Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 44

Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 44
ENDURMINNINGAR OG ÆVISÖGUR VIGFÚS KRISTJÁNSSON: í ÓLGUSJÓ LÍFSINS Æviminningar höfundar en hann fæddist að Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði. Meðal kaflaheita bókarinnar má nefna: Frönsku skipin, Á síldveiðum 1918, Hafís- inn 1918, Sjósókn frá Kolfreyjustað 1928, Fjallgöngur, Landformaðurinn, Huldukon- | an á Hafnarnesi. Útgáfuár: 1973 Bók nr. 5074 Heb-verð kr. 250 GUÐMUNDUR J. EINARSSON FRÁ BRJÁNSLÆK: FOKDREIFAR Guðmundur kallar þessa bók sína Fok- dreifar - minningabrot. Það er réttnefni, því að margt rifjar hann upp og í frásögn sinni kemur hann jafnan til dyranna eins og hann er klæddur. Guðmundur hefur á langri ævi veitt ýmsu athygli, sem mörg- um mun finnast skemmtilegt og sumt að vísu merkilegt. Efni bókarinnar er svo fjöl- j þætt að erfitt er að gera grein fyrir því í suttu máli. Bók nr. 5075 Heb-verð kr. 350 HALLGRÍMUR HELGASON: ÍSLANDSLAG Höfundur segir í formála: „Tilgangur þessara þátta er að bregða Ijósi að lífi sex merkra brautryðjenda á sviði íslenskra tónmennta. Fyrir mér vakti fyrst og fremst að draga upp mynd af ævi þeirra með hliðsjón af undraverðum ár- angri við örðug skilyrði nýs landnáms...“ Bók nr. 5076 Heb-verð kr. 250 CÆSAR MAR: ÚR DJÚPI TÍMANS Hinn 18. október 1915 réðst ungur íslend- ingur, Cæsar Mar, í siglingar á norskt skip, sem þá lá fyrir akkerum á ytri höfn Reykjavíkur. Skipið hét Aquila, mjög stórt, þrímastrað seglskip. Þessi ungi maður var svo til mállaus á erlend mál og með öllu ókunnugur vinnubrögðum á hinu risa- stóra seglskipi. Höfundur bókarinnar sigldi öll stríðsárin. Leið hans lá um öll heimsins höf, frá Suður-Ameríku norður í íshaf. Tveimur af fjórum skipum, sem hann var á, var sökkt, og svo til nakinn bjargaðist hann... Frásögn hans er Ijós og hreinskilin og afbragðs skemmtileg. Bók nr. 5077 Heb-verð kr. 300 CÆSAR MAR: VITINN Áður hefur komið út eftir Cæsar Mar, bók- in „Úr djúpi tímans.“ Þessi bók, „Vitinn,“ er í raun og veru framhald hinnar fyrri: frásagnir um líf hans og félaga hans, er þeir velktust fram og aftur um höf og lönd. Bók nr. 5078 Heb-verð kr. 300 CÆSAR MAR: SIGLT UM NÆTUR Árið 1917 var komin mikil harka í kafbáta- hernað Þjóðverja. Þá var engu hlíft og má segja að allt sem flaut var skotið niður. Um þetta leyti var höfundur þessara end- urminninga staddur í Englandi. Þar er allt í öngþveiti, sjómannaheimili full af at- vinnulausum sjómönnum, en uggur svo mikill í mönnum að fáir vildu fara á sjóinn. En Cæsar Mar fór á sjóinn. Eins og gefur að skilja, fóru viðburðarríkir tímar í hönd. í þessum minningum segir hann frá mörgu sem sjómönnum kemur kunnuglega fyrir sjónir, en aðrir undrast. Hann segir skrumlaust og skemmtilega frá atburðum, sem nú er farið að fyrnast yfir. Bók nr. 5079 Heb-verð kr. 300 SR. SIGURÐUR ÓLAFSSON: SIGUR UM SÍÐIR SJÁLFSÆVISAGA Höfundur þessarar sjálfsævisögu var fæddur að Ytri-Hól í Vestur-Landeyjum, 14. ágúst 1883. í sögunni segir hann frá bernsku- og unglingsárum sínum þar eystra, þrá sinni til mennta og nokkrum vonbrigðum í þeim efnum, frá sjó- mennsku og ýmsu fleira. Nítján ára gam- all fer hann vestur um haf til Kanada og er þar einn vetur við fiskveiðar á Winnipegvatni, en heldur svo vestur að Kyrrahafi og sest að í Bandaríkjunum, í Washingtonríki. Fæst hann þar við marg- vísleg störf. En löngun til menntunar býr ætið með honum og tekst honum af mikl- um dugnaði að brjótast til náms og linnir ekki fyrr en hann er orðinn prestur. Þjón- aði hann fyrst í byggðum íslendinga á Kyrrahafsströnd, en síðar í Manitoba í Kanada, alls 42 ár. Útgáfuár: 1962 Bók nr. 5080 Heb-verð kr. 300 ÆTTARÞÆTTIR SAFNAÐ OG SKRÁÐ HEFUR JÓHANN EIRÍKSSON í þessari bók eru ættarþættir Björns Sæ- mundssonar bónda og smiðs, síðast að Hóli í Lundarreykjdal, og konu hans Vig- dísar Björnsdóttur, Gísla Helgasonar, Norður-Reykjum Mosfellssveit og Arndís- ar Jónsdóttur, og Kjartans Jónssonar bónda að Króki í Villingaholtshreppi í Ár- nessýslu. Hverjum hinna þriggja sjálf- stæðu þátta fylgir nafnaskrá. Bók nr. 5081 Heb-verð kr. 450 JÓN SKAGAN: STINGANDI STRÁ Minningar af ýmsu tagi. í bók þessari eru minningaþættir höfundar frá mennta- og háskólaárum hans og af þjóðkunnum mönnum sem hann naut kennslu hjá og varð fyrir miklum áhrifum frá. Einnig frá- söguþættir úr lífi höfundar og eiginkonu hans frá ýmsum tímum. Útgáfuár: 1981 Bók nr. 5082 Heb-verð kr. 300 BERTEL UM BERTEL E.Ó. ÞORLEIFSSON OG EFTIR HANN SNÆBJÖRN JÓNSSON TÓK SAMAN Höfundur segir m.a. í formála að ritinu: „Áratugum saman hafði mig langað til að draga Bertel Þorleifsson á ný fram í dags- birtuna, þótt ekki væri með öðru en því, að endurprenta hina snilldarlegu dánar- minningu, er Einar H. Kvaran ritaði um hann, og jafnframt hina ágætu ritgerð hans sjálfs um Henrik Ibsen... Meðan ég var að bæta inn í handritið dálitlu um ætt- erni Bertels sló því niður í mig eins og leiftri, að kvæðin úr Verðandi ættu að fylgja með... Enn síðar varð það að ráði að ég tæki allt það, er ég þekki eftir Bertel í bundnu máli. Þar með er sagan á enda sögð.“ Kver nr. 5083 Heb-verð kr. 200 SIGURÐUR SVEINBJÖRNSSON FRÁ BJARNEYJUM: BJART ER UM BREIÐAFJÖRÐ Höfundur þessarar bókar var hinn mesti 44 Bókaskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.