Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 23
GUÐMUNDUR FRIMANN: ÞANNIG ER ÉG VILJIRÐU VITA ÞAÐ „...þegar ég neitaði öllum játningum gerði Mundi Björns sig líklegan til að fremja þennan voðaverknað, tók mig fangbrögð- um og dró mig að einni beljunni. En heið- ur minn var í húfi. Hefði nafna mínum frá Veðramóti tekist þessi ómannúðlega að- för í Skarðsfjósinu hefði það sennilega verið í fyrsta og eina skipti sem upprenn- andi skáld á íslandi var hengt í kýrhala." Bók nr. 3001 HEB-verð kr. 600 ÓLAFUR JÓNSSON: STRIPL í PARADÍS Það hefur lengi verið á vitorði æði margra að Ólafur Jónsson ætti í fórum sínum handrit að smellnum sögum. Þetta vissu þeir sem heyrt höfðu Ólaf lesa eins og eina þeirra upp á mannamótum, kannski á slægjuhátið í sveit, kannski á Austfirð- ingamóti í norðlenskum bæ. Bók nr. 3002 HEB-verð kr. 300 BIRGITTA HALLDÓRSDÓTTIR: DÆTUR REGNBOGANS Birgitta er orðin þekkt meðal íslenskra lesenda fyrir spennubækur sínar. í þess- ari bók þar sem hjátrú og hindurvitni ráða ríkjum, er lesandanum boðið í ferð til for- tíðar. Sagan er hlaðin spennu, dulúð og rómantík. Hún lýsir á berorðan hátt marg- háttuðum tilfinningum sögupersónanna og heldur lesandanum föngnum. Bóknr.3003 HEB-verð kr. 1690 ÞRAINN BERTELSSON: SIGLA HIMINFLEY Sigla himinfley er skáldsaga sem gerist í Vestmannaeyjum. Viðhorf gamalla og nýrra tíma takast á. Undiralda sögunnar skolar á land gömlum, óútkljáðum málum 1 sem ekki verður lengur umflúið að leiða til lykta. Samkvæmt sígildri, íslenskri frásgn- arhefð er sögumaður nafnlaus, ferðast um að tjaldabaki og bregður upp myndum af fólki og atburðum sem eiga sér fyrir- myndir í íslensku þjóðlífi í þúsund ár. Þetta skáldverk Þráins Bertelssonar er í senn uppgjör og sáttargjörð persóna og kynslóða, listilegur skáldskapur, en um- fram allt skemmtileg lesning. Bók nr. 3004 HEB-verð kr. 2455 ÞORSTEINN STEFÁNSSON: FRAMTÍÐIN GULLNA Þessi íslenska skáldsaga á sér nokkuð óvenjulegan feril. Höfundurinn, Þorsteinn Stefánsson, hefur verið búsettur í Dan- mörku um langt árabil og þar kom bókin fyrst út. Hlaut hún hinar bestu viðtökur og höfundurinn var heiðraður með H.C. And- ersen bókmenntaverðlaununum. Næst ' var bókin gefin út í Englandi af hinu heimskunna bókaforlagi Oxford Uni- versity Þress og hlaut ágæta dóma. Það er því fyllilega tímabært að íslenskir les- endur fái að kynnast þessari ágætu skáldsögu á móðurmáli höfundar. 236 bls. Bók 3005 HEB-verð kr. 250 SOFFÍA JÓHANNESDÓTTIR: HÆTTULEGT HLUTVERK Soffía Jóhannesdóttir sendi frá sér sína fyrstu bók, „Örlagarík ákvörðun," fyrir nokkru. Bókin fékk góðar viðtökur hjá les- endum og varð það hvatning til hins nýja höfundar um að halda áfram á sömu braut. Þessi bók er spennandi og bráð- skemmtileg aflestrar. Bók nr. 3006 HEB-verð 400 BIRGITTA H. HALLDÓRSDÓTTIR: ÁTTUNDA FÓRNARLAMBIÐ I Sagan gerist í Reykjavík og á Vestur- landi. Eins og í fyrri bókum Birgittu blómstrar ástin hjá sögupersónum þess- arar bókar, en það er ekki friðsamlegt | eða átakalaust í kringum þá ástarelda. Hvað eftir annað er lífsdansinn háður á ystu nöf hins mögulega, þarsem enginn fær séð hvort fram undan er líf eða dauði. Atburðarásin er hröð og hugmyndaflug höfundar með ólíkindum. Bók nr. 3007 HEB-verð kr. 675 BIRGITTA H. HALLDÓRSDÓTTIR: DAGAR HEFNDARINNAR Birgitta Halldórsdóttir hefur þegar unnið sér sess á íslenskum bókamarkaði. Þetta er sjötta bók hennar. Áður eru út komnar: Inga, Háski á Hveravöllum, Gættu þín Helga, í greipum elds og ótta og Áttunda fórnarlambið. Birgitta er viðurkennd sem einn helsti spennubókahöfundur landsins. 174 bls. Bók nr. 3008 HEB-verð kr. 675 BIRGITTA H. HALLDÓRSDÓTTIR: SEKUR FLÝR ÞÓ ENGINN ELTI Birgitta H. Halldórsdóttir er tvímælalaust einn fremsti spennusagnahöfundur lands- ins og sendir hér frá sér sjöundu bók sína. Hvers vegna er Bragi kominn að i Sjávarbakka, nýsloppinn af Hrauninu, eft- ! ir að hafa setið inni fyrir morð? Hver er þessi Viðar með marglitu augun sem j Stella á svo erfitt með að standast? { Stöðug spenna þar til yfir lýkur, því sekur I flýrþó enginn elti. Bók nr. 3009 HEB-verð kr. 675 BIRGITTA H. HALLDÓRSDÓTTIR: MYRKRAVERKí MIÐBÆNUM „Ég er hrædd og ég veit ekki mitt rjúkandi ráð. Það hafa verið framin tvö morð með ( stuttu millibili hér í Reykjavík. Morð, sem | allir telja að séu skýranleg dauðsföll. Hið { fyrra var haldið að væri sjálfsvíg en það síðara slys. Ég er hrædd því að ég veit að morðinginn gengur laus og hefur næsta fórnarlamb í sigtinu. Ég óttast að j áður en yfir lýkur komi röðin að mér...“ Bóknr.3010 HEB-verð kr. 675 Bókaskrá 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.