfta hinum þungu byrðum verkanna, vinnulýðnum og
landbúendum, og skilja að það er alþýðan, sem heldur
heiminum í jafnvægi.
Kona séra Arnljóts var mesta myndarkona að nafni
Hólmfríður, ein af hinum valinkunnu systrum og merkis-
konum þeirrar tíðar, dætrum séra Þorsteins Pálssonar á
Hálsi í Fnjóskadal. Var heimilið á Bægisá orðlagt fyrir
reglu og smekkvísi; líka var orð á því gjört að ástríkara
hjónaband væri fágætt að finna. Þessir menn mega ekki
tapast úr sögunni, þeir lögðu fram krafta sína og hæfileika
til viðreisnar landi og þjóð.
Lögberg 29. jan. 1942.
- Dýravinur eða?
Framhald af bls. 54.
nokkur aflvana slög í vatnið, með þeim afleiðingum, að
svartbakurinn snýst alveg við. Svo liggur hann hreyfingar-
laus. Mjallhvítt brjóst og bjartur blikandi vatnsflötur.
Svona var þá síðasta fórnin. Á litla hálsinum vottar
fyrir blóði.
Litli vinur. Pín vegna gleymdi hann hættunni. Þín
vegna gáði hann ekki að sér. Þín vegna sigraði ég - núna.
Já. Svona er það stundum. Dýrustu fórnina færa þeir veik-
byggðu og smáu.
Eg strýk um augnalokin á svartbaknum. Hvílík augu.
Jafnvel enn blikar úr djúpi þeirra köld, óbifanleg ró og
dirfska. Nú stara þau út í heiðríkjuna. Þau stara þangað,
sem þú hefur svo oft svifið, á þöndum vængjum - alfrjáls
- við árblik vormorgna. Og hver veit, nema að þangað
sértu nú aftur kominn, - þangað, sem enginn máttur
megnar að brjóta vængina þína?
Langt úti á vatninu syndir duggönd. Hún fer hægt, ber
höfuð hátt og hefur gát á öllu. Fast við stél hennar, öðru
megin, syndir ungi. Hann er ungur og óstyrkur en finnur
hvar sundið sækist best. Það veit móðirin líka.
Því ert þú komin svona langt frá landi? Skynjaðir þú
hvað gerðist áðan, þegar óvinurinn, sem tók ungann þinn
litla, féll í vatnið? Því gæti ég best trúað. Af heilum hug
vildi ég nú óska þess að nú fáir þú að hafa hann hjá
þér, þennan eina, þennan síðasta. Já. Ég vildi óska þess,
að nú fáir þú að njóta hans, þar til þið bæði leggið af
stað í langferðina miklu, til mildari staða. Ég vona líka,
að þrátt fyrir margar hættur í þeirri för, hættur, sem eru
öllum svartbökum ægilegri, þá komir þú aftur. Og sé það
dóttir þín, sem nú fylgir þér, þá kemur hún líka. Þótt
svona færi núna, brennur sama þráin í brjóstum ykkar
beggja, því:
„rörnrn ersú taug,
er rekka dregur
föðurtúna til.“
Júlí 1950.
60 Heima er bezt