Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Side 19

Heima er bezt - 02.10.1993, Side 19
„ ÞÝDDAR BARNA- OG UNGUNGABÆKUR | WALTER CHRISTMAS: PÉTUR MOST KONUNGUR Þriðja bókin um Pétur Most. Hann er nú stýrimaður á lystisnekkju Diks. Þeir héldu frá Höfðalandi til Indlands. Þar heimsækir Dik indverskan stórhöfðingja, sem á mikil veiðilönd og marga fíla og fara þeir á tígraveiðar. Pétur og félagar höfðu með- ferðis stóran loftbelg sem gat farið í allt að þúsund metra hæð. En í einni könnun- arferðinni vildi svo óheppilega til, að taug loftbelgsins slitnaði, og auðvitað var Pétur þá í körfu belgsins. Bar hann nú vítt yfir og kom að lokum til óþekktra eyja og lenti [ belgurinn þar. Hefst nú hið ævintýrarík- asta líf, sem Pétur hafði nokkru sinni lifað. Að lokum kynnist hann prinsessu eyjar- innar, og greinir sagan nánar frá, hvernig þeim kynnum lyktaði. Bók nr. 2079 Heb-verð kr. 300 WALTER CHRISTMAS: PÉTUR MOST Á VÍGASLÓÐ Fimmta bókin um Pétur Most. Nú er hann orðinn skipstjóri og skipseigandi. Það er stríð. Eitt sinn er þeir sigla á Miðjarðarhafi koma þeir auga á bát með skipbrots- mönnum og bjarga þeim. Það er fólk af spítalaskipi, sem sökkt hafði verið nóttina áður. Meðal bátsverja er ung og fögur hjúkrunarkona, sem Pétur verður hrifinn af, en lætur þó lítið á því bera. Svo er siglt til Egyptalands, þar sem njósnarar beggja stríðsaðila verða á vegi Péturs, og kemst hann í kast við þá. Það er hættulegur leik- ur. En það er bróðir ungu hjúkrunarkon- unnar, sem Pétur hefur ákveðið að frelsa... og honum tekst það, eftir miklar mannraunir... Bók nr. 2080 Heb-verð kr. 300 MJALLHVÍT Hið fallega ævintýri sem allir þekkja, hér með teikningum eftir Barböru W. Árna- son. Hefti nr. 2081 Heb-verð kr. 100 VICTOR BERGE: SÖGUR PERLUVEIÐARANS Bókin er ævisögubrot ungs manns. Þegar hann var barn að aldri missti hann for- eldra sína, sem voru vel efnuð, og í stað fagnaðarríks heimilis í hópi margra systk- ina blasti nú við honum örbirgð og mann- vonska. Hann er skapmikill og hraustur að upplagi og vill ekki beygja sig fyrir kenjum smámenna, og hann strýkur út í heiminnn, einn og allslaus. Flækist hann nú land úr landi, úr einni heimsálfunni í aðra. í sumum köflum sögunnar eru undrafagrar lýsingar, t.d. þar sem lýst er tilfinningum hans þegar hann kynnist fyrst starfi perlukafarans og litafegurð hafs- botnsins. Lýsingar hans á lífi hins mislita hóps farmanna um borð og í landi eru oft bæði broslegar og hryllilegar. Bók nr. 2082 Heb-verð kr. 300 ROLF ULRICI: TOMMI OG „HLÆJANDI REFUR“ Indíánadrengurinn „Hlæjandi refur“ átti heima í indíánaþorpinu við Bjórfljót. Tommi og hann voru miklir vinir, og nú sá Tommi hann við girðinguna á rauða hest- inum sínum „Eldi,“ þeim dásamlegasta klár, sem strákur hefur nokkru sinni átt. „Hlæjandi refur“ var fjórtán ára gamall. Hann var koparbrúnn á hörund og með sítt hár, blásvart og slétt. Þeir ætluðu að skreppa í reiðtúr út á sléttuna. En um það getur í sögunni hvað þar varð á vegi þeirra... Bók nr. 2083 Heb-verð kr. 300 CHARLES COLLODI: GOSI Saga af brúðudreng sem vann hetjudáðir. Bók nr. 2084 Heb-verð kr. 300 JÓI OG BAUNAGRASIÐ Hið kunna ævintýri í hefti með stóru letri og teikningum. Hefti nr. 2085 Heb-verð kr. 100 BENTE KOCH: SKRÝTNA SKRÁARGATIÐ Höfundur þessarar bókar var meðal þekktustu sérfræðinga Dana að því er varðaði kennslu barna, sem eiga við lestrarörðugleika að etja, án þess þó að vera vangefin. Árum saman kenndi Bente Koch smáhópum barna, sem þannig stóð á fyrir, venjulega 3-4 saman. Ávöxtur sér- kennslu Bente Koch er meðal annars þessi litla bók, sem hlaut miklar vinsældir í þeim löndum þar sem hún var gefin út. Aðalkostur bókarinnar eru stuttar línur, en eigi að síður skemmtilegt efni, sem hrífur hugi barnanna og verður þannig óbein hvatning til þeirra um að leggja ekki árar í bát. í bókinni eru myndir eftir Thora Lund. Bók nr. 2086 Heb-verð kr. 300 ROLF ULRICI: KONNI OG SKÚTAN HANS Konni er ekkert lamb að leika við. Hann ræðst nú í það stórvirki að bjóða frægum kappsiglingamanni að þreyta við hann kappsiglingu. Áhöfn Konna er auðvitað félagar hans úr fyrri sögum, tvíburarnir og feiti Jonni kokkur. Og nú er siglt upp á líf og dauða. Bók nr. 2087 Heb-verð kr. 300 ROLF ULRICI: KONNI FER í VÍKING Eins og merkir sjóræningjaskipstjórar hef- ur Konni útvegað sér páfagauk og kennt honum að segja ýmsar viðeigandi setn- ingar varðandi starfið. Nú hafa Konni skipstjóri og menn hans byggt sér dálítið hús, sem þeir kalla sjómannaheimili. Það stendur á nesoddanum, á siglingaleiðinni til Sandvíkur. Þaðan er best útsýni yfir hafið og nærliggjandi strendur. Bók nr. 2088 Heb-verð kr. 300 PATRICK MOORE: HELLARNIR Á TUNGLINU Frá því að Robin North og Rex Redmay- ne höfðu fyrst komið til tunglsins, höfðu þeir séð, að allir innflytjendurnir þar unnu saman í bróðerni, af hvaða þjóðerni sem þeir voru. Nú höfðu allt í einu verið settar upp bækistöðvar, sem mikil leynd hvíldi yfir, undir umsjá vísindamanns, sem var mjög ósamvinnuþýður. En leyndarmálið um tilgang þessara bækistöðva kemst upp, því að neyðarkall berst þaðan einn daginn um hjálp. Það var háski á ferðum. Bók nr. 2089 Heb-verð kr. 150 Bókaskrá 19

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.