Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1989, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.02.1989, Qupperneq 32
III. kafli s Utmánuðir Það hefur kyngt niður snjó dögum saman. Gluggar eru allir fullir af fönn, svo dimmt er inni í húsum um bjartan dag. Ég sit einn á rúmi mínu og ræ fram í gráðið. Mér finnst tíminn standa í stað og hafi raunar gert lengi. Stundum spyr ég sjálfan mig um, hvort kölska muni hafa tekist að stöðva tímann, til þess að mannskepnan fari að formæla Guði svo myrkrahöfðinginn fái fleiri sálir? Myrkur. Þögn. Margar spurningar leita á hugann. Til hvers er ég að þessu helvítis hokri? Hér uppi í afdal, þar sem maður getur bókstaflega hvorki lifað eða dáið við þessi kjör. Að vísu vissi ég það, að foreldrar mínir, æi, ég átti víst að segja okkar, fyrirgefðu, höfðu þrælað hálfa ævina með það að markmiði, að komast yfir jörð, svo þau gætu lifað sjálfstæðu lífi, já, öðrum óháð, en lifa ekki alla ævi sem vinnuhjú annarra. Það hafði verið- draumur þeirra. Átti ég þá, sonur þeirra, að slíta rætur okkar úr þeirri mold og flytja þau í þorp. Horfa á þau visna eins og blóm, sem slitin eru upp og sett í vatnsglas. Ég var eins og milli steins og sleggju. Stundum lá mér við sturlun og mér flaug í hug, að hlaupa út í hríðina og láta mig fenna í kaf. En þá vaknaði ætíð sú spurning í huga mér, hvort ég yrði þá að sitja undir sama steininum um ókomnar aldir, eins og hún vinkona mín í Blákonu- hvammi. Til þess get ég ekki hugsað. Ofurlítil dagskíma brýst í gegnum hélaða rúðuna upp við efri brún gluggans og varpar daufri glætu inn í her- bergið. Ég sit með hönd undir kinn og rýni út í húmið. Ég átti von á bréfi frá Mjöll. Það er orðið langt síðan ég hef fengið bréf, en líklega getur það dregist, að póstur- inn komi í þessari ófærð.... Undir kvöldið sýnist mér snjókoman fara minnkandi. Ég sé það greinilega út um smágat, sem ég hefi þýtt með andardrætti í héluna á rúðuna. Líklega rofar til með nótt- unni. Einn morguninn þegar ég kem í húsin, stendur ein ærin úti í horni og blæs óskaplega, rétt eins og gamall fýsibelg- ur í smiðju. Ég geng til hennar og þreifa á baki hennar, en þar er ekki beinahnig. Hún er sýnilega mjög veik. Ég sé líka að hún stendur í dálítilli kryppu og þegar ég beygi mig niður og hlusta andardráttinn, heyri ég að hann er hálfhryglukenndur. Það er rétt eins og maður heyri hæga suðu í grautarpotti. Ég stend þarna lengi hljóður og stari inn í hálftóma hlöðutóttina. Svo þetta ætlað þá að verða árangur ársstrits okkar á þessum bæ. Smitandi lungnabólga í ánum. Ég hafði svo oft fengið hana í féð, að ég var farinn að þekkja hana. Ég tvístíg þarna í vand- ræðum mínum. Ég sé og vissi raunar fyrir að stabbinn í hlöðunni er allt of lítill til að hægt sé að taka ærnar á innistöðu. Það dró úr mér mátt, því þetta kom mér svo á óvart. Ég var farinn að vona, já, hálfpartinn að trúa því, að þessi leiðinlegi vetur með öll sín vandamál og erfiðleika væri senn á enda. En það var gyllivon, því nú var aðeins byrjaður apríl og töluvert eftir að vetrinum, jafnvel eftir almanakinu, en þau, árstíðaskipti, sem þar eru skráð, reynast oft bókhaldsvilla. Og hvað nú? Innistaða var eina vonin. Úti var vestankaldi með nokkru frosti. Ég hljóp heim eftir hitatöflum, en af þeim átti ég jafnan töluvert til, og hellti ofan í veika ána. Otal hugsanir brutust um í kollinum á mér. Já, riðu þar gandreið hver í kapp við aðra. Þetta var andskotans ástand. Og eftir því sem ég hugleiddi þetta lengur þeim mun ákveðnari varð ég í því að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Það var engu líkara en mótlætið stælti mig. Gerði mig ákveðnari en ég hafði búist við að ég gæti orðið. Kannski fengi ég þarna tækifæri til að sýna hvað í mér byggi. Já, kannski gæti ég sýnt sveitungum mínum, að ég væri ekki eins mikill aumingi og ónytjungur eins og ég vissi að þeir álitu mig vera. Og þessir örðug- leikar, þeir myndu einnig verða til þess að ég fengi um annað að hugsa en draumarugl. Nú hefði ég nóg að starfa um stund. Um kvöldið var veika ærin dauð. Svona fer það, þegar maður hefur verið sofandi á verðinum. Næstu daga og vikur er ég öllum stundum hjá fénu því ég veit, að það er eina vonin. Flesta þessa daga er vestanstrekkingur og ónæðissamt úti. Ég reyni þó að fylgjast vel með ánum, eftir því sem vit mitt nær. En ég verð að beita þeim vegna heyskorts. Ég er hjá fénu meðan það er að éta, því verið getur að ærnar fari snöggvast að, þó þær séu að byrja að veikj- ast. Og ef ég sé á þeim, þá set ég óðara ofan í þær lungna- bólgutöflur. Ég er líka hjá ánum þar til þær eru allar lagstar og farnar að jórtra, því ef þær jórtra ekki, þegar ró er komin á í húsunum, er það alveg öruggt merki þess að þær séu að veikjast. Þetta er mjög bindandi og ég hefi nóg að starfa og hugsa um. Mér líður líka næsta vel, betur en mér hefur liðið áður á þessum árstíma. Ég er líka nýbúinn að fá bréf frá Mjöll og ég hef það með mér í húsin og les það upp aftur og aftur. Les það löngu eftir að ég kann það utanað orð fyrir orð. Svona er ég barnalegur. Sumardagurinn fyrsti Það virðist svo sem sumarið ætli að koma með sumri í þetta sinn, ef ég má orða það svona klaufalega. En á sumardaginn fyrsta er kominn hlý sumargjóla svo snjóinn tekur ört upp. Hann bráðnar, rennur fram, verður að vatni. Það eru lækir í öllum lautum. Við sitjum við miðdegisverðarborðið. Þá er barið að dyrum. Það er Loftur á Hjalla. Nú veit ég, að þú hlýtur að muna eftir honum Lofti. Annars.... Það er kannski 68 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.