Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 21
ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR er Patti, lítill íkorni, og án hans vill Þyrill ekki fara í ferðalagið. En hann er ekki einn um þá ánægju. Benna, leikfélaga hans, þykir líka vænt um litla íkornann, enda er hann raunverulegur eigandi hans... Nú hefst barátta þeirra leikfélag- anna um yfirráðin... Sagan er létt og skemmtilega skrifð. Bóknr.2101 Heb-verð kr. 300 CHRISTINE VON HAGEN: DRENGURINN FRÁ ANDESFJÖLLUM Hann er lítill en hnellinn strákur, dökk- hærður og brúnn á hörund og var hjá afa sínum. Afi hans bjó einsamall í kofa uppi í Andesfjöllum. Mannaferðir voru ekki tíðar þangað upp eftir. Þó fór múldýrarekinn Ernesto þar um öðru hvoru með múldýra- lestina sína og voru það hátíðar- og gleði- dagar í lífi litla snáðans. í einni heimsókn hans réðust örlög drengsins. Hann ætlaði að fara til borgarinnar með múldýrarekan- um og leita uppi foreldra sína. Gamli maðurinn var slyngur hattagerðarmaður og drengurinn hafði lært þá list af honum. Hann hafði gert einn fallegan hatt, sem hann ætlaði að selja í borginni. Það var aleiga hans og farareyrir. Margt á eftir að drífa á daga litla drengsins frá Andesfjöll- unum. Bók nr. 2102 Heb-verð kr. 250 NIGEL TRONTER: SPÁNSKA EYJAN Sól og sumar... Eyðiey og sokkið skip í lít- illi vík... Orðspor um falinn sjóræningja- fjársjóð... Þrír unglingar, ein stúlka og tveir drengir, með froskmannsbúninga og ýmsan búnað til rannsókna... Getið þið hugsað ykkur ákjósanlegri stað fyrir þá, sem eru í ævintýraleit, en þetta yndislega sumarland... Bóknr.2103 Heb-verð kr. 300 GREY OWL: ÆVINTÝRI SAJO LITLU Þetta er saga sem mun hrífa alla lesend- ur, sem unna dýrum og hinni frjálsu nátt- úru. Lýsingarnar á því þegar Negik, solt- inn og grimmur otur, rauf stíflu bjóranna, litlu ungunum tveimur, sem flúðu hræddir og hjálþarvana, en komust í fóstur til Sajo, litlu Indíánastúlkunnar, eru skráðar af furðulegum manni, sem þekkti lifnaðar- hætti dýra og manna á þessum slóðum svo vel, að ekkert gerist með ólíkindum. Bóknr.2104 Heb-verð kr. 300 DORITA FAILIE BRUCE: DÓRA FLYST í MIÐDEILD Sagan gerist í heimavistarskóla fyrir ung- ar stúlkur. Dóra er komin í miðdeild ásamt stöllum sínum, þeim Rósamundu, Möllu, Eiríku og Sjönu, en þæreru aðal- manneskjurnar í leynifélagi í skólanum og drífur margt á daga þeirra. Þær lenda í ýmsum ævintýrum og er samstaðan ákaf- lega traust hjá þeim. Þessi bók er sérlega vel skrifuð og efnismikil, persónur eru margar og mikið gerist í stórum skóla, þar sem stúlkur á ýmsum aldri eru aðalsögu- hetjurnar. Bóknr.2105 Heb-verð kr. 300 TVÖ ÆVINTÝRI í þessu hefti eru tvö ævintýri, Galdranorn- in og töfrastafurinn og Friðrik og Katrín. Hefti nr. 2106 Heb-verð kr. 100 TÖFRASKIPIÐ Gamalt ítalskt ævintýri. Hefti nr. 2107 Heb-verð kr. 100 W.P. HERZOG: MEÐ ELDFLAUG TIL ANNARRA HNATTA Vinirnir Mikael og Taluga fljúga í geimfari til plánetunnarTatans. Þar kynnast þeir heimi, sem stendur jörðinni miklu framar að menningu. Þar er búið í kúluhúsum, ferðast í flugbílum, borgað með orkuein- ingum í stað peninga og vélmenni þjóna þar. Styrjaldir eru ekki lengur háðar þar. Furðuheimur, líf á fjarlægri stjörnu. Skyggnst inn í framtíðina. Mun slík þróun nokkurn tíma eiga sér stað á jörðinni? Bók nr. 2108 Heb-verð kr. 300 INGEBRIGT DAVIK: MUMMI OG JÓLIN Mummi er 6 ára drengur, sem á heima í Landey, nokkuð stórri eyju, ekki langt undan landi. Hann er einkabarn foreldra sinna, sem búa í Nesi, en pabbi hans er sjómaður. Amma hans á heima í Brekku- bæ, en Magga leiksystir hans á Vita- tanga, hinum megin vogsins. Um þessi jól drífur margt á daga Mumma litla. Bóknr.2109 Heb-verð kr. 300 E. STREIT: RIKKI FLUGSTJÓRI Rikki er flugstjóri hjá „Round the World Airlines" og flýgur Boeing-þotunni Bjarna Wilhelm í áætlunarflugi frá New York til New York, umhverfis jörðina. Fyrst verður vart truflunar á sjálfstýritækjum vélarinn- ar. Rikki lítur á hana sem viðvörun eða fyrirboða einhvers annars alvarlegra. Á leiðinni frá Fairbanks til Tókíó verður bilun í loftþrýstiútbúnaði flugvélarinnar. Bæði áhöfn og farþegarfá háloftaveiki vegna þess að andrúmsloftið er of þunnt. Rikki áttar sig á síðustu stundu og steypir flug- vélinni niður í þéttari loftslög. Nú hefst tví- sýn barátta áhafnarinnar við að reyna að halda flugvélinni á lofti eins lengi og unnt er. Skyldi þeim takast að komast alla leið til Tókíó, eða verða þeir að nauðlenda flugvélinni einhvers staðar á hafinu? Bók nr. 2110 Heb-verð kr. 300 ÝMSIR HÖFUNDAR: JÓLALÖG OG SÖNGVAR UMSJÓN JÓN STEFÁNSSON Þessi bók inniheldur allmörg jólalög og söngva sem börn læra auðveldlega. Til þess að auka ánægjuna fylgja nótur öll- um söngvum sem birtir eru í bókinni. 32 bls. Bók nr. 2111 Heb-verð kr. 780 Bókaskrá 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.