Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 33
ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR DAVID BEATY: BROTLENDING HJÁ BRAHMAKLAUSTRI Af hverju brotlenti farþegavélin rétt hjá flugvellinum? Hvað varð um 1000 kíló af gulli, sem voru í vélinni? Sagan er hörku- spennandi og margar spurningar vakna. Þessa bók leggur enginn frá sér fyrr en að lestri loknum. Bók nr. 4043 HEB-verð kr. 350 THORKILD HANSEN: ÞRÆLASKIPIN BækurThorkild Hansen eru ótæmandi fróðleiksnáma um efni sem okkur eru næsta ókunn en jafnframt töfrandi lestur og halda lesandanum föngnum frá upp- hafi til enda. Meistaraverk af sannsögu- legum atburðum með skáldlegu ívafi. Bók nr. 4044 HEB-verð kr. 750 M. WILKINS: FÁTÆKT Saga sem lýsir fólkinu á Nýja-Englandi (en svo nefndist norðausturhluti Banda- ríkjanna), skapferli þess, viðhorfi þess til lífsins og ævikjörum. Um þetta er sagan og er hún talin frábærlega raunsönn. Bók nr. 4045 Heb-verð kr. 200 LIONEL WHITE: FREISTINGIN Sagan er leynilögreglusaga. Fjallar hún um nútíma þjóðfélag: ástir, óróa og af- brot. Höfundurinn, Lionel White, hefur skrifað nokkrar bækur um þessi mál. Þær eru læsilegar og veita lesandanum hvíld frá dagsins önn. „Freistingin" er talin við- burðaríkust og mest spennandi af þeim sögum, sem Lionel White hefur skrifað. Útgáfuár: 1970 Bók nr. 4046 Heb-verð kr. 200 BETTY SMITH: GLEÐISÖNGUR AÐ MORGNI „Að kveldi gistir oss grátur, en gleðisöng- ur að morgni.“ (Sálmarnir, 30,5). Sagan greinir frá ungu og ástföngnu pari sem giftist og er fullt bjartsýni er það heldur út í gráan hversdagsleikann og hefur afkomu- baráttuna, baráttuna sem mótast svo mjög af upplagi og atgervi einstaklingsins. En ef ástin er hrein og sterk þá fær ekkert haggað henni. Bók nr. 4047 Heb-verð kr. 200 LION FEUCHTWANGER: ÁSTMEY KONUNGSINS Öldum saman háðu Márar og kristnir menn grimmilega baráttu um yfirráðin á Pyreneaskaga, sem múslimar frá Norður- Afríku reyndu að leggja undir sig. Kristnir menn á skaganum hófu þessa baráttu, áður en krossferðir hófust, og aldrei var nema stutt hlé milli trúarbragðastríðanna þar. Einn mesti fullhuginn í þessari bar- áttu var Alfonso konungur 8. af Kastilíu (1158-1214), sem taldi það heilaga köllun sína að berjast gegn múslimum og stökkva þeim af skaganum, ef þess væri nokkur kostur. En áhugi hans dofnaði skyndilega, hann „gleymdi" ríki sínu og skyldunum við hinn kristna heim, drottn- ingu sinni og öllu. Hann kynntist fagurri stúlku af Gyðingaættum, dóttur féhirðis síns, og fyrir nautninni af samvistunum við hana varð allt annað að víkja. Þessi saga fjallar um þessa baráttu milli ástar konungs á Gyðingastúlkunni og skyldu hans við hinn kristna heim. Bók nr. 4048 Heb-verð kr. 300 DOROTHY QUENTIN: HÚSIÐ Á STRÖNDINNI Josephine Anne er prestsdóttir í litlu þorpi í Cornwall. Hún verður fyrir því óláni að ganga að eiga snoppufríðan sölumann, amerískan, sem þegar er kvæntur annarri konu fyrir. Á fyrstu mánuðum hjóna- bandsins ferðast þau víða um Evrópu, en síðan hverfur hann henni. Hún fer að leita hans til New York og uppgötvar þá að hann er í fangelsi fyrir fjölkvæni og fjár- drátt. Nú tekur við þungbær raunatími í framandi heimi, en þegar hin unga prestsdóttir er örvilnun nær, verður á vegi hennar lögfræðingur fullþroska, sem einnig hefur fengið sinn skerf af mótlæti lífsins. Hann tekur hana undir verndar- væng sinn, þó að hann stríði sjálfur í ströngu, þar sem er barátta upp á líf og dauða við mafíuforingja og eiturlyfjasala. Síðan segir af því, hvernig hugir prests- dótturinnar og lögfræðingsins dragast saman stig af stigi í baráttu þeirra fyrir endurheimt hamingjunnar, baráttu, sem fellur æ meira í einn farveg. Bók nr. 4049 Heb-verð kr. 300 SHOLEM ASCH: LÆRISVEINNINN NAZAREINN II l Bókin lýsir á frábæran hætt lifnaðarhátt- : um í Landinu helga á örlagaríkasta skeiði veraldarsögunnar. Lýsingar þessar eru svo lifandi, að segja má að lesandinn lifi atburðina með. Þessi bók er talin eitt hið snjallasta, sem Scholem Asch hefur ritað, ] en það á að vera brot úr guðspjalli, eign- að Júdasi Iskaríot í meitluðum setningum. Hér segir frá lærisveininum, sem elskaði meistarann en var blindur og skilnings- laus á boðskap hans. Bók nr. 4050 Heb-verð kr. 400 SHOLEM ASCH: GYÐINGURINN NAZAREINN III Bókin lýsir á frábæran hátt daglegu lífi í Jerúsalem og landsbyggðinni í Gyðinga- landi á örlagaríkasta skeiði veraldarsög- unnar. Hún lýsir óhófslífi yfirstéttarinnar og sárri neyð og vonleysi hins örþjakaða lýðs undir járnhæli Rómar. Lýsingar þess- ar eru svo lifandi, að segja má að lesand- inn lifi atburðina með. Þetta er frásögn Jóhannesar frá Saron, hins unga Gyðings og lærisveins meistara Nikódemusar, hins geðþekkasta meðal faríseanna. Stíg- andin eykst eftir því sem á söguna líður og við fylgjumst nákvæmlega með öllum atburðum hinnar örlagaþrungnu páska- viku fyrir nærfellt tvö þúsund árum. Bók nr. 4051 Heb-verð kr. 400 SHOLEM ASCH: RÓMVERJINN í bókinni er á frábæran hátt lýst þjóðhátt- | um á dögum Krists í landinu helga, stétta- mun, ofurveldi Rómverja, frelsisbaráttu Gyðinga og Messíasardraumum þeirra. í þessu þjóðfélagi birtist Jesús frá Nazaret. Lýsing guðspjallanna á ævi og starfi Jesú hefur ávallt verið viðfangsefni skálda og listamanna og fátt mun erfiðara en taka þetta stórkostlega og viðkvæma efni til skáldlegrar meðferðar að nýju, eins og gert er í þessari bók. Bók nr. 4052 Heb-verð kr. 400 Bókaskrá 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.