Heima er bezt - 01.02.1989, Page 34
- Þú skalt spyrja Snæ að því, því satt að segja skil
ég ekki sjálfur hvernig hann fór að sleppa án stóráfalla,
sagði pabbi og ég heyrði ekki betur en það væri stolt
í rómi hans. Og hann leit á mig, brosandi, já, svona rétt
eins og ég væri eitthvert undur, mikill maður, vaxinn hon-
um yfir höfuð. Eg ræskti mig, og helst hefði ég kosið
að vera kominn út í fjárhús.
- Ég reyndi að fylgjast sem best með ánum, horfði
eftir, hverjar væru linastar að fara að garðanum og einnig
hverjar jórtruðu ekki eftir gjöfina og svo hellti ég hitatöfl-
um ofan í þær strax og ég sá á þeim.
- Já, hann hefur, blessaður drengurinn, verið öllum
stundum yfir fénu, varla gefið sér tíma til að borða, -
segir mamma. Stutt, en nokkuð þrekin, framsett með
þykkar kinnar og undirhökur.
- Já, þú ert ekkert blávatn, drengur minn, segir Loftur,
lítur á mig aðdáunaraugum, glampi í þeim, fallegur
glampi. Rétt eins og Mjöll horfi á mig. Þú átt einhvern
tíma eftir að verða góður bóndi. Sá sem er trúr yfir litlu
mun settur yfir mikið, stendur einhvers staðar. Ekki hefði
þurft að bjóða honum Hauki mínum þvíumlíkt stúss.
Honum hefði fundist þetta nokkuð bindandi er ég hrædd-
ur um.
- Þessi smitandi lungnabólga er andskotans plága að
glíma við, segir pabbi og þurrkaði tóbaksdropa af nefinu.
Ég sé það út um gluggann að farið var að létta til,
rigningarskúrirnar voru gengnar yfir, komið sólskin og
sannkallað gróðrarveður. Nú hefði ég ekki viljað undir
neinum kringumstæðum, að ég hefði ekki fengið pláguna
í ærnar. Nei, mér finnst í dag að ég hefði fengið alla
þá fyrirhöfn sem ég hafði orðið að leggja á mig, á meðan
pestin geysaði í ánum, vel borgað á þessari stundu. Þessi
orð frá þessum manni.
- Það er bara verst, að það er ekkert upp úr þessu
andskotans búskaparbasli að hafa, hversu mikið sem
maður leggur á sig, segi ég ofurlítið hikandi.
- Snær! segir pabbi, og hann gefur svo mikið til kynna
í þessu eina orði, að ég hrekk við og síg niður í sætinu.
- Það er nokkuð til í því drengur minn, segir Loftur
með hægð og lítur út um gluggann. Hinum megin við
ána blasir Hjalli við og féð er byrjað að renna heim á
túnið. Ég er nú þeirrar trúar, að þetta eigi eftir að breyt-
ast, maður verður bara að þrauka dálítið lengur.
- Þrauka, segi ég og sest alveg upp í stólnum. Þetta
getið þið sagt þessir gömlu menn, sem eruð grónir við
þúfuna og þekkið ekki annað betra.
Loftur lítur á mig, sami glampinn í augunum, sama
brosið. Ef til vill eins og svolítið meiri meðaumkun en
fyrr.
- Já, við þessir gömlu þekkjum ekki annað betra. Það
er satt, en eru hinir nokkuð ánægðari sem hafa þetta háa
kaup. Kannski í dag, en ef til vill ekki á morgun. Þeir
eru annarra þrælar margir og upp á aðra komnir með
vinnu. Er þá ekki frelsi bóndans neins virði í þinum aug-
um? Hverjir byggðu þetta land? Jú, það voru menn, sem
lögðu út í þá óvissu að sigla yfir úfin sæ, vegna þess að
þeir gátu ekki hugsað sér að gerast annarra þrælar. Held-
ur þú að þetta frelsi, sem þeir sóttust eftir, já, fórnuðu
öllu fyrir, sé fánýtt hjóm? ég segi nei og aftur nei. Og
hvers vegna heldur þú að kaupstaðarfólkið keppist við
að koma börnum sínum í sveit að sumrinu. Það er vegna
þess, að samskipti unglinganna við frjálsa náttúru er besti
og hollasti uppeldisskólinn, sem barnið getur fengið.
Hann lítur hvasst á mig.
- En hvernig er hægt að lifa í sveit, þegar afurðir bú-
anna hrökkva ekki fyrir nærri öllum reksturskostnaði
hvað þá lífsframfæri þeirra er við framleiðsluna fást, segi
ég og þykist tefla fram haldgóðum rökum.
- Nei, þarna liggur einmitt hundurinn grafinn. Þannig
er að landbúnaðinum búið í dag, að það geta ekki aðrir
en þeir, sem standa á gömlum merg, lifað af þeim at-
vinnuvegi. Búin eru of smá, ræktunin ekki nógu langt
á veg komin og vélvæðingin ekki nógu almenn. - Hann
fær sér aftur í nefið um leið og hann leitar að orði.
- En hvernig á þá að fara að því að stækka búin, rækta
jarðirnar og kaupa vélar, þegar hvergi er hægt að fá fjár-
magn til þess og vextir af lánum það háir, að ógerningur
er að taka þau?
- Nei, það er einmitt vandamálið. Þetta er allt satt sem
þú segir. Ég er oft búinn að ræða þetta við Hauk minn.
Þetta á eftir að breytast. Þið eruð of svartsýnir ungu
mennirnir, of óþreyjufullir. Hægt er að þreyja þorrann
og góuna, segir máltækið.
- Oþreyjufullir. Við viljum bara lifa eins og frjálsir
menn, en ekki eins og moldvörpur. Sá er munurinn á
okkur og ykkur, eða trúir þú því virkilega að þetta eigi
eftir að breytast í náinni framtíð.
- Já, ég meira en trúi því. Ég veit það, hvort sem þeim
er það ljúft eða leitt, sem með völdin fara, þá neyðast
þeir til að breyta þessu, segir Loftur, stendur upp og fer
að ganga um gólf. Sjáðu nú til, Snær, þjóðinni fer ört
fjölgandi, en um leið fækkar þeim er við landbúnað vinna
svo landbúnaðarframleiðsla hlýtur að dragast saman á
næstu árum. Þess vegna verður þess ekki langt að bíða
að vöntun verði á landbúnaðarvöru og þá verður ekki
spurt að því hvað þær kosta.
- En heldur þú, góði maður, að við hér í sveit og ann-
ars staðar sjáum ekki þann mikla mun sem er á lífsafkomu
okkar og fólksins við sjóinn núna. Heldur þú að við sjáum
ekki þegar það leikur sér hér á sumrin í 2-3 vikur á fullu
kaupi, meðan við stritum myrkranna milli fyrir skít og
ekki neitt. Og hugsaðu þér, Loftur, allan peningaaustur-
inn kringum síldina. Það er fljótfengin krónan þar.
- Já, síldin, segir Loftur og sígur upp í nefið. Þar komst
þú einmitt með það. Hvað heldur þú að sú dýrð standi
lengi og hvað heldur þú að allt þetta fólk geri er það
stendur frammi fyrir þeirri staðreynd að búið er að veiða
alla síldina?
- Veiða alla síldina, ét ég upp eftir honum eins og
kjáni. Finn eitt puntstrá á bringunni fleygi því í öskuskúff-
una á eldavélinni.
Framhald í nœsta blaði.
70 Heima er bezt