Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Síða 21

Heima er bezt - 02.10.1993, Síða 21
ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR er Patti, lítill íkorni, og án hans vill Þyrill ekki fara í ferðalagið. En hann er ekki einn um þá ánægju. Benna, leikfélaga hans, þykir líka vænt um litla íkornann, enda er hann raunverulegur eigandi hans... Nú hefst barátta þeirra leikfélag- anna um yfirráðin... Sagan er létt og skemmtilega skrifð. Bóknr.2101 Heb-verð kr. 300 CHRISTINE VON HAGEN: DRENGURINN FRÁ ANDESFJÖLLUM Hann er lítill en hnellinn strákur, dökk- hærður og brúnn á hörund og var hjá afa sínum. Afi hans bjó einsamall í kofa uppi í Andesfjöllum. Mannaferðir voru ekki tíðar þangað upp eftir. Þó fór múldýrarekinn Ernesto þar um öðru hvoru með múldýra- lestina sína og voru það hátíðar- og gleði- dagar í lífi litla snáðans. í einni heimsókn hans réðust örlög drengsins. Hann ætlaði að fara til borgarinnar með múldýrarekan- um og leita uppi foreldra sína. Gamli maðurinn var slyngur hattagerðarmaður og drengurinn hafði lært þá list af honum. Hann hafði gert einn fallegan hatt, sem hann ætlaði að selja í borginni. Það var aleiga hans og farareyrir. Margt á eftir að drífa á daga litla drengsins frá Andesfjöll- unum. Bók nr. 2102 Heb-verð kr. 250 NIGEL TRONTER: SPÁNSKA EYJAN Sól og sumar... Eyðiey og sokkið skip í lít- illi vík... Orðspor um falinn sjóræningja- fjársjóð... Þrír unglingar, ein stúlka og tveir drengir, með froskmannsbúninga og ýmsan búnað til rannsókna... Getið þið hugsað ykkur ákjósanlegri stað fyrir þá, sem eru í ævintýraleit, en þetta yndislega sumarland... Bóknr.2103 Heb-verð kr. 300 GREY OWL: ÆVINTÝRI SAJO LITLU Þetta er saga sem mun hrífa alla lesend- ur, sem unna dýrum og hinni frjálsu nátt- úru. Lýsingarnar á því þegar Negik, solt- inn og grimmur otur, rauf stíflu bjóranna, litlu ungunum tveimur, sem flúðu hræddir og hjálþarvana, en komust í fóstur til Sajo, litlu Indíánastúlkunnar, eru skráðar af furðulegum manni, sem þekkti lifnaðar- hætti dýra og manna á þessum slóðum svo vel, að ekkert gerist með ólíkindum. Bóknr.2104 Heb-verð kr. 300 DORITA FAILIE BRUCE: DÓRA FLYST í MIÐDEILD Sagan gerist í heimavistarskóla fyrir ung- ar stúlkur. Dóra er komin í miðdeild ásamt stöllum sínum, þeim Rósamundu, Möllu, Eiríku og Sjönu, en þæreru aðal- manneskjurnar í leynifélagi í skólanum og drífur margt á daga þeirra. Þær lenda í ýmsum ævintýrum og er samstaðan ákaf- lega traust hjá þeim. Þessi bók er sérlega vel skrifuð og efnismikil, persónur eru margar og mikið gerist í stórum skóla, þar sem stúlkur á ýmsum aldri eru aðalsögu- hetjurnar. Bóknr.2105 Heb-verð kr. 300 TVÖ ÆVINTÝRI í þessu hefti eru tvö ævintýri, Galdranorn- in og töfrastafurinn og Friðrik og Katrín. Hefti nr. 2106 Heb-verð kr. 100 TÖFRASKIPIÐ Gamalt ítalskt ævintýri. Hefti nr. 2107 Heb-verð kr. 100 W.P. HERZOG: MEÐ ELDFLAUG TIL ANNARRA HNATTA Vinirnir Mikael og Taluga fljúga í geimfari til plánetunnarTatans. Þar kynnast þeir heimi, sem stendur jörðinni miklu framar að menningu. Þar er búið í kúluhúsum, ferðast í flugbílum, borgað með orkuein- ingum í stað peninga og vélmenni þjóna þar. Styrjaldir eru ekki lengur háðar þar. Furðuheimur, líf á fjarlægri stjörnu. Skyggnst inn í framtíðina. Mun slík þróun nokkurn tíma eiga sér stað á jörðinni? Bók nr. 2108 Heb-verð kr. 300 INGEBRIGT DAVIK: MUMMI OG JÓLIN Mummi er 6 ára drengur, sem á heima í Landey, nokkuð stórri eyju, ekki langt undan landi. Hann er einkabarn foreldra sinna, sem búa í Nesi, en pabbi hans er sjómaður. Amma hans á heima í Brekku- bæ, en Magga leiksystir hans á Vita- tanga, hinum megin vogsins. Um þessi jól drífur margt á daga Mumma litla. Bóknr.2109 Heb-verð kr. 300 E. STREIT: RIKKI FLUGSTJÓRI Rikki er flugstjóri hjá „Round the World Airlines" og flýgur Boeing-þotunni Bjarna Wilhelm í áætlunarflugi frá New York til New York, umhverfis jörðina. Fyrst verður vart truflunar á sjálfstýritækjum vélarinn- ar. Rikki lítur á hana sem viðvörun eða fyrirboða einhvers annars alvarlegra. Á leiðinni frá Fairbanks til Tókíó verður bilun í loftþrýstiútbúnaði flugvélarinnar. Bæði áhöfn og farþegarfá háloftaveiki vegna þess að andrúmsloftið er of þunnt. Rikki áttar sig á síðustu stundu og steypir flug- vélinni niður í þéttari loftslög. Nú hefst tví- sýn barátta áhafnarinnar við að reyna að halda flugvélinni á lofti eins lengi og unnt er. Skyldi þeim takast að komast alla leið til Tókíó, eða verða þeir að nauðlenda flugvélinni einhvers staðar á hafinu? Bók nr. 2110 Heb-verð kr. 300 ÝMSIR HÖFUNDAR: JÓLALÖG OG SÖNGVAR UMSJÓN JÓN STEFÁNSSON Þessi bók inniheldur allmörg jólalög og söngva sem börn læra auðveldlega. Til þess að auka ánægjuna fylgja nótur öll- um söngvum sem birtir eru í bókinni. 32 bls. Bók nr. 2111 Heb-verð kr. 780 Bókaskrá 21

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.