Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 55

Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 55
TIL FROÐLEIKS OG SKEMMTUNAR NOKKUR ORÐ UM KONUR OG KÆRLEIKA Þetta er fimmta bókin úr bókaflokknum „Gullkorn úr lífi fólks.“ Hér birtast spak- mæli kvenna, stjórnmálakvenna, leikkvenna, skálda, mæðra, dætra, freist- ara, dýrlinga og brautryðjenda. Fallegar bækur, smekklegar vinagjafir. Bók nr. 6089 HEB-verð kr. 850 PÉTUR MÁR ÓLAFSSON: GULLFOSS LÍFIÐ UM BORÐ Gullfoss var skip gleðinnar. Þar lifðu menn í vellystingum, skemmtu sér eftir mætti og gáfu sig ævintýrunum á vald. Þar gerðust ótrúlegir atburði, jafnvel yfir- skilvitlegir. í bókinni segja þjóðkunnir og lítt þekktir íslendingar frá kynnum sínum af þessu flaggskipi íslenska flotans, og fara á kostum. Fjölmargar myndir prýða bókina. Bók nr. 6090 HEB-verð kr.850 BJARNI GUÐMARSSON OG HRAFN JÖKULSSON: ÁSTANDIÐ MANNLÍFSÞÆTTIR FRÁ HERNÁMSÁRUNUM Frásögn af einum forvitnilegasta þætti hernámsins. Hvað breyttist við hernámið? Var Bretavinnan upphaf vinnusvika á ís- landi? Höfðu þúsundir íslenskra kvenna of náin samskipti við hermenn? Voru vændishús í Reykjavík? Hvaða sögu segja ástandskonurnar sjálfar? Bókin geymir svör við þessum spurningum og mörgum öðrum í lifandi frásögn. Bók nr. 6091 HEB-verð kr. 1150 HEIDI TUFT: KRABBAMEIN (VIÐBRÖGÐ, ÁBYRGÐ, ANGIST, SORG) Höfundur bókarinnar skrifar um eigin upp- lifun og reynslu þess að fá krabbamein, um samskipti við sína nánustu, um ein- manaleikann, um angistina og óttann við dauðann og viðhorf krabbameinssjúklings til lífsins. Höfundur gefur nærgætna og sanna mynd af samskiptum fólks við krabbameinssjúklinga og hvernig henni fannst hún einangrast vegna klaufalegrar framkomu. 192 bls. Bók nr. 6092 HEB-verð kr. 500 GOLFBÓKIN RITSTJÓRI: GEIR SVANSSON ] Bókin er ætluð jafnt byrjendum sem lengra komnum. í bókinni er golfleikurinn skýrður í máli og myndum og þar er ágrip af sögu golfíþróttarinnar, lýsing á leiknum og útskýringar á helstu reglum, hugtökum og leikformum. Þá eru grundvallaratriði golfsveiflunnar skýrð. Með fljóta tæknileg- ar upplýsingar um golfáhöld og meðferð þeirra, kímnisögur af golfvellinum, upplýs- ingar um afreksmenn í golfi, íslenska og erlenda golfvelli og íslenskt golforðasafn. Bók nr. 6093 HEB-verð kr. 1150 BRAGI SIGURJÓNSSON: GÖNGUR OG RÉTTIR I. BINDI Þetta fyrsta bindi Gangna og rétta fjallar um göngur og réttir í Austur- og Vestur- Skaftafellssýslum, Rangárvallasýslu og Vestmannaeyjum. í bókinni er ítarlegur formáli um þróun afréttarmála frá upphafi byggðar á landinu, einnig bókarauki, þar sem segir frá brúarbyggingu bænda í Lóni inni á Lónsöræfum og endurbygg- ingu hinna sérstæðu Reykjarétta á Skeið- um. Fjöldi mynda er í ritinu. Bók nr. 6094 HEB-verð kr. 2000 BRAGI SIGURJÓNSSON: GÖNGUR OG RÉTTIR II. BINDI í öðru bindi Gangna og rétta er fjallað um göngur og réttir í Árnessýslu, Kjós og Borgarfjarðar- og Mýrasýslum. í formála er m.a. fjallað um fjármörk og í bókarauka segir frá afréttarferð á Biskupstungnaaf- rétt 1983 og ýmislegt af fjallskilum Hvít- síðinga. Fjöldi mynda er í ritinu. Bók nr. 6095 HEB-verð kr. 2000 BRAGISIGURJÓNSSON: GÖNGUR OG RÉTTIR III. BINDI Hér segir af göngum og réttum í Hnappa- dalssýslu, Dölum, á Vestfjörðum, Strönd- um og í Húnavatnssýslum. í þessu bindi eru meðal annars efnis stórmerkar lýsing- ar staðkunnugra manna á hinum víðlendu heiðalöndum frá og með Tvídægru til og með Eyvindarstaðaheiði. Mun varla eða ekki annars staðar meiri fróðleik um þau að finna. Einnig er margt frásagna af sögulegum gangna- og eftirleitarferðum. Þá er forvitnilegur formáli um selfarir fyrr á öldum og í bókarauka er fjörlega rituð frásögn ungrar stúlku um Fljótsdraga- göngur fyrir fáum árum, ítarleg lýsing á „snjógöngunum" 1963 á Eyvindarstaða- heiði og önnur um vélsleðaför á heiðina í eftirleit. Margt mynda er í bókinni auk korta af helstu gangnasvæðum. Bók nr. 6096 HEB-verð kr. 2000 BRAGI SIGURJÓNSSON: GÖNGUR OG RÉTTIR IV. BINDI \ þessari bók segir af göngum og réttum í Skagafjarðarsýslu, Eyjafjarðarsýslu, og Suður-Þingeyjarsýslu að Mývatnssveit og Aðaldal. í henni er margt sögulegra frá- sagna af gangna- og eftirleitaferðum, auk fróðlegs formála um fráfærur og ýmsar fráfærnavenjur. Erlingur á Þverá í Fnjóskadal sækir með félögum klettafé í torleiði Víknafjalla, Eiríkur í Arnarfelli og förunautar leita í snjóbíl tveggja eftirlegu- lamba suður á Fjöllum í blindbyl um hættuslóðir. Enn segir þar af hinni miklu gangnavillu Þorsteins ÍTungukoti á Kjálka suður á Gnúpverjaafrétti. Bók nr. 6097 HEB-verð kr. 2000 Bókaskrá 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.