Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 53
TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR %
sens.“ Hún er fyrsta konan sem stjórnað
hefur heimskautaleiðangri og lýsir hér
þeirri ævintýraför. 212 bls.
Bók nr. 6065 HEB-verð kr. 400
GUÐMUNDUR JÓNSSON OG
ÞORGEIR GUÐLAUGSSON:
HESTAR OG MENN 1987
Einn þeysti á skellinöðru upp á Kjalarnes
með hnakkinn sinn á bakinu, annar lærði
hestamennsku af rollukörlum suður í
Hvassahrauni en sá þriðji var með hesta í
litlum skúr niður við Elliðavog. Hverjir eru
þessir menn? í dag eru þetta afreksknap-
arnirokkar, íþróttamennirnir sem gerðu
garðinn frægan á heimsmeistaramótinu í
Austurríki og glöddu augu áhorfenda á
stórum og smáum mótum hérna heima.
Hér er einnig sagt frá helstu mótum á ár-
inu 1987, bæði hér á landi og erlendis. í
bókinni er fjöldi Ijósmynda og teikninga.
Bók nr. 6066 HEB-verð kr. 2500
GUÐMUNDUR JÓNSSON OG
ÞORGEIR GUÐLAUGSSON:
HESTAR OG MENN 1988
Um hverja er verið að fjalla? Helstu rækt-
endur hrossa á Vesturlandi, snjalla
knapa, duglega mótshaldara og venjulegt
hestafólk. í þessari litskreyttu hestabók er
fjallað um Gunnar Arnarson, Ollu í Bæ,
Ragnar Hinriksson, Sigríði Benediktsdótt-
ur, Sigvalda Ægisson, Bjarna á Skáney,
Jónas Vigfússon, Þorkel Bjarnason og
Unn Kroghen. í bókinni eru hundruð Ijós-
mynda og fjöldi teikninga. 224 bls.
Bók nr. 6067 HEB-verð kr. 2500
GUÐMUNDUR JÓNSSON OG
ÞORGEIR GUÐLA UGSSON:
HESTAR OG MENN 1989
Á hestum yfir Heljardalsheiði á Trölla-
skaga. Bjó alein á Ystu-Nöf og vann við
smölun á hálendinu heilt sumar. Keppt í
þrígangi á skólamóti. Setti góminn á
smergelið. Um hverja er verið að fjalla?
Þetta eru snjallir reiðmenn, skeiðknapar
og erlendir keppinautar þeirra. Alli Aðal-
steins, Hinni Braga, Baldvin Ari, Einar
Öder, Rúna Einars, Jón Pétur, borgar-
börn og Hólabændur á ferðalagi. 252 bls. ’
Bók nr. 6068 HEB-verð kr. 2500
GUÐMUNDUR JÓNSSON OG
ÞORGEIR GUÐLAUGSSON:
HESTAR OG MENN 1990
Þetta er fjórða bókin í bókaflokknum
Hestar og menn. í bókinni segir frá hesta-
ferð um Jökulfirði, Hornstrandir, Strandir
og Vestfjarðahálendið. Rakin er saga
landsmóta. Þá segir frá síðasta landsmóti
og íslandsmóti. I bókinni er sagt frá hest-
um og mönnum, Trausta Þór og Muna,
Jóni í Hala og Þokka, Magnúsi Lár og
Þrennu, Ragga Ólafs og Pjakki og mörgu
fleiru. Fjöldi mynda og teikninga. 250 bls.
Bók nr. 6069 HEB-verð kr. 3400
GUÐMUNDUR JÓNSSON, ÞOR-
GEIR GUÐLAUGSSON:
HESTAR OG MENN 1991
í bókinni segir frá frækilegri fimm daga
hestaferð eins manns með fjóra hesta
norður fyrir Vatnajökul. Sagt er frá hesta-
ferð nokkurra fjölskyldna kringum Tind-
fjöll. Sagt er frá hestamótum innanlands
og utan. í bókinni er fjöldi litmynda og
teikninga af hestum og mönnum. 250 bls.
Bók nr. 6070 HEB-verð kr. 3400
GUÐMUNDUR JÓNSSON OG
ÞORGEIR GUÐLAUGSSON:
HESTAR OG MENN 1992
í bókinni segir frá ferð nokkurra Vestfirð-
inga með 60 hross yfir Breiðafjörð með
bílferjunni Baldri. Rakin ersaga íslands-
móta. Fjallað um hrossarækt á Vestur-
landi. Innlendar og erlendar fréttir af mót-
um, hestum og mönnum. Fjöldi mynda og
teikninga af hestum og mönnum og
margar þeirra í lit. Enginn hestamaður
getur verið án þessarar bókar.
Bók nr. 6071 HEB-verð kr. 2960
SUSAN FORWARD, CRAIG BUCK:
BÖRNIN SVIKIN
Tortímingarmáttur sifjaspella
Sifjaspell hafa lengi viðgengist á íslandi
en upp á síðkastið hefur gífurleg umræða
orðið um þessi mál víðast á Vesturlönd-
um. í þessari bók kemur skýrt fram hvern-
ig og á hve margvíslegan hátt þetta óeðli
biritist í fari gerenda og þolenda. Með-
ferðarleiðir eru kynntar og margt fleira.
238 bls.
Bók nr. 6072 HEB-verð kr. 500
JÓN ÖRN MARÍNÓSSON:
ÍSLENDINGATILVERA,
BYRÐIN OG BROSIÐ
Það er ekki fyrir hvern sem er að vera ís-
lendingur og lifa það af. Þaðan af síður
að viðurkenna það. í þessari bók fer hinn
kunni penni á slíkum kostum að menn
ættu vart að ná af sér brosinu yfir hátíð-
irnar sem í annan tíma. Bók sem þú skalt
hafa með þér í boðið, ferðalagið, rúmið
eða hvert sem er.
Bók nr. 6073 HEB-verð kr. 400
FRANCIS X. KING:
FJÖLFRÆÐIBÓKIN
UM SPÁDÓMA OG
SPÁSAGNALIST
Karlar og konur hafa á öllum tímum heill-
ast af framtíðinni og hvað hún beri í
skauti sínu þeim til handa. Frá því í ár-
daga hafa menn leitað með ýmsu móti
véfrétta um ókomna atburði. Stuttu eftir
að þú opnar þessa bók geturðu byrjað að
skyggnast inn í framtíðina. Hér er sagt frá
Tarotspilum, kínverskri og vestrænni
stjörnuspeki, talnaspeki, spám með
venjulegum spilum, lófalestri, skyggningu,
rúnum og l-ching. 196 bls.
Bók nr. 6074 HEB-verð kr. 800
Bókaskrá
53