Heima er bezt - 02.10.1993, Side 9
NYJAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
ins. Þetta eru spennubækur sem höfða til
unga fólksins. Fjöldi teikninga er í bókinni
og gera þær hana lifandi og skemmtilega
til aflestrar.
Bók nr. 24 Heb-verð kr. 845
MARK TWAIN:
SAGAN AF TUMA LITLA
Á s.l. ári kom út ný útgáfa af sögunni um
Stikilsberja-Finn og hlaut hún frábærar
viðtökur. Vegna eindreginna óska margra
þeirra sem lásu þá bók var ákveðið að
gefa út SÖGUNA AF TUMA LITLA. Þessi
heimsfræga saga hefur aftur og aftur farið
sigurför um heiminn. Ævintýri þeirra
Tuma og Stikilsberja-Finns hafa skemmt
mörgum kynslóðum ungra lesenda. Bæk-
ur Mark Twain um þá félaga eru sannkall-
aðar bókmenntaperlur.
Bók nr. 25 Heb-verð kr. 845
• ENNÞÁ FLEIRI
SÖGUR ÚR SVEITINNI
d* Hcather Amcry og Stephen Cartwrighl
HEATHER AMERY OG STEPHEN
CARTWRIGHT:
ENNÞÁ FLEIRI SÖGUR
ÚR SVEITINNI
Þessar skemmtilegu smásögur voru skrif-
aðar sérstaklega fyrir byrjendur í lestri.
Teikningar Stephens Cartwrights leggja
áherslu á kátínu og spennu sagnanna og
skýra merkingu orðanna. Með aðstoð og
hvatningu getur barnið fljótlega notið
þeirrar ánægju að lesa heila sögu sjálft.
Bók nr. 26 Heb-verð kr. 760
HELGIJÓNSSON:
ENGLAKROPPAR
i Skaparfegurðin hamingjuna? Hvað gerist
; þegar falleg, útlensk stúlka kemur inn á
heimili íslenskra hjóna? Hún heitir
Michelle, 18 ára frá Flórída í Bandaríkjun-
um, og dvelur í eitt ár sem „au-pair“ hjá
Snædalhjónunum. Sonurinn er í 10. bekk
en dóttirin í menntó. Húsbóndinn er létt-
geggjaður fasteignasli en konan rekur
vinsæla líkamsræktarstöð. Sonurinn, sem
er dulur og feiminn, hrífst strax af
Michelle. En fellur Michelle fyrir honum?
Bók nr. 27 Heb-verð kr. 1350
TONY WOLF OG
SIBYLLE VON FLUE:
MAGGI MÖRGÆS
LABBAKÚTUR
Bækumar um Magga mörgæs eru nú
orðnar fjórar. Aðdáendum Magga fjölgar
stöðugt enda er Maggi skemmtilegur
labbakútur sem lendir í margvíslegum
ævintýrum.
Bók nr. 28 Heb-verð kr. 760
Víðir Sigurðsson ISLENSK
KNATTSPYRNA1993
Árbók knattspyrnunnar 1993
í máli og myndum
VÍÐIR SIGURÐSSON:
ÍSLENSK
KNATTSPYRNA 93
Þrettánda bókin í bókaflokknum um ís-
lenska knattspyrnu. í bókinni er að finna
allar helstu og nauðsynlegustu upplýsing-
ar um það sem gerðist á knattspyrnuvöll-
um á íslandi á þessu ári og jafnframt er
sagt frá gengi íslenskra liða og íslenskra
leikmanna á erlendri grund. Öllum þeim,
sem fylgjast með íslenskri knattspyrnu,
ber saman um að bókin íslensk knatt-
spyrna sé mjög vönduð að allri gerð og
ómissandi öllum þeim sem fylgjast með
þessari íþróttagrein. Höfundur bókanna,
Víðir Sigurðsson, hefur unnið sér þann
sess að vera talinn með bestu íþróttaf-
réttamönnum landsins og eru bækurnar
staðfesting á því og honum til sóma.
Bók nr. 29 Heb-verð kr. 2970
Bókaskrá