Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 50
TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR
ÆTTBÓK OG SAGA
íslenzka hestsins á 20. öld (VII).
Þetta er lokabindið í hinu mikla ritverki um
íslenska hestinn á 20. öld og einnig síð-
asti hluti starfssögu Gunnars. Sagt er frá
útflutningi hrossa hin síðari ár og birt frá-
sögn af hinni miklu þolkeppni á hestum
yfir þver Bandaríkin, sem íslenskir hestar
tóku þátt í árið 1976. Vakti sú keppni
mikla athygli á íslandi og íslendingum, að
ekki sé talað um hestana sjálfa. Þá er í
þessu bindi lýsing á stóðhestum og
hryssum, sem hafa fengið dóma á árun-
um 1990 og 1991. Lýsing á stóðhestum
frá nr. 1177 til 1233 og lýsing á hryssum
frá nr. 8072 til 8836. Á annað hundrað
myndir prýða bókina. Jónas Kristjánsson,
ritstjóri, hefur búið ættartölur undir prent-
un.
Bók nr. 6030 HEB-verð kr. 4000
SIGURÐURA. MAGNÚSSON:
NÝJU FÖTIN
KEISARANS
Þessi bók er eftir höfund metsölubókar-
innar „Undir kalstjörnu," sem vakti geysi-
lega athygli. í þessari bók er fjallað um
bókmenntir, bæði hér heima og úti í
heimi. Höfundurinn hefur aldrei farið dult
með skoðanir sínar og hlotið nokkurt um-
tal af þeim sökum.
Bók nr. 6031 HEB-verð kr. 300
GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON
frá Lundi:
LJÓSBROT
Nokkrir orðskviðir - flestallir frumsamdir -
örfáir orðfærðir.
Bók nr. 6032 HEB-verð kr. 350
H. V. MORTON:
í FÓTSPOR
MEISTARANS
Höfundurinn, H.V. Morton, tekur lesand-
ann með sér í ferðalag um Þalestínu og
Trans-Jórdaníu og skoðar alla sögustaði,
sem snerta líf Jesú í Gyðingalandi.
Bók nr. 6033 HEB-verð kr. 300
JOHAN CULLBERG:
KREPPA OG ÞROSKI
Á lífsleiðinni verða menn að ganga í
gegnum margvísleg skeið af andlegri
kreppu. En slík lífsreynsla verður okkur
oftast þroskandi og leiðirtil meiri sjálfs-
þekkingar, þótt óneitanlega geti hún
stundum orsakað ævilanga andlega ör-
orku. Tilgangur þessarar bókar er að
kynna lesandanum andlegt kreppuá-
stand, svo að það verði skiljanlegra þeim,
sem takast á við það hjá sjálfum sér eða
öðrum.
Bók nr. 6034 HEB-verð kr. 800
KURT SINGER:
FRÆGIR
KVENNJÓSNARAR
Hér er m.a. sagt frá ýmsum heimskunn-
um njósnurum eins og Mata Hari, Judith
Coplon, Adrienne, sem vann með hinum
makalausa njósnara Cicero, morðinu á
Leon Trotsky og Folke Bernadotte, og því
fólki sem stóð að því að koma þessum
heimsfrægu mönnum fyrir kattrnef. 237
bls.
Bók nr. 6035 HEB-verð kr. 150
MARK WATSON:
HUNDURINN MINN
Hundurinn minn er handhæg bók og í
henni eru aðgengilegar upplýsingar um
meðferð hunda. Lýst er hirðingu þeirra,
eldi og uppeldi. Þetta er nauðsynleg bók
fyrir alla hundaeigendur og ekki síður fyrir
þá sem ætla sér að eignast hund. Höf-
undur þessarar bókar er íslendingum að
góðu kunnur, því hann gaf íslensku þjóð-
inni dýraspítala þann sem nú gengur und-
ir nafninu dýraspítali Watsons.
Bók nr. 6036 HEB-verð kr. 350
ÖRNÓLFUR ÁRNASON:
Á SLÓÐ KOLKRABBANS
Hinn kostulegi og meinfyndni samstarfs-
maður höfundar, Nóri, særir fram marga
söguglaða frændur. Ættarsambönd þeirra
teygja sig eins og armar kolkrabba inn í
höfuðvígi viðskiþtalífsins og fínustu heim-
ili landsins. Mögnuð lesning frá upphafi til
enda. Bókin kortleggur baksvið mikils
hitamáls, samþjöppunar auðs og valda í
atvinnulífi íslendinga. Ómetanlegar upp-
lýsingar. Fjöldi mynda.
Bók nr. 6037 HEB-verð kr. 2540
AKUREYRI,
BÆRINN VIÐ FJÖRÐINN
TEXTI: RAFN KJARTANSSON
LJÓSMYNDIR:
PÁLMI GUÐMUNDSSON
Bókin er kynning á Akureyri í myndum og
máli. Á annað hundrað mynda er í bók-
inni, allar í lit. Flestar myndirnar eru nýjar
og er því bókin lýsing á Akureyri eins og
hún er nú. Til þessarar útgáfu hefur verið
vandað þannig að „bærinn við fjörðinn"
skarti sínu fegursta í bókinni. Bókin er
einnig fáanleg í enskri og þýskri útgáfu.
Bók nr. 6038 HEB-verð kr. 1680
ÝMSIR HÖFUNDAR:
GEGGJAÐ GRÍN...
...UM SKOKKARA
Bók nr. 6039
...UM SKÓLALÍFIÐ
Bók nr. 6040
...UM HJÓNABANDIÐ
Bók nr. 6041
...UMKYNLÍF
Bók nr. 6042
...UM SJÚKRAHÚS
Bók nr. 6043
...UMÁST
Bók nr. 6044
Þýðing: Jón Daníelsson
\ þessu samansafni af teikniglensi er dag-
legt líf tekið til meðferðar á ótrúlega
skemmtilegan hátt. Sprenghlægilegar
teikningar og hnyttinn texti gera þessar
bækur ógleymanlegar. 96 bls. hver bók.
HEB-verð______kr. 670 pr. bók.
50
Bókaskrá